Giannis Antetokounmpo var fjarri góðu gamni þegar Milwaukee tók á móti Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA í nótt. En í fjarveru hans tók Lillard við kyndlinum.
Leikstjórnandinn var í miklum ham í fyrri hálfleik og skoraði þá hvorki fleiri né færri en 35 stig. Milwaukee var 69-42 yfir í hálfleik.
Damian Lillard's ELECTRIC 1st half set the @Bucks up to capture Game 1 in Milwaukee
— NBA (@NBA) April 22, 2024
35 PTS | 6 REB | 6 3PM
Game 2: Tuesday, 8:30pm/et on NBA TV pic.twitter.com/jiNOZVRjZB
Lillard skoraði ekki stig í seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Hirtirnir unnu fimmtán stiga sigur, 109-94, og eru komnir í 1-0 í einvíginu.
Khris Middleton skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með fimmtán stig og ellefu fráköst.
Pascal Siakam var langatkvæðamestur hjá Indiana með 36 stig og þrettán fráköst. Tyrese Haliburton hafði mjög hægt um sig, tók bara sjö skot og skoraði níu stig.
Topplið Vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, þurfti að taka á honum stóra sínum gegn New Orleans Pelicans en vann tveggja stiga sigur, 94-92.
Shai Gilgeous-Alexander fór langt með að tryggja OKC sigurinn þegar hann setti niður flotskot þegar hálf mínúta var eftir. Hann skoraði 28 stig og var stigahæstur á vellinum.
SGA (28 PTS) took over in the 4th quarter to lead the @okcthunder to the Game 1 win against the Pelicans
— NBA (@NBA) April 22, 2024
Game 2: Wednesday, 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/T9FvnmgzG3
Jalen Williams skoraði nítján stig fyrir Þrumuna og Chet Holmgren fimmtán. Þetta var fyrsti sigur OKC á heimavelli í úrslitakeppni síðan 2019.
Trey Murphy skoraði 21 stig fyrir Pelikanana og CJ McCollum tuttugu.