„Erum að spila á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og þurfum að vera klárar“ Stefán Marteinn skrifar 16. apríl 2024 22:35 Emilie Hesseldal og Ásta Júlía í baráttu. Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Njarðvík kjöldróg Valsliðið í Ljónagryfjunni í kvöld 92-59 þegar liðin mættust í þriðja leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. „Frábært en við megum ekki fara of langt fram úr okkur. Við sáum í leik tvö hvernig þær komu til baka eftir að við hefðum unnið þær stórt í leiknum á undan svo við þurfum að halda rónni og sækja sigur í leik fjögur,“ sagði Emilie Hesseldal leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir svekkjandi leik tvö var mikilvægt að svara fyrir tapið með góðum sigri í kvöld. „Það var mjög mikilvægt fyrir sjálfstraustið og einnig komandi inn í leik fjögur núna að vera í bílstjórasætinu. Við vitum að við erum að spila á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og við þurfum að vera klárar. Við sáum hvernig þær mættu til leiks á heimavelli og við þurfum að vera tilbúnar.“ Njarðvíkurliðið spilaði vel í kvöld og voru margir leikmenn sem komust á blað. Emilie Hesseldal sagði það lykilinn af sigrinum í kvöld. „Ég held að næstum allir hafi komist á blað í kvöld. Við fengum framlag frá mörgum. Þetta voru ekki bara 1-2 leikmenn sem þurfti að stoppa, það þurfti að reyna stoppa marga leikmenn í kvöld sem komust í tveggja stafa tölu og ég held að það hafi siglt þessu heim í kvöld.“ Rúnar Ingi hefur verið líflegur á hliðarlínunni og mjög kröfuharður. „Hann er mjög krefjandi þegar við stígum ekki upp en er mjög hvetjandi þegar við erum að standa okkur vel. Þannig svo lengi sem við stöndum okkur vel þá erum við góð. Hann mun krefjast meira frá okkur þegar hann sér að við erum ekki að spila eftir bestu getu.“ Rúnar Ingi hefur oft talað um það í vetur hver markmið liðsins eru og eru þau að landa þeim stóra þegar uppi ser staðið. Setur það ekki neina auka pressu á liðið? „Við tökum þetta bara einn leik í einu. Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og ég held að í stóra samhenginu vilja allar vinna Íslandsmeistaratitilinn en við vitum líka hvað er í vændum svo við þurfum bara að halda einbeitingu og standa saman. “ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
„Frábært en við megum ekki fara of langt fram úr okkur. Við sáum í leik tvö hvernig þær komu til baka eftir að við hefðum unnið þær stórt í leiknum á undan svo við þurfum að halda rónni og sækja sigur í leik fjögur,“ sagði Emilie Hesseldal leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir svekkjandi leik tvö var mikilvægt að svara fyrir tapið með góðum sigri í kvöld. „Það var mjög mikilvægt fyrir sjálfstraustið og einnig komandi inn í leik fjögur núna að vera í bílstjórasætinu. Við vitum að við erum að spila á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og við þurfum að vera klárar. Við sáum hvernig þær mættu til leiks á heimavelli og við þurfum að vera tilbúnar.“ Njarðvíkurliðið spilaði vel í kvöld og voru margir leikmenn sem komust á blað. Emilie Hesseldal sagði það lykilinn af sigrinum í kvöld. „Ég held að næstum allir hafi komist á blað í kvöld. Við fengum framlag frá mörgum. Þetta voru ekki bara 1-2 leikmenn sem þurfti að stoppa, það þurfti að reyna stoppa marga leikmenn í kvöld sem komust í tveggja stafa tölu og ég held að það hafi siglt þessu heim í kvöld.“ Rúnar Ingi hefur verið líflegur á hliðarlínunni og mjög kröfuharður. „Hann er mjög krefjandi þegar við stígum ekki upp en er mjög hvetjandi þegar við erum að standa okkur vel. Þannig svo lengi sem við stöndum okkur vel þá erum við góð. Hann mun krefjast meira frá okkur þegar hann sér að við erum ekki að spila eftir bestu getu.“ Rúnar Ingi hefur oft talað um það í vetur hver markmið liðsins eru og eru þau að landa þeim stóra þegar uppi ser staðið. Setur það ekki neina auka pressu á liðið? „Við tökum þetta bara einn leik í einu. Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og ég held að í stóra samhenginu vilja allar vinna Íslandsmeistaratitilinn en við vitum líka hvað er í vændum svo við þurfum bara að halda einbeitingu og standa saman. “
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira