Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 11:16 Baldur Þór Ragnarsson og Ólafur Jónas Sigurðsson taka til starfa í Garðabæ frá og með næstu leiktíð. Samsett/Bára Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. Baldur Þór Ragnarsson mun taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu, samvæmt heimildum. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, vildi hvorki játa þessu né neita en sagði stutt í að tilkynnt yrði um nýja þjálfara félagsins. Baldur og Ólafur taka við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt báðum liðum undanfarin misseri en hættir í vor og hefur þá störf hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Baldur snýr því heim til Íslands eftir að hafa síðustu tvö ár búið í Þýskalandi og þjálfað hjá Ratiopharm Ulm. Þar hefur hann stýrt yngri flokkum og einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði Baldur lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. Ólafur Jónas tók sér hlé frá þjálfun eftir síðustu leiktíð, eftir að hafa stýrt kvennaliði Vals til Íslandsmeistaratitils í annað sinn á þremur árum. Kvennalið Stjörnunnar, sem þar til í desember lék undir stjórn Arnars og Auðar Írisar Ólafsdóttur, endaði í 5. sæti deildakeppni Subway-deildarinnar. Liðið hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn, þegar það sækir Hauka heim í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Karlalið Stjörnunnar er hins vegar í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þarf á sigri að halda gegn Breiðabliki í kvöld, auk þess að treysta á að Tindastóll tapi gegn Hamri eða að Höttur vinni Álftanes. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01 Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Baldur Þór Ragnarsson mun taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu, samvæmt heimildum. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, vildi hvorki játa þessu né neita en sagði stutt í að tilkynnt yrði um nýja þjálfara félagsins. Baldur og Ólafur taka við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt báðum liðum undanfarin misseri en hættir í vor og hefur þá störf hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Baldur snýr því heim til Íslands eftir að hafa síðustu tvö ár búið í Þýskalandi og þjálfað hjá Ratiopharm Ulm. Þar hefur hann stýrt yngri flokkum og einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði Baldur lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. Ólafur Jónas tók sér hlé frá þjálfun eftir síðustu leiktíð, eftir að hafa stýrt kvennaliði Vals til Íslandsmeistaratitils í annað sinn á þremur árum. Kvennalið Stjörnunnar, sem þar til í desember lék undir stjórn Arnars og Auðar Írisar Ólafsdóttur, endaði í 5. sæti deildakeppni Subway-deildarinnar. Liðið hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn, þegar það sækir Hauka heim í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Karlalið Stjörnunnar er hins vegar í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þarf á sigri að halda gegn Breiðabliki í kvöld, auk þess að treysta á að Tindastóll tapi gegn Hamri eða að Höttur vinni Álftanes.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01 Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01
Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00
Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53