Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 11:16 Baldur Þór Ragnarsson og Ólafur Jónas Sigurðsson taka til starfa í Garðabæ frá og með næstu leiktíð. Samsett/Bára Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. Baldur Þór Ragnarsson mun taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu, samvæmt heimildum. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, vildi hvorki játa þessu né neita en sagði stutt í að tilkynnt yrði um nýja þjálfara félagsins. Baldur og Ólafur taka við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt báðum liðum undanfarin misseri en hættir í vor og hefur þá störf hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Baldur snýr því heim til Íslands eftir að hafa síðustu tvö ár búið í Þýskalandi og þjálfað hjá Ratiopharm Ulm. Þar hefur hann stýrt yngri flokkum og einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði Baldur lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. Ólafur Jónas tók sér hlé frá þjálfun eftir síðustu leiktíð, eftir að hafa stýrt kvennaliði Vals til Íslandsmeistaratitils í annað sinn á þremur árum. Kvennalið Stjörnunnar, sem þar til í desember lék undir stjórn Arnars og Auðar Írisar Ólafsdóttur, endaði í 5. sæti deildakeppni Subway-deildarinnar. Liðið hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn, þegar það sækir Hauka heim í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Karlalið Stjörnunnar er hins vegar í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þarf á sigri að halda gegn Breiðabliki í kvöld, auk þess að treysta á að Tindastóll tapi gegn Hamri eða að Höttur vinni Álftanes. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01 Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Baldur Þór Ragnarsson mun taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu, samvæmt heimildum. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, vildi hvorki játa þessu né neita en sagði stutt í að tilkynnt yrði um nýja þjálfara félagsins. Baldur og Ólafur taka við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt báðum liðum undanfarin misseri en hættir í vor og hefur þá störf hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Baldur snýr því heim til Íslands eftir að hafa síðustu tvö ár búið í Þýskalandi og þjálfað hjá Ratiopharm Ulm. Þar hefur hann stýrt yngri flokkum og einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði Baldur lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. Ólafur Jónas tók sér hlé frá þjálfun eftir síðustu leiktíð, eftir að hafa stýrt kvennaliði Vals til Íslandsmeistaratitils í annað sinn á þremur árum. Kvennalið Stjörnunnar, sem þar til í desember lék undir stjórn Arnars og Auðar Írisar Ólafsdóttur, endaði í 5. sæti deildakeppni Subway-deildarinnar. Liðið hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn, þegar það sækir Hauka heim í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Karlalið Stjörnunnar er hins vegar í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þarf á sigri að halda gegn Breiðabliki í kvöld, auk þess að treysta á að Tindastóll tapi gegn Hamri eða að Höttur vinni Álftanes.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01 Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01
Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00
Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53