„Ég hefði bara átt að taka leikhlé“ Hinrik Wöhler skrifar 23. apríl 2024 22:45 Einar var alls ekki sáttur með hvernig lið sitt lék undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira