Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 08:01 Remy Martin rann til á gólfi Smárans, á svæði sem búið var að líma auglýsingarborða á, og reif hásin. Stöð 2 Sport Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn ÍTK, hagsmunasamtaka sem stofnuð voru á síðustu ári, en í stjórninni sitja fulltrúar fimm íslenskra körfuboltafélaga. Yfirlýsingin birtist í kjölfar alvarlegra hásinarmeiðsla Remys Martin, leikmanns Keflavíkur, í leik við Grindavík í Smáranum í fyrrakvöld. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan virðist Martin renna til á auglýsingu sem búið var að líma á keppnisgólfið. Stjórn ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja megi beint til auglýsinga á gólfum körfuboltavalla, þar sem þær séu mun sleipari en gólfið sjálft. Hún leggur því til að slíkar auglýsingar verði með öllu bannaðar. Ljóst er að Remy Martin tekur ekki meiri þátt í úrslitakeppninni í vor, eftir að hafa farið á kostum með bikarmeisturum Keflavíkur í vetur, og ÍTK bendir á að meiðsli eins og hann glímir nú við geti orðið til þess að ferlinum ljúki. Yfirlýsingu samtakanna má sjá í heild hér að neðan. Einvígi Keflavíkur og Grindavíkur heldur áfram á laugardagskvöld en Grindavík er 1-0 yfir eftir nauman sigur í leiknum í Smáranum á þriðjudagskvöld. Yfirlýsing stjórnar ÍTK: Stjórn Íslensks Toppkörfubolta (ÍTK) leggur til að allar auglýsingar sem límdar eru á gólf körfuknattleiksvalla innanhúss verði bannaðar frá og með næsta tímabili. ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja má beint til slíkra auglýsinga en áferðin á þeim gerir þær vanalega mun sleipari viðkomu en leikvöllurinn sjálfur. Í gær lenti einn besti leikmaður í deildinni og lykilleikmaður Keflavíkur í því að renna á slíkri auglýsingu með þeim afleiðingum að hann sleit hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta er ekki fyrsta dæmið um leikmann sem meiðist vegna þess í stórleik en vonandi það síðasta. Það er næg meiðslahætta í körfubolta fyrir svo ekki sé bætt við óþarfa meiðslaáhættu vegna auglýsinga á velli. Slík meiðsli eins og Remy Martin varð fyrir í gær geta hæglega endað feril leikmanna. Virðingarfyllst Stjórn ÍTK Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2024 19:46 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn ÍTK, hagsmunasamtaka sem stofnuð voru á síðustu ári, en í stjórninni sitja fulltrúar fimm íslenskra körfuboltafélaga. Yfirlýsingin birtist í kjölfar alvarlegra hásinarmeiðsla Remys Martin, leikmanns Keflavíkur, í leik við Grindavík í Smáranum í fyrrakvöld. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan virðist Martin renna til á auglýsingu sem búið var að líma á keppnisgólfið. Stjórn ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja megi beint til auglýsinga á gólfum körfuboltavalla, þar sem þær séu mun sleipari en gólfið sjálft. Hún leggur því til að slíkar auglýsingar verði með öllu bannaðar. Ljóst er að Remy Martin tekur ekki meiri þátt í úrslitakeppninni í vor, eftir að hafa farið á kostum með bikarmeisturum Keflavíkur í vetur, og ÍTK bendir á að meiðsli eins og hann glímir nú við geti orðið til þess að ferlinum ljúki. Yfirlýsingu samtakanna má sjá í heild hér að neðan. Einvígi Keflavíkur og Grindavíkur heldur áfram á laugardagskvöld en Grindavík er 1-0 yfir eftir nauman sigur í leiknum í Smáranum á þriðjudagskvöld. Yfirlýsing stjórnar ÍTK: Stjórn Íslensks Toppkörfubolta (ÍTK) leggur til að allar auglýsingar sem límdar eru á gólf körfuknattleiksvalla innanhúss verði bannaðar frá og með næsta tímabili. ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja má beint til slíkra auglýsinga en áferðin á þeim gerir þær vanalega mun sleipari viðkomu en leikvöllurinn sjálfur. Í gær lenti einn besti leikmaður í deildinni og lykilleikmaður Keflavíkur í því að renna á slíkri auglýsingu með þeim afleiðingum að hann sleit hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta er ekki fyrsta dæmið um leikmann sem meiðist vegna þess í stórleik en vonandi það síðasta. Það er næg meiðslahætta í körfubolta fyrir svo ekki sé bætt við óþarfa meiðslaáhættu vegna auglýsinga á velli. Slík meiðsli eins og Remy Martin varð fyrir í gær geta hæglega endað feril leikmanna. Virðingarfyllst Stjórn ÍTK
Yfirlýsing stjórnar ÍTK: Stjórn Íslensks Toppkörfubolta (ÍTK) leggur til að allar auglýsingar sem límdar eru á gólf körfuknattleiksvalla innanhúss verði bannaðar frá og með næsta tímabili. ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja má beint til slíkra auglýsinga en áferðin á þeim gerir þær vanalega mun sleipari viðkomu en leikvöllurinn sjálfur. Í gær lenti einn besti leikmaður í deildinni og lykilleikmaður Keflavíkur í því að renna á slíkri auglýsingu með þeim afleiðingum að hann sleit hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta er ekki fyrsta dæmið um leikmann sem meiðist vegna þess í stórleik en vonandi það síðasta. Það er næg meiðslahætta í körfubolta fyrir svo ekki sé bætt við óþarfa meiðslaáhættu vegna auglýsinga á velli. Slík meiðsli eins og Remy Martin varð fyrir í gær geta hæglega endað feril leikmanna. Virðingarfyllst Stjórn ÍTK
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2024 19:46 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15
„Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57
Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58
„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31
PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2024 19:46