„Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri“ Stefán Marteinn skrifar 9. apríl 2024 22:01 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni. Vísir/Diego Keflavík lagði Fjölni af velli 83-58 í fyrsta leik liðana í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira