Innlent

Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna

Árni Sæberg skrifar
Halla Hrund Logadóttir mælist nú með þriðja mesta fylgið.
Halla Hrund Logadóttir mælist nú með þriðja mesta fylgið.

Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem Ríkisútvarpið greinir frá.

Baldur Þórhallsson fylgir Katrínu fast á hæla með 28 prósent fylgi. Áður mældist hann með 26 prósent. Halla Hrund mælist með þriðja mesta fylgið. Jón Gnarr færist niður úr átján prósent í fimmtán prósent.

Halla Tómasdóttir mælist með fjögur prósent fylgi, Arnar Þór Jónsson með þrjú prósent, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með eitt prósent og aðrir frambjóðendur með minna.

Könnunin var gerð dagana 17. til 22. apríl 2024. Úrtakið var 1.750 og 51,3 prósent tók þátt. Fyrri könnun var gerð dagana 5. til 11. sama mánaðar.

Katrín og Baldur höfða til kvenna en Halla og Jón til karla

Talsverður munur er á því til hvers kyns frambjóðendur sækja fylgi sitt. Konur eru talvert líklegri til þess að kjósa þau Katrínu og Baldur en 38 prósent kvenna segjast myndu kjósa Katrínu og 30 prósent Baldur.

Þau Halla Hrund og Jón njóta frekar stuðnings karla en kvenna. 21 prósent karla segjast munu kjósa Höllu Hrund og tólf prósent kvenna. Sama hlutfall karla segist myndi kjósa Jón en aðeins tíu prósent kvenna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×