Sauðkindin - listir og Mogginn Birgir Dýrförð skrifar 4. apríl 2024 12:31 Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun