Metamfetamín felldi markvörðinn Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 08:30 Nikola Portner er í slæmum málum eftir að hafa orðið uppvís að neyslu metamfetamíns. Getty/Lars baron Nýjar upplýsingar hafa nú komið fram varðandi það af hverju liðsfélagi Íslendinganna hjá Evrópumeisturum Magdeburg, markvörðurinn Nikola Portner, féll á lyfjaprófi. Þýska lyfjaeftirlitið hefur nú staðfest við þýska fjölmiðla að það sem felldi Portner hafi verið örvandi efnið metamfetamín, sem greindist í prufu úr honum. Efnið er flokkað með efnum á borð við amfetamín og kókaín en er enn sterkara og meira ávanabindandi. Ekki er búið að dæma Portner en hann er þó kominn í hlé frá æfingum og keppni á meðan að málið er til meðferðar. Hann á rétt á að andmæla og fara fram á að B-sýni verði skoðað en sagan sýnir að allar líkur eru á að það sýni skili sömu niðurstöðu. Gæti hafa grætt á að nota efnið Þýski lyfjasérfræðingurinn Fritz Sörgel segir við fréttaveituna dpa að Portner gæti vel hafa grætt á því að nota metamfetamín fyrir leik. Það geti til að mynda aukið viðbragð. „Markvörður sem nær að hreyfa hendurnar 1/10 úr sekúndu hraðar, gæti þannig náð að verja vítakast,“ bendir Sörgel á. Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss. Magdeburg þarf nú að reiða sig alfarið á Spánverjann Sergey Hernandez í þeirri titlabaráttu sem fram undan er hjá liðinu, og þar er næst á dagskrá bikarhelgin í Þýskalandi en Magdeburg mætir Füchse Berlín í stórleik í undanúrslitum á morgun. Fullyrti að hann hefði engar reglur brotið Þegar fyrstu fréttir bárust af því að Portner hefði fallið á lyfjaprófi, áður en ljóst var hvaða efni felldi hann, sagði hann tíðindin koma sér í opna skjöldu. Hann hélt fram sakleysi sínu í skrifum á Instagram: „Kæra Magdeburg og svissneska handboltafjölskylda, kæru stuðningsmenn. Því miður verð ég að segja ykkur þetta: Ég hef fengið að vita að sýni úr mér virðist skila „niðurstöðum sem eru ekki venjulegar“ og þess vegna þarf að bregðast við því. Ég er í algjöru áfalli yfir þessum upplýsingum. Mér þykir fyrir því að þessi staða hafi komið upp og ég mun gera allt sem ég get til að sýna að ég hef ekki brotið neinar reglur um lyfjamál, hef alltaf hagað mér í samræmi við gildi íþrótta og mun áfram gera það.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Þýska lyfjaeftirlitið hefur nú staðfest við þýska fjölmiðla að það sem felldi Portner hafi verið örvandi efnið metamfetamín, sem greindist í prufu úr honum. Efnið er flokkað með efnum á borð við amfetamín og kókaín en er enn sterkara og meira ávanabindandi. Ekki er búið að dæma Portner en hann er þó kominn í hlé frá æfingum og keppni á meðan að málið er til meðferðar. Hann á rétt á að andmæla og fara fram á að B-sýni verði skoðað en sagan sýnir að allar líkur eru á að það sýni skili sömu niðurstöðu. Gæti hafa grætt á að nota efnið Þýski lyfjasérfræðingurinn Fritz Sörgel segir við fréttaveituna dpa að Portner gæti vel hafa grætt á því að nota metamfetamín fyrir leik. Það geti til að mynda aukið viðbragð. „Markvörður sem nær að hreyfa hendurnar 1/10 úr sekúndu hraðar, gæti þannig náð að verja vítakast,“ bendir Sörgel á. Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss. Magdeburg þarf nú að reiða sig alfarið á Spánverjann Sergey Hernandez í þeirri titlabaráttu sem fram undan er hjá liðinu, og þar er næst á dagskrá bikarhelgin í Þýskalandi en Magdeburg mætir Füchse Berlín í stórleik í undanúrslitum á morgun. Fullyrti að hann hefði engar reglur brotið Þegar fyrstu fréttir bárust af því að Portner hefði fallið á lyfjaprófi, áður en ljóst var hvaða efni felldi hann, sagði hann tíðindin koma sér í opna skjöldu. Hann hélt fram sakleysi sínu í skrifum á Instagram: „Kæra Magdeburg og svissneska handboltafjölskylda, kæru stuðningsmenn. Því miður verð ég að segja ykkur þetta: Ég hef fengið að vita að sýni úr mér virðist skila „niðurstöðum sem eru ekki venjulegar“ og þess vegna þarf að bregðast við því. Ég er í algjöru áfalli yfir þessum upplýsingum. Mér þykir fyrir því að þessi staða hafi komið upp og ég mun gera allt sem ég get til að sýna að ég hef ekki brotið neinar reglur um lyfjamál, hef alltaf hagað mér í samræmi við gildi íþrótta og mun áfram gera það.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira