Heimildin sem hvarf úr frumvarpi matvælaráðherra Vala Árnadóttir skrifar 2. maí 2024 14:30 Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði. Að sögn ráðherrans á frumvarpið að styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerast brotleg við lög. Þetta er rangt. Frumvarpið veikir heimildir ríkisins til þess að afturkalla leyfi sjókvíaeldisfyrirtækja. Með öðrum orðum það gengur þvert á yfirlýst markmið. Veit ráðherra þetta ekki? Ráðherra vísar títt í sérfræðinga og lögfræðinga sem hún segir að haldi því fram að leyfin verði að vera ótímabundin, annars þurfi að slá af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Ráðherra virðist ekki vera kunnugt um að í 16. grein núgildandi laga um fiskeldi er skýr heimild til afturköllunar rekstrarleyfa, einmitt vegna þess hluta starfseminnar sem veldur mestum skaða. Þessi heimild hefur hins vegar verið fjarlægð úr lagafrumvarpinu sem hún lagði fyrir Alþingi í síðustu viku. Í 16. grein laganna sem nú gilda eru þessi orð: „Þá er og heimilt að afturkalla rekstrarleyfi […] þegar eldisfiskur sleppur ítrekað frá fiskeldisstöð.“ Þessi heimild er ekki í frumvarpi Bjarkeyjar. Ráðherra þarf að skýra af hverju svo er og hvernig hún fái út að hér sé um rýmri heimildir til afturköllunar þar sem frumvarpið bersýnilega þrengir heimildir. Ekki starfað samkvæmt lögum Lög eiga að kveða skýrt um við hvaða aðstæður skal afturkalla leyfi. Það eykur fyrirsjáanleika sjókvíaeldisfyrirtækja. Þessar aðstæður eiga svo að sjálfsögðu að tryggja lágmarks vernd lífríkis og náttúru Íslands sem þó verður aldrei örugg á meðan laxeldi í opnum sjókvíum er heimilað. Þá er ágætt að árétta að nú þegar er þessi heimild til afturköllunar í lögum sem ekki er notuð, þrátt fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi ekki staðist nánast eina einustu eftirlitsskoðun og hafa ítrekað misst frá sér fisk. Auknir starfskraftar í eftirliti gera lítið ef lögheimiluð viðurlög eru ekki virkjuð. Það væri nær að ráðherra sem er svo annt um umhverfið leiðbeini þeirri eftirlitsstofnun sem heyrir undir ráðherra um að starfa samkvæmt lögum. Lög þurfa að vera skýr og ráðherra þarf að skilja lögfræðina í eigin frumvarpi. Það er ekki spurning um hvort lögfræðin og réttsýni almennings fari saman, enda er fræðigrein eðli máls samkvæmt ófær um að fara gegn réttsýni almennings. Hvernig hún er notuð til þess er annað mál. Höfundur er lögfræðingur og er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði. Að sögn ráðherrans á frumvarpið að styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerast brotleg við lög. Þetta er rangt. Frumvarpið veikir heimildir ríkisins til þess að afturkalla leyfi sjókvíaeldisfyrirtækja. Með öðrum orðum það gengur þvert á yfirlýst markmið. Veit ráðherra þetta ekki? Ráðherra vísar títt í sérfræðinga og lögfræðinga sem hún segir að haldi því fram að leyfin verði að vera ótímabundin, annars þurfi að slá af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Ráðherra virðist ekki vera kunnugt um að í 16. grein núgildandi laga um fiskeldi er skýr heimild til afturköllunar rekstrarleyfa, einmitt vegna þess hluta starfseminnar sem veldur mestum skaða. Þessi heimild hefur hins vegar verið fjarlægð úr lagafrumvarpinu sem hún lagði fyrir Alþingi í síðustu viku. Í 16. grein laganna sem nú gilda eru þessi orð: „Þá er og heimilt að afturkalla rekstrarleyfi […] þegar eldisfiskur sleppur ítrekað frá fiskeldisstöð.“ Þessi heimild er ekki í frumvarpi Bjarkeyjar. Ráðherra þarf að skýra af hverju svo er og hvernig hún fái út að hér sé um rýmri heimildir til afturköllunar þar sem frumvarpið bersýnilega þrengir heimildir. Ekki starfað samkvæmt lögum Lög eiga að kveða skýrt um við hvaða aðstæður skal afturkalla leyfi. Það eykur fyrirsjáanleika sjókvíaeldisfyrirtækja. Þessar aðstæður eiga svo að sjálfsögðu að tryggja lágmarks vernd lífríkis og náttúru Íslands sem þó verður aldrei örugg á meðan laxeldi í opnum sjókvíum er heimilað. Þá er ágætt að árétta að nú þegar er þessi heimild til afturköllunar í lögum sem ekki er notuð, þrátt fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi ekki staðist nánast eina einustu eftirlitsskoðun og hafa ítrekað misst frá sér fisk. Auknir starfskraftar í eftirliti gera lítið ef lögheimiluð viðurlög eru ekki virkjuð. Það væri nær að ráðherra sem er svo annt um umhverfið leiðbeini þeirri eftirlitsstofnun sem heyrir undir ráðherra um að starfa samkvæmt lögum. Lög þurfa að vera skýr og ráðherra þarf að skilja lögfræðina í eigin frumvarpi. Það er ekki spurning um hvort lögfræðin og réttsýni almennings fari saman, enda er fræðigrein eðli máls samkvæmt ófær um að fara gegn réttsýni almennings. Hvernig hún er notuð til þess er annað mál. Höfundur er lögfræðingur og er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar