Gunnar um að mæta dóttur sinni: „Hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. maí 2024 21:52 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sigurinn vísir / anton brink Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík á heimavelli í 3. umferð Bestu-deildar kvenna. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var afar ánægður með sigurinn. „Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
„Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira