Er forsetaframbjóðendum umhugað um dýravernd? Árni Stefán Árnason skrifar 27. apríl 2024 10:30 Ég hef það á tilfinningunni að public persons á Íslandi finnist það hallærislegt að tala opinberlega um dýravernd. Í henni gæti falist gagnrýni, sem er ekki til vinsælda fallin hjá stjórnvöldum og neytendum búfjárafurði. Það er fremur hallærisleg sjálfhverfa. Tveir merkir Íslendingar eru þó ekki undir þá sök seldir, forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og Tryggvi Gunnarsson fyrrverandi þing og athafnamaður. Meira um það síðar. Forsetaframbjóðendur hafa verið duglegir að gagnrýna ýmsar meinsemdir í íslensku samfélagi sem þeir telja að mikilvægt að bregðast við og beita sér gegn fái þeir kosningu auk þess auðvitað að byggja undir það sem gott er og er fjölmargt. Sumir ganga lengra en aðrir. Sumir telja það eitt af mikilvægustu hlutverkum forsetans að setja hemil á tvær greinar ríkisvaldsins, löggjafann og framkvæmdarvaldið, láti þjóðin verulega óánægju sína í ljós. Með þessu vilja þeir verða svokölluð brú á milli þings og þjóðar. Ekki er annað að heyra á þeim en að flestir telji þeir verulega spillingu í landsstjórninni og nefna nokkrir ýmsa málaflokka í því sambandi, með réttu, að mínu mati. Allir eru þeir sammála um að það bera að vernda samfélagið í heild sinni þ.m.t náttúru landsins og einn frambjóðandi hefur gengið svo langt að skilgreina, óbeint, annan frambjóðanda, sem landráðamann með því að stuðla að færslu lands, sjávar og auðlinda til erlendra auðmanna. Annar frambjóðandi hefur dug og kjark til þess að draga klettinn í þjóðtrú Íslendinga, kristnina, inn í sína kosningabarráttu og hikar ekki við að tengja Jesú Krist við framboð sitt. Það finnst mér persónulega, sem kristnum manni, mjög virðingarvert. Ég hef hlustað vandlega á málflutning þeirra frambjóðenda, sem nú liggur fyrir að taki þátt í komandi baráttu því ég tel forsetaembættið vanmetið í þeim skilningi að vald forsetans, skv. II kafla stjórnarskrár lýðveldisins sé miklu meira en flestir telja sér trú um. Ekki einn einasti frambjóðandi, en þeir virðast allir vilja berjast fyrir allt til hinna allra smæstu í samfélaginu, hefur minnst á það að á meðal þeirra allra smæstu er íslenskt búfé, sem meira að segja njóta réttarstöðu skv. ákvörðun Alþingis með setningu laga um velferð dýra. M.ö.o þá er það vilji þingsins og þ.m.t þjóðarinnar að velferðar allra dýra, sem lögin fjalla um, sé gætt til hins ýtrasta. Greind allra frambjóðanda sýnist mér bara vera með hreinum ágætum og ef þeir vilja láta sig samfélagið allt varða og velferð þess þá blasir það auðvitað við að bæta dýralífinu öllu við í þann pakka og leggja áherslu á það. Sú áhersla er ekki fyrir hendi í dag en nú hefst kosningabarátta og ég ber þá von í brjósti að frambjóðendur taki sig nú á og taki dýrin undir sinn verndarvæng eða eins og einn af okkar virtustu þingmönnum eftir aldamótin 1900, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) gerði en um hann stendur skrifað á minnisvarða í Alþingisgarðinum: Og það er víst, ef dýrin mættu mæla, þá mundi verða blessað nafnið þitt Tryggvi var upphafsmaður dýraverndar á Íslandi og í Færeyjum. Hann reisti t.d. spjöld meðfram vegunum frá Reykjavík hvar á var ritað: Gefið hestunum að drekka, svo fátt eitt sé nefnt. Lesa má um afrek Tryggva í 100 ára minningargrein um hann í Fálkinn, 8. árgangur 1935 tölublað 42. Máske forsetaframbjóðendur teldur sig hafa gagn af því.(https://timarit.is/page/4354900#page/n3/mode/2up)Já og þingið sjálft, eftir dauða Tryggva, sá ástæðu til þess að reisa þennan minnisvarða. Því miður hefur áherslum þingsins hrakað í dag. Ljósmyndir úr umræddri minningargrein í Fálkanum Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson gæti þannig verið núverandi frambjóðendum viss fyrirmynd en á vef forsetaembættisins er að finna þessa frétt og ljósmynd frá 10. jan. 2024. ,,Forseti tekur á móti sjálfboðaliðum á vegum dýraverndarsamtaka sem komu að björgun gæludýra og annarra skepna þegar Almannavarnir lýstu yfir neyðarástandi í Grindavík í nóvember. Hátt í 300 dýrum var bjargað úr Grindavík og komið í hendur eigenda þeirra nokkrum dögum eftir að bærinn var rýmdur. Dýraverndunarsamtök héldu utan um lista yfir þau dýr sem urðu eftir, auk þess sem sjálfboðaliðar fengu leyfi til þess að fara inn í bæinn, taka þátt í leit að dýrunum og í sumum tilfellum fara inn á heimili gæludýraeigenda til að sækja dýrin. Að aðgerðunum stóðu samtökin Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Villikettir, Villikanínur, Kattholt og The Bambi Foundation, með stuðningi frá Dýraþjónustu Reykjavíkur og Dýraverndarsambandi Íslands. Forseti færði sjálfboðaliðunum þakkir fyrir ósérhlífið starf í þágu dýra og ræddi við gestina um umbætur í dýrahaldi á Íslandi"Ég ber þá von í brjósti að frambjóðendur taki nú velferð dýra inn í málflutning sinn í komandi kosningabarráttu því það hefur aldrei verið brýnna en nú þegar dýravinir eru fyrir hönd margar dýra að berjast við stjórnvöld sem hreinlega leggja ekki við hlustir lengur. Opinber dýravernd hefur aldrei verið jafn slæm og hún er í dag. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Árni Stefán Árnason Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég hef það á tilfinningunni að public persons á Íslandi finnist það hallærislegt að tala opinberlega um dýravernd. Í henni gæti falist gagnrýni, sem er ekki til vinsælda fallin hjá stjórnvöldum og neytendum búfjárafurði. Það er fremur hallærisleg sjálfhverfa. Tveir merkir Íslendingar eru þó ekki undir þá sök seldir, forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og Tryggvi Gunnarsson fyrrverandi þing og athafnamaður. Meira um það síðar. Forsetaframbjóðendur hafa verið duglegir að gagnrýna ýmsar meinsemdir í íslensku samfélagi sem þeir telja að mikilvægt að bregðast við og beita sér gegn fái þeir kosningu auk þess auðvitað að byggja undir það sem gott er og er fjölmargt. Sumir ganga lengra en aðrir. Sumir telja það eitt af mikilvægustu hlutverkum forsetans að setja hemil á tvær greinar ríkisvaldsins, löggjafann og framkvæmdarvaldið, láti þjóðin verulega óánægju sína í ljós. Með þessu vilja þeir verða svokölluð brú á milli þings og þjóðar. Ekki er annað að heyra á þeim en að flestir telji þeir verulega spillingu í landsstjórninni og nefna nokkrir ýmsa málaflokka í því sambandi, með réttu, að mínu mati. Allir eru þeir sammála um að það bera að vernda samfélagið í heild sinni þ.m.t náttúru landsins og einn frambjóðandi hefur gengið svo langt að skilgreina, óbeint, annan frambjóðanda, sem landráðamann með því að stuðla að færslu lands, sjávar og auðlinda til erlendra auðmanna. Annar frambjóðandi hefur dug og kjark til þess að draga klettinn í þjóðtrú Íslendinga, kristnina, inn í sína kosningabarráttu og hikar ekki við að tengja Jesú Krist við framboð sitt. Það finnst mér persónulega, sem kristnum manni, mjög virðingarvert. Ég hef hlustað vandlega á málflutning þeirra frambjóðenda, sem nú liggur fyrir að taki þátt í komandi baráttu því ég tel forsetaembættið vanmetið í þeim skilningi að vald forsetans, skv. II kafla stjórnarskrár lýðveldisins sé miklu meira en flestir telja sér trú um. Ekki einn einasti frambjóðandi, en þeir virðast allir vilja berjast fyrir allt til hinna allra smæstu í samfélaginu, hefur minnst á það að á meðal þeirra allra smæstu er íslenskt búfé, sem meira að segja njóta réttarstöðu skv. ákvörðun Alþingis með setningu laga um velferð dýra. M.ö.o þá er það vilji þingsins og þ.m.t þjóðarinnar að velferðar allra dýra, sem lögin fjalla um, sé gætt til hins ýtrasta. Greind allra frambjóðanda sýnist mér bara vera með hreinum ágætum og ef þeir vilja láta sig samfélagið allt varða og velferð þess þá blasir það auðvitað við að bæta dýralífinu öllu við í þann pakka og leggja áherslu á það. Sú áhersla er ekki fyrir hendi í dag en nú hefst kosningabarátta og ég ber þá von í brjósti að frambjóðendur taki sig nú á og taki dýrin undir sinn verndarvæng eða eins og einn af okkar virtustu þingmönnum eftir aldamótin 1900, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) gerði en um hann stendur skrifað á minnisvarða í Alþingisgarðinum: Og það er víst, ef dýrin mættu mæla, þá mundi verða blessað nafnið þitt Tryggvi var upphafsmaður dýraverndar á Íslandi og í Færeyjum. Hann reisti t.d. spjöld meðfram vegunum frá Reykjavík hvar á var ritað: Gefið hestunum að drekka, svo fátt eitt sé nefnt. Lesa má um afrek Tryggva í 100 ára minningargrein um hann í Fálkinn, 8. árgangur 1935 tölublað 42. Máske forsetaframbjóðendur teldur sig hafa gagn af því.(https://timarit.is/page/4354900#page/n3/mode/2up)Já og þingið sjálft, eftir dauða Tryggva, sá ástæðu til þess að reisa þennan minnisvarða. Því miður hefur áherslum þingsins hrakað í dag. Ljósmyndir úr umræddri minningargrein í Fálkanum Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson gæti þannig verið núverandi frambjóðendum viss fyrirmynd en á vef forsetaembættisins er að finna þessa frétt og ljósmynd frá 10. jan. 2024. ,,Forseti tekur á móti sjálfboðaliðum á vegum dýraverndarsamtaka sem komu að björgun gæludýra og annarra skepna þegar Almannavarnir lýstu yfir neyðarástandi í Grindavík í nóvember. Hátt í 300 dýrum var bjargað úr Grindavík og komið í hendur eigenda þeirra nokkrum dögum eftir að bærinn var rýmdur. Dýraverndunarsamtök héldu utan um lista yfir þau dýr sem urðu eftir, auk þess sem sjálfboðaliðar fengu leyfi til þess að fara inn í bæinn, taka þátt í leit að dýrunum og í sumum tilfellum fara inn á heimili gæludýraeigenda til að sækja dýrin. Að aðgerðunum stóðu samtökin Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Villikettir, Villikanínur, Kattholt og The Bambi Foundation, með stuðningi frá Dýraþjónustu Reykjavíkur og Dýraverndarsambandi Íslands. Forseti færði sjálfboðaliðunum þakkir fyrir ósérhlífið starf í þágu dýra og ræddi við gestina um umbætur í dýrahaldi á Íslandi"Ég ber þá von í brjósti að frambjóðendur taki nú velferð dýra inn í málflutning sinn í komandi kosningabarráttu því það hefur aldrei verið brýnna en nú þegar dýravinir eru fyrir hönd margar dýra að berjast við stjórnvöld sem hreinlega leggja ekki við hlustir lengur. Opinber dýravernd hefur aldrei verið jafn slæm og hún er í dag. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun