Sport

Banna Ólympíu­meistaranum að taka þátt í ÓL í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Abdulrashid Sadulaev með Ólympíugullið sitt frá því á leikunum í Ríó 2016.
Abdulrashid Sadulaev með Ólympíugullið sitt frá því á leikunum í Ríó 2016. Getty/Clive Brunskill

Rússneski glímumaðurinn Abdulrashid Sadulayev verður ekki meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann fær ekki að keppa í undankeppninni í Aserbaísjan um helgina.

Vefsíðan Inside the Games segir frá því að rússneska glímusambandið hafi staðfest höfnun Alþjóða Ólympíunefndarinnar á umsókn íþróttamannsins sem er einn sá besti í greininni undanfarin áratug.

„Eftir annað yfirlit yfir staðreyndir þá hefur IOC gefið út nýjan lista með íþróttafólki sem má ekki taka þátt í Ólympíuleikunum. Því miður, er fyrirliði liðins og tvöfaldur Ólympíumeistari, Abdulrashid Sadulayev, á þeim lista,“ skrifar rússneska sambandið á heimasíðu sinni.

Sadulayev var settur á listann vegna stuðning hans við innrás Rússa í Úkraínu.

Allir keppendur frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi þurfa að keppa undir hlutlausum fána á leikunum og mega ekki hafa stutt eða tekið þátt í innrás Rússa.

Sadulayev er ein stærsta glímustjarna heims en hann vann Ólympíugull bæði 2016 og 2021. Eins hefur hann unnið fjögur gull á heimsmeistaramótum og fjögur gull á Evrópumeistaramótum.

Sadulayev er 27 ára gamall og hefur viðurnefnið rússneski skriðdrekinn. Hann er efstur á heimslistanum í sínum þyngdarflokki. Hann vann Ólympíugull í 86 kílóa flokki árið 2016 og gull í 97 kílóa flokki árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×