„Ég held að þetta komi bara með reynslunni“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2024 21:41 Daníel Andri á hliðarlínunni í Höllinni fyrr í vetur Vísir/Pawel Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, er kominn í snemmbúið sumarfrí eftir tap gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Þórsarar voru nýliðar í deildinni en létu finna vel fyrir sér. Tapið í þessari seríu sat í Daníel sem sagðist vera barnalega tapsár en hann er sáttur við tímabilið í heild. „Ég er alveg barnalega tapsár, sama hvern ég er að spila við. En ég var inni í klefa að minna stelpurnar á það sem við höfðum náð á þessu tímabili. Við vorum nú bara í baráttu um efri hlutann þegar eitt atvinnumannagildið okkar fór bara rétt fyrir gluggalok.“ „Við vissum að þetta yrði erfiðara seinni hlutann af tímabilinu en komum okkur samt í bikarúrslit. Þetta lið var bara endurvakið fyrir þremur árum og við erum bara að taka þetta í litlum skrefum og eru kannski bara á öðrum stað í okkar vegferð heldur en Grindavík og þessi topplið akkúrat núna.“ Það er vissulega ágætis árangur hjá nýliðum að ná í bikarúrslitaleik og komast í úrslitakeppni og Daníel sagðist líta á þetta tímabil sem stórt innlegg í reynslubankann fræga. „Það voru alltaf háleit markmið um að efri hlutann og við vorum á góðu róli að komast þangað. Á fyrsta tímabili vill maður bara spila við þessar bestu, fá reynsluna og byggja ofan á það, safna sjálfstrausti og sérstaklega fyrir næsta tímabil. Að Þór geti gert betri hluti á næsta ári og með hverju árinu.“ Næst barst umræðan að leik kvöldsins og seríunni í heild, sem má kannski draga saman með þeim orðum að Grindavík hafi einfaldlega verið númeri og stórar fyrir nýliðana. „Þær eru klárlega dýpri en við á bekknum en kannski ekki endilega dýpri heldur með fleiri leikmenn sem eru til í að skora og láta finna fyrir sér. Ég held að þetta komi bara með reynslunni“. Allar þessar stelpur sem eru í róteringu hjá Grindavík hafa spilað, sumar bara lengi, í efstu deild en hjá okkur eru bara einhverjar ein tvær með einhverja reynslu af ruslamínútum. Við erum bara að safna reynslu og vonandi verðum við á svipuðum stað og þær á næsta tímabili.“ Daníel gerði tveggja ára samning við Þór sumarið 2022 og segist hafa hug á því að halda áfram með liðið og halda áfram að byggja á því starfi sem hann hefur lagt inn síðustu tímabil. „Við erum allavega í viðræðum með það. Ég bara vona það, það er langbest að vera á Akureyri. Besta veðrið og fallegasta útsýnið. Vonandi náum við að ganga frá einhverju þar. Ég held að við höldum í megnið af hópnum okkar og komum bara sterkar til baka.“ Körfubolti Þór Akureyri Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Þórsarar voru nýliðar í deildinni en létu finna vel fyrir sér. Tapið í þessari seríu sat í Daníel sem sagðist vera barnalega tapsár en hann er sáttur við tímabilið í heild. „Ég er alveg barnalega tapsár, sama hvern ég er að spila við. En ég var inni í klefa að minna stelpurnar á það sem við höfðum náð á þessu tímabili. Við vorum nú bara í baráttu um efri hlutann þegar eitt atvinnumannagildið okkar fór bara rétt fyrir gluggalok.“ „Við vissum að þetta yrði erfiðara seinni hlutann af tímabilinu en komum okkur samt í bikarúrslit. Þetta lið var bara endurvakið fyrir þremur árum og við erum bara að taka þetta í litlum skrefum og eru kannski bara á öðrum stað í okkar vegferð heldur en Grindavík og þessi topplið akkúrat núna.“ Það er vissulega ágætis árangur hjá nýliðum að ná í bikarúrslitaleik og komast í úrslitakeppni og Daníel sagðist líta á þetta tímabil sem stórt innlegg í reynslubankann fræga. „Það voru alltaf háleit markmið um að efri hlutann og við vorum á góðu róli að komast þangað. Á fyrsta tímabili vill maður bara spila við þessar bestu, fá reynsluna og byggja ofan á það, safna sjálfstrausti og sérstaklega fyrir næsta tímabil. Að Þór geti gert betri hluti á næsta ári og með hverju árinu.“ Næst barst umræðan að leik kvöldsins og seríunni í heild, sem má kannski draga saman með þeim orðum að Grindavík hafi einfaldlega verið númeri og stórar fyrir nýliðana. „Þær eru klárlega dýpri en við á bekknum en kannski ekki endilega dýpri heldur með fleiri leikmenn sem eru til í að skora og láta finna fyrir sér. Ég held að þetta komi bara með reynslunni“. Allar þessar stelpur sem eru í róteringu hjá Grindavík hafa spilað, sumar bara lengi, í efstu deild en hjá okkur eru bara einhverjar ein tvær með einhverja reynslu af ruslamínútum. Við erum bara að safna reynslu og vonandi verðum við á svipuðum stað og þær á næsta tímabili.“ Daníel gerði tveggja ára samning við Þór sumarið 2022 og segist hafa hug á því að halda áfram með liðið og halda áfram að byggja á því starfi sem hann hefur lagt inn síðustu tímabil. „Við erum allavega í viðræðum með það. Ég bara vona það, það er langbest að vera á Akureyri. Besta veðrið og fallegasta útsýnið. Vonandi náum við að ganga frá einhverju þar. Ég held að við höldum í megnið af hópnum okkar og komum bara sterkar til baka.“
Körfubolti Þór Akureyri Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti