Handbolti

KA komið í sumar­frí en FH heldur á­fram

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Deildarmeistarar FH tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar.
Deildarmeistarar FH tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. vísir / hulda margrét

FH tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís deildar karla með 25-19 sigri gegn KA fyrir norðan. Fyrri leikurinn vannst 30-28 í Hafnarfirði. 

FH var með yfirhöndina frá upphafi í dag og heimamenn veittu þeim litla viðspyrnu. FH var 16-10 yfir í hálfleik og hélt þeirri sex marka forystu út leikinn, lokatölur 25-19. 

Aron Pálmarsson var að vana markahæstur í liði FH, 8 mörk úr 13 skotum og 5 stoðsendingar að auki. Jón Bjarni Ólafsson átti líka frábæran leik og var með fullkomna skotnýtingu, 6 mörk úr 6 skotum. Magnús Dagur Jónatansson varð markahæstur hjá KA með 6 mörk úr 9 skotum. 

Daníel Freyr Andrésson varði vel í marki FH, 14 skot af 32 (43,8%) en kollegi hans hjá KA, Bruno Bernat, gerði enn betur og varði 15 skot af 28 (53,6%). 

FH er eins og áður segir komið í undanúrslit. Þeir mæta næst annað hvort Haukum eða ÍBV, liðunum sem léku til úrslita í fyrra. ÍBV er 1-0 yfir þar en annar leikur liðanna hefst klukkan 16:00. 

Í undanúrslitum mun þurfa þrjá sigurleiki til að vinna einvígi. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×