Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 12:00 Caitlin Clark er frábær leikmaður og stórkostleg skytta. AP/Matthew Putney Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq segist hundrað prósent Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq segist hundrað prósent Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira