Bað Caitlin Clark afsökunar á karlrembunni í sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 08:00 Caitlin Clark sendi hjarta til fjölskyldu sinnar eftir einn leikinn hjá Iowa skólanum. Getty/David K Purdy Blaðamaður í nýrri heimaborg körfuboltastjörnunnar Caitlin Clark hefur beðist afsökunar á hátterni sínu og segir hegðun sína á fyrsta blaðamannafundi körfuboltakonunnar hafa verið heimskulega. Clark var valin fyrst í nýliðavalinu af liði Indiana Fever. Hún er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna í dag og hefur gjörbylt áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum. Nú er komið að því að færa sig úr háskólaboltanum yfir í WNBA atvinnumannadeildina. Á fyrsta blaðamannafundi hennar sem leikmaður Indiana Fever fékk hún mjög furðuleg skilaboð frá Gregg Doyel, blaðamanni Indianapolis Stars blaðsins. Reporter: Caitlin Clark: "You like that?"Reporter: "I like that you're here."Caitlin: "Yeah, I do that at my family after every game. Reporter: "Start doing it to me and we'll get along just fine." Caitlin: (via @IndianaFever / YT)pic.twitter.com/BBjU881K7a— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 17, 2024 Blaðamaðurinn bjó til hjarta úr höndum sínum á fundinum en það er eitthvað sem Clark er vön að gera í átt að fjölskyldu sinni á leikjum. „Ertu hrifinn af þessu,“ spurði Clark á móti. „Ég er hrifinn af því að þú sért komin hingað,“ sagði Gregg Doyel. „Ég geri þetta fyrir fjölskyldu mína eftir hvern leik,“ sagði Clark „Byrjaðu á því að sýna mér hjarta og okkar samskipti verða ávalt góð,“ sagði Gregg Doyel. Man, Gregg Doyel is such a weirdo. He was referring to Caitlin Clark's gesture in this exchange. She's gonna have a restraining order against him by the end of the preseason. pic.twitter.com/Nx8w3x9WbD— Joshua Sánchez (@jnsanchez) April 17, 2024 Clark varð skiljanlega vandræðaleg og undrandi á þessum orðum blaðamannsins. Doyel fékk skiljanlega líka mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum og var kallaður bæði karlremba og öfuguggi meira að segja stundum bæði í einu. Kollegar hans í hinum fjölmiðlum landsins voru einnig harðorðir. Gregg Doyel baðst afsökunar á samfélagmiðlinum X. „Í dag bauð ég Caitlin Clark velkomna til Indy með mínum einstaka og heimskulega hætti eða með því að mynda hjarta með höndunum mínum. Orð mín á eftir voru klúðursleg og óviðeigandi. Ég biðst innilega afsökunar á þeim,“ skrifaði Doyel. Hann lofaði líka að bæta ráð sitt og gera betur í framtíðinni. Dave Portnoy blasts pervert Indy Star columnist Gregg Doyel for creepy Caitlin Clark exchange https://t.co/1Kh5MNG8zs pic.twitter.com/x7FDJnyZbF— New York Post (@nypost) April 19, 2024 WNBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Clark var valin fyrst í nýliðavalinu af liði Indiana Fever. Hún er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna í dag og hefur gjörbylt áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum. Nú er komið að því að færa sig úr háskólaboltanum yfir í WNBA atvinnumannadeildina. Á fyrsta blaðamannafundi hennar sem leikmaður Indiana Fever fékk hún mjög furðuleg skilaboð frá Gregg Doyel, blaðamanni Indianapolis Stars blaðsins. Reporter: Caitlin Clark: "You like that?"Reporter: "I like that you're here."Caitlin: "Yeah, I do that at my family after every game. Reporter: "Start doing it to me and we'll get along just fine." Caitlin: (via @IndianaFever / YT)pic.twitter.com/BBjU881K7a— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 17, 2024 Blaðamaðurinn bjó til hjarta úr höndum sínum á fundinum en það er eitthvað sem Clark er vön að gera í átt að fjölskyldu sinni á leikjum. „Ertu hrifinn af þessu,“ spurði Clark á móti. „Ég er hrifinn af því að þú sért komin hingað,“ sagði Gregg Doyel. „Ég geri þetta fyrir fjölskyldu mína eftir hvern leik,“ sagði Clark „Byrjaðu á því að sýna mér hjarta og okkar samskipti verða ávalt góð,“ sagði Gregg Doyel. Man, Gregg Doyel is such a weirdo. He was referring to Caitlin Clark's gesture in this exchange. She's gonna have a restraining order against him by the end of the preseason. pic.twitter.com/Nx8w3x9WbD— Joshua Sánchez (@jnsanchez) April 17, 2024 Clark varð skiljanlega vandræðaleg og undrandi á þessum orðum blaðamannsins. Doyel fékk skiljanlega líka mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum og var kallaður bæði karlremba og öfuguggi meira að segja stundum bæði í einu. Kollegar hans í hinum fjölmiðlum landsins voru einnig harðorðir. Gregg Doyel baðst afsökunar á samfélagmiðlinum X. „Í dag bauð ég Caitlin Clark velkomna til Indy með mínum einstaka og heimskulega hætti eða með því að mynda hjarta með höndunum mínum. Orð mín á eftir voru klúðursleg og óviðeigandi. Ég biðst innilega afsökunar á þeim,“ skrifaði Doyel. Hann lofaði líka að bæta ráð sitt og gera betur í framtíðinni. Dave Portnoy blasts pervert Indy Star columnist Gregg Doyel for creepy Caitlin Clark exchange https://t.co/1Kh5MNG8zs pic.twitter.com/x7FDJnyZbF— New York Post (@nypost) April 19, 2024
WNBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira