Af hverju bara hálft skref áfram? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 4. maí 2024 07:00 Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu. Frumvarp ráðherra kemur í kjölfar svartrar skýrslu um þær miklu breytingar sem áttu sér stað þegar Menntasjóðurinn tók við hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í frumvarpinu felast tvær megin breytingar. Annars vegar er ábyrgðamannakerfið lagt niður, nokkuð sem kallað hefur verið eftir mjög lengi, og hins vegar er nemendum gert kleift að skipta um nám eftir fyrsta námsárið, án þess að það komi niður á upphæð námsstyrks sem nemandi getur fengið. Með fram þessu tilkynnti ráðherra einnig um hækkun á frítekjumarki, en sú breyting kallar ekki á lagabreytingar. Allt eru þetta góðar og mikilvægar breytingar, en því miður ganga þær alls ekki nógu langt til þess að bæta kjör nemenda. Ef horft er til krafna námsmanna (eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagt þegar lögum um menntasjóð þeirra er breytt) er ljóst að mikið meira þarf til. Í fyrsta lagi þarf að hækka framfærsluviðmið til muna svo að nemendur geti stundað fullt nám, án þess að hafa sífelldar áhyggjur af því að ná endum saman og neyðast til að vinna öll kvöld og helgar til þess eins að geta lifað námsárin af. Í öðru lagi þarf að afnema, eða stórhækka, frítekjumörk svo að þau sem velja að vinna haldi enn rétti sínum til námslána og styrkja. Sannleikurinn er sá að flestir nemendur sem vinna 50-100% vinnu með námi yfir veturinn fá svo mikla skerðingu á námsláni að það tekur því ekki fyrir þau að sækja um lán. Þetta er eitt af því sem skýrir hvers vegna mun færri sækja um lán hjá Menntasjóðnum en vonir stóðu til um. Einnig er mikilvægt að nemendum sé gefið aukið svigrúm þegar kemur að því að klára nám sitt. Í mörgum námsgreinum eru stórir áfangar sem spanna 10 einingar, eða þriðjung náms á önn. Fall í slíkum áfanga þýðir í dag að engin námslán eru greidd út fyrir þá önn, þrátt fyrir að nemandi standist öll önnur námskeið á önninni. Nemendum er í raun ekki gefið neitt svigrúm til að mistakast eða læra af mistökum sínum. Þessi ríka krafa um námsárangur skapar því mikið stress, álag og áhyggjur fyrir nemendur sem mega þannig ekki klikka á neinu fagi. Allt eru þetta atriði sem við Píratar lögðum fram fyrr í vetur í okkar eigin frumvarpi um bætta stöðu námsmanna. Þar sem litlar líkur eru á því að okkar mál fái þinglega meðferð, frekar en önnur þingmannamál, þá höfum við lagt fram sambærilegar breytingartillögur við frumvarp ráðherra sem nú liggur inni í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Það er von okkar að þingmenn stjórnarflokkanna hafi í huga að þessar tillögur eru allar komnar frá námsmönnum sjálfum, við erum bara sendiboðinn með skilaboðin. Það er nauðsynlegt að þessum tillögum sé tekið með opnum hug, því framfaraskref til námsmanna í dag eru lykilatriði fyrir hagsæld Íslands til framtíðar. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Sjá meira
Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu. Frumvarp ráðherra kemur í kjölfar svartrar skýrslu um þær miklu breytingar sem áttu sér stað þegar Menntasjóðurinn tók við hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í frumvarpinu felast tvær megin breytingar. Annars vegar er ábyrgðamannakerfið lagt niður, nokkuð sem kallað hefur verið eftir mjög lengi, og hins vegar er nemendum gert kleift að skipta um nám eftir fyrsta námsárið, án þess að það komi niður á upphæð námsstyrks sem nemandi getur fengið. Með fram þessu tilkynnti ráðherra einnig um hækkun á frítekjumarki, en sú breyting kallar ekki á lagabreytingar. Allt eru þetta góðar og mikilvægar breytingar, en því miður ganga þær alls ekki nógu langt til þess að bæta kjör nemenda. Ef horft er til krafna námsmanna (eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagt þegar lögum um menntasjóð þeirra er breytt) er ljóst að mikið meira þarf til. Í fyrsta lagi þarf að hækka framfærsluviðmið til muna svo að nemendur geti stundað fullt nám, án þess að hafa sífelldar áhyggjur af því að ná endum saman og neyðast til að vinna öll kvöld og helgar til þess eins að geta lifað námsárin af. Í öðru lagi þarf að afnema, eða stórhækka, frítekjumörk svo að þau sem velja að vinna haldi enn rétti sínum til námslána og styrkja. Sannleikurinn er sá að flestir nemendur sem vinna 50-100% vinnu með námi yfir veturinn fá svo mikla skerðingu á námsláni að það tekur því ekki fyrir þau að sækja um lán. Þetta er eitt af því sem skýrir hvers vegna mun færri sækja um lán hjá Menntasjóðnum en vonir stóðu til um. Einnig er mikilvægt að nemendum sé gefið aukið svigrúm þegar kemur að því að klára nám sitt. Í mörgum námsgreinum eru stórir áfangar sem spanna 10 einingar, eða þriðjung náms á önn. Fall í slíkum áfanga þýðir í dag að engin námslán eru greidd út fyrir þá önn, þrátt fyrir að nemandi standist öll önnur námskeið á önninni. Nemendum er í raun ekki gefið neitt svigrúm til að mistakast eða læra af mistökum sínum. Þessi ríka krafa um námsárangur skapar því mikið stress, álag og áhyggjur fyrir nemendur sem mega þannig ekki klikka á neinu fagi. Allt eru þetta atriði sem við Píratar lögðum fram fyrr í vetur í okkar eigin frumvarpi um bætta stöðu námsmanna. Þar sem litlar líkur eru á því að okkar mál fái þinglega meðferð, frekar en önnur þingmannamál, þá höfum við lagt fram sambærilegar breytingartillögur við frumvarp ráðherra sem nú liggur inni í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Það er von okkar að þingmenn stjórnarflokkanna hafi í huga að þessar tillögur eru allar komnar frá námsmönnum sjálfum, við erum bara sendiboðinn með skilaboðin. Það er nauðsynlegt að þessum tillögum sé tekið með opnum hug, því framfaraskref til námsmanna í dag eru lykilatriði fyrir hagsæld Íslands til framtíðar. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun