Sveinn til Kolstad og vill ólmur læra af Gullerud Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 16:30 Sveinn Jóhannsson spilar með Kolstad á næstu leiktíð. Kolstad Handball Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson verður einn af þremur Íslendingum hjá norska stórliðinu Kolstad á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning þess efnis. Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn. Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn.
Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita