„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 11:30 Valur Orri Valsson átti gott spjall við sérfræðinga Körfuboltakvölds eftir sigurinn gegn Tindastóli í Smáranum í gærkvöld. Stöð 2 Sport Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira