Áflogaseggir fá ekki að mæta aftur á völlinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2024 14:03 Mörgum var heitt í hamsi eftir leikinn í Keflavík. vísir/hulda margrét Það sauð upp úr í Keflavík um helgina er heimamenn tryggðu sér ævintýralegan sigur á Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar karla. Keflavík skoraði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og tryggði sér þannig sigur. Spennustigið í húsinu var hátt og áflog brutust út í kjölfar sigurkörfunnar. Átökin voru þó aðallega innbyrðis hjá stuðningsmannasveitunum. Gæslumenn náðu þó fljótt stjórn á aðstæðum. Þessi hegðun hefur þó dregið dilk á eftir sér og bæði félög munu líklega setja ákveðna stuðningsmenn í bann frá því að mæta á fleiri leiki. Keflvíkingar staðfestu við íþróttadeild að einhverjir stuðningsmenn liðsins myndu fara í bann og eru því ekki velkomnir á fleiri leiki í vetur. Körfuknattleiksdeildin mun funda seinni partinn um málið. Grindvíkingar hafa sömuleiðis verið að vinna í málinu og segja að það verði einhverjar afleiðingar vegna hegðunar ákveðinna stuðningsmanna. Klippa: Hiti í Keflavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að það verði ekki frekari eftirmálar af hálfu Körfuknattleikssambandsins. „Þetta er ekki á borði KKÍ. Það er hrós á félögin hvað þetta var tæklað vel á staðnum. Bæði öryggisverðir og aðrir frá félögunum stóðu sig rosalega vel að gera það sem hægt var að gera til að róa mannskapinn niður. Eftirlitsmaður og aðrir voru ánægðir með hvernig var staðið að því að klára þetta,“ segir Hannes. „Þetta sýnir hvað hitinn er mikill og að fólk þarf að passa sig. Þetta er íþróttaleikur og að sjálfsögðu á að berjast á vellinum en svona á auðvitað alls ekki að líðast. Það var farið mjög hratt í þetta til að lágmarka þann skaða sem var orðinn. Félögin tækluðu þetta mjög vel og þetta var afgreitt á staðnum. Við hvetjum til þess að það verði áfram góð öryggisgæsla og að áhorfendur hagi sér.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Sjá meira
Keflavík skoraði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og tryggði sér þannig sigur. Spennustigið í húsinu var hátt og áflog brutust út í kjölfar sigurkörfunnar. Átökin voru þó aðallega innbyrðis hjá stuðningsmannasveitunum. Gæslumenn náðu þó fljótt stjórn á aðstæðum. Þessi hegðun hefur þó dregið dilk á eftir sér og bæði félög munu líklega setja ákveðna stuðningsmenn í bann frá því að mæta á fleiri leiki. Keflvíkingar staðfestu við íþróttadeild að einhverjir stuðningsmenn liðsins myndu fara í bann og eru því ekki velkomnir á fleiri leiki í vetur. Körfuknattleiksdeildin mun funda seinni partinn um málið. Grindvíkingar hafa sömuleiðis verið að vinna í málinu og segja að það verði einhverjar afleiðingar vegna hegðunar ákveðinna stuðningsmanna. Klippa: Hiti í Keflavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að það verði ekki frekari eftirmálar af hálfu Körfuknattleikssambandsins. „Þetta er ekki á borði KKÍ. Það er hrós á félögin hvað þetta var tæklað vel á staðnum. Bæði öryggisverðir og aðrir frá félögunum stóðu sig rosalega vel að gera það sem hægt var að gera til að róa mannskapinn niður. Eftirlitsmaður og aðrir voru ánægðir með hvernig var staðið að því að klára þetta,“ segir Hannes. „Þetta sýnir hvað hitinn er mikill og að fólk þarf að passa sig. Þetta er íþróttaleikur og að sjálfsögðu á að berjast á vellinum en svona á auðvitað alls ekki að líðast. Það var farið mjög hratt í þetta til að lágmarka þann skaða sem var orðinn. Félögin tækluðu þetta mjög vel og þetta var afgreitt á staðnum. Við hvetjum til þess að það verði áfram góð öryggisgæsla og að áhorfendur hagi sér.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Sjá meira