Áflogaseggir fá ekki að mæta aftur á völlinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2024 14:03 Mörgum var heitt í hamsi eftir leikinn í Keflavík. vísir/hulda margrét Það sauð upp úr í Keflavík um helgina er heimamenn tryggðu sér ævintýralegan sigur á Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar karla. Keflavík skoraði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og tryggði sér þannig sigur. Spennustigið í húsinu var hátt og áflog brutust út í kjölfar sigurkörfunnar. Átökin voru þó aðallega innbyrðis hjá stuðningsmannasveitunum. Gæslumenn náðu þó fljótt stjórn á aðstæðum. Þessi hegðun hefur þó dregið dilk á eftir sér og bæði félög munu líklega setja ákveðna stuðningsmenn í bann frá því að mæta á fleiri leiki. Keflvíkingar staðfestu við íþróttadeild að einhverjir stuðningsmenn liðsins myndu fara í bann og eru því ekki velkomnir á fleiri leiki í vetur. Körfuknattleiksdeildin mun funda seinni partinn um málið. Grindvíkingar hafa sömuleiðis verið að vinna í málinu og segja að það verði einhverjar afleiðingar vegna hegðunar ákveðinna stuðningsmanna. Klippa: Hiti í Keflavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að það verði ekki frekari eftirmálar af hálfu Körfuknattleikssambandsins. „Þetta er ekki á borði KKÍ. Það er hrós á félögin hvað þetta var tæklað vel á staðnum. Bæði öryggisverðir og aðrir frá félögunum stóðu sig rosalega vel að gera það sem hægt var að gera til að róa mannskapinn niður. Eftirlitsmaður og aðrir voru ánægðir með hvernig var staðið að því að klára þetta,“ segir Hannes. „Þetta sýnir hvað hitinn er mikill og að fólk þarf að passa sig. Þetta er íþróttaleikur og að sjálfsögðu á að berjast á vellinum en svona á auðvitað alls ekki að líðast. Það var farið mjög hratt í þetta til að lágmarka þann skaða sem var orðinn. Félögin tækluðu þetta mjög vel og þetta var afgreitt á staðnum. Við hvetjum til þess að það verði áfram góð öryggisgæsla og að áhorfendur hagi sér.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Keflavík skoraði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og tryggði sér þannig sigur. Spennustigið í húsinu var hátt og áflog brutust út í kjölfar sigurkörfunnar. Átökin voru þó aðallega innbyrðis hjá stuðningsmannasveitunum. Gæslumenn náðu þó fljótt stjórn á aðstæðum. Þessi hegðun hefur þó dregið dilk á eftir sér og bæði félög munu líklega setja ákveðna stuðningsmenn í bann frá því að mæta á fleiri leiki. Keflvíkingar staðfestu við íþróttadeild að einhverjir stuðningsmenn liðsins myndu fara í bann og eru því ekki velkomnir á fleiri leiki í vetur. Körfuknattleiksdeildin mun funda seinni partinn um málið. Grindvíkingar hafa sömuleiðis verið að vinna í málinu og segja að það verði einhverjar afleiðingar vegna hegðunar ákveðinna stuðningsmanna. Klippa: Hiti í Keflavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að það verði ekki frekari eftirmálar af hálfu Körfuknattleikssambandsins. „Þetta er ekki á borði KKÍ. Það er hrós á félögin hvað þetta var tæklað vel á staðnum. Bæði öryggisverðir og aðrir frá félögunum stóðu sig rosalega vel að gera það sem hægt var að gera til að róa mannskapinn niður. Eftirlitsmaður og aðrir voru ánægðir með hvernig var staðið að því að klára þetta,“ segir Hannes. „Þetta sýnir hvað hitinn er mikill og að fólk þarf að passa sig. Þetta er íþróttaleikur og að sjálfsögðu á að berjast á vellinum en svona á auðvitað alls ekki að líðast. Það var farið mjög hratt í þetta til að lágmarka þann skaða sem var orðinn. Félögin tækluðu þetta mjög vel og þetta var afgreitt á staðnum. Við hvetjum til þess að það verði áfram góð öryggisgæsla og að áhorfendur hagi sér.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira