Danirnir ánægðir með Guðmund: „Enginn að kvarta yfir þessu hér“ Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 10:01 Guðmundur Guðmundsson á að baki margra ára feril í handboltanum og er hvergi nærri hættu. Ástríðan mikla er enn til staðar. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson á að baki langan og farsælan feril í handboltanum. Fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Þrátt fyrir þennan langa feril er Guðmundur hvergi nærri því að fá nóg af öllu þessu handboltabrölti. Hann finnur fyrir gríðarlegri ástríðu fyrir sínu starfi. Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira