Kallaði dómarana og fjölskyldur þeirra tíkur Siggeir Ævarsson skrifar 29. mars 2024 21:46 Kelly Oubre Jr. er leikmaður 76ers Mike Mulholland/Getty Images Kelly Oubre Jr., leikmaður 76ers í NBA-deildinni, vandaði dómurunum í leik 76ers og Clippers aðfararnótt fimmtudags ekki kveðjunnar en hann kallaði hvern og einn þeirra tík og nokkra úr stjórfjölskyldum þeirra einnig. Leikurinn var æsispennandi en þegar 15 sekúndur voru eftir keyrði Kawhi Leonard, leikmaður Clippers, á körfuna og sótti körfu og villu á Oubre. Hann var augljóslega ósáttur með dóminn en þetta var þó aðeins upphitun fyrir það sem á eftir kom. Leonard kom Clippers einu stigi yfir og í næstu sókn keyrði Oubre á körfuna. Þar vildi hann fá villu en í staðinn var dæmt uppkast. Aftur náðu 76ers boltanum og aftur keyrði Oubre á körfuna og jú, þið giskuð á það, aftur var ekkert dæmt og sigurinn rann 76ers úr greipum. Nick Nurse, þjálfari 76ers, var algjörlega brjálaður í leikslok og lét dómarana heyra það ásamt Oubre og uppskáru þeir báðir 50.000 dollara sekt að launum. Orðin sem Oubre valdi hafa þó vakið töluverða athygli en hann gekk upp að hverjum dómara og sagði: „You a bitch!“ - eða „Þú ert tík!“ You a bitch. You a bitch. You a bitch. Kelly Oubre walked up to every ref pic.twitter.com/duGqwWYZc8— Kyle Pagan (@CBKylePagan) March 28, 2024 Til þess að setja punktinn svo yfir i-ið og koma skoðunum sína fyllilega á framfæri bætti hann svo við: „Ya mom’s a bitch. Your dad’s a bitch. Your grandma’s a bitch.“ - Eða á okkar ástkæra ylhýra: „Mamma þín er tík. Pabbi þinn er tík. Amma þín er tík.“ Oubre uppskar eins og áður sagði 50.000 dollara sekt fyrir dónaskapinn, sem samsvarar um sjö milljónum íslenskra króna. Oubre er þó með rúmar 400 milljónir í árslaun svo að mögulega fannst honum þessum peningum vel varið í ljósi aðstæðna. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Leikurinn var æsispennandi en þegar 15 sekúndur voru eftir keyrði Kawhi Leonard, leikmaður Clippers, á körfuna og sótti körfu og villu á Oubre. Hann var augljóslega ósáttur með dóminn en þetta var þó aðeins upphitun fyrir það sem á eftir kom. Leonard kom Clippers einu stigi yfir og í næstu sókn keyrði Oubre á körfuna. Þar vildi hann fá villu en í staðinn var dæmt uppkast. Aftur náðu 76ers boltanum og aftur keyrði Oubre á körfuna og jú, þið giskuð á það, aftur var ekkert dæmt og sigurinn rann 76ers úr greipum. Nick Nurse, þjálfari 76ers, var algjörlega brjálaður í leikslok og lét dómarana heyra það ásamt Oubre og uppskáru þeir báðir 50.000 dollara sekt að launum. Orðin sem Oubre valdi hafa þó vakið töluverða athygli en hann gekk upp að hverjum dómara og sagði: „You a bitch!“ - eða „Þú ert tík!“ You a bitch. You a bitch. You a bitch. Kelly Oubre walked up to every ref pic.twitter.com/duGqwWYZc8— Kyle Pagan (@CBKylePagan) March 28, 2024 Til þess að setja punktinn svo yfir i-ið og koma skoðunum sína fyllilega á framfæri bætti hann svo við: „Ya mom’s a bitch. Your dad’s a bitch. Your grandma’s a bitch.“ - Eða á okkar ástkæra ylhýra: „Mamma þín er tík. Pabbi þinn er tík. Amma þín er tík.“ Oubre uppskar eins og áður sagði 50.000 dollara sekt fyrir dónaskapinn, sem samsvarar um sjö milljónum íslenskra króna. Oubre er þó með rúmar 400 milljónir í árslaun svo að mögulega fannst honum þessum peningum vel varið í ljósi aðstæðna.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira