Handbolti

Óðinn Þór nálgast undanúrslitin í Sviss

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór og hans gyllta vinstri hendi.
Óðinn Þór og hans gyllta vinstri hendi. Vísir/Vilhelm

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten unnu góðan sjö marka sigur á Wacker Thun í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum efstu deildar Sviss í handknattleik. Kadetten er einum sigri frá sæti í undanúrslitum.

Sigur kvöldsins var nokkuð öruggur, lokatölur 30-23. Kadetten getur því tryggt sér sæti í undanúrslitum þegar liðin mætast að nýju á fimmtudaginn kemur.

Óðinn Þór Ríkharðsson var heldur rólegur á eigin mælikvarða en hann skoraði fimm mörk í kvöld. Fjögur markanna komu úr vítaköstum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×