Nestið hennar Katrínar Sigurjón Þórðarson skrifar 9. apríl 2024 11:31 Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar