Leitum lausna – í sátt og samlyndi Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 25. mars 2024 10:01 Íslenskan í vanda um þessar mundir – við erum í vanda. Það hefur komið fram í umræðum undanfarið, á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og víðar, að mikið og vaxandi óþol ríkir gagnvart enskunotkun á Íslandi, ekki síst á kaffihúsum, veitingahúsum og í verslunum þar sem oft er ekki hægt að fá afgreiðslu á íslensku. Ég skil þetta óþol vel og hef fundið fyrir þessari tilfinningu sjálfur á ferðum um landið undanfarin ár. Íslenska er opinbert mál landsins og það er ekkert óeðlilegt að fólk geri ráð fyrir og ætlist til að geta notað íslensku við kaup á vörum og þjónustu. Sumt eldra fólk býr ekki heldur yfir nægilegri enskukunnáttu til að eiga auðvelt með að skilja matseðla sem eru eingöngu á ensku eða ræða á ensku við afgreiðslufólk. Þess vegna er ástæðulaust og rangt að gera lítið úr þessu óþoli – það á sér skiljanlegar skýringar. Hins vegar mega eðlilegar kröfur fólks um að geta notað íslensku alls ekki bitna á því erlenda starfsfólki sem um ræðir og hefur verið ráðið til starfa án þess að krafa hafi verið gerð um íslenskukunnáttu. Það vinnur oft langan vinnudag og óraunhæft að gera ráð fyrir að það stundi íslenskunám með vinnunni. Til þess gefst ekki tími, auk þess sem framboð á heppilegri kennslu og kennsluefni er dapurlega lítið. Það versta er ef óþol fólks brýst út sem útlendingaandúð sem stundum örlar á. Það er ekki bara vont fyrir fólkið sem það bitnar á – það er líka vont fyrir íslenskuna vegna þess að hætta er á að það veki mótþróa gagnvart íslensku og íslenskunámi. Á þessu er engin einföld lausn til – allra síst sú að amast við útlendingum í afgreiðslustörfum. Við þurfum á þeim að halda til að halda hagkerfinu gangandi. Þeir vinna störf sem Íslendingar geta ekki mannað – eða vilja ekki vinna. Rekstraraðilar veitingahúsa segjast ekkert geta gert – þeir fái ekki Íslendinga til starfa, og það sé óraunhæft að gera ráð fyrir að erlent starfsfólk læri íslensku. Það er samt engin afsökun fyrir því að hafa matseðla eingöngu á ensku eins og ýmis dæmi eru um. Ég held líka að það væri hægt að gera mun meira – kenna erlendu starfsfólki grundvallarorðaforða starfsins sem um er að ræða. Það á alveg að vera hægt að kenna fólki að heilsa og þakka fyrir, kenna því íslensk heiti á helstu réttum sem staðurinn býður upp á, o.s.frv. En þá verða Íslendingar líka að koma til móts við fólk sem reynir að tala íslensku. Ég vonast til að viðleitni erlends starfsfólks til að tala íslensku myndi gera viðskiptavini jákvæðari í garð fólksins, en sumum útlendingum finnst það jafnvel gera illt verra að reyna að tala íslensku í stað þess að halda sig við enskuna því að þá fái þau oft á sig óvægna gagnrýni fyrir lélegan framburð, rangar beygingar, vitlaus orð o.s.frv. Það er gífurlega mikilvægt að Íslendingar breyti viðhorfi sínu til „ófullkominnar“ íslensku, séu jákvæðir þegar fólk reynir að tala málið, sýni því þolinmæði og leitist við að liðsinna því og hvetja það áfram. Það er ekki vænlegt til árangurs að bregðast við ensku með því að strunsa út af staðnum. Það kemur íslenskunni ekki að gagni. Við eigum nefnilega engan annan kost en finna raunhæfa lausn sem sættir ólík sjónarmið. Lausn sem tekur mið af því að enskan er komin til að vera í íslensku málsamfélagi og hér mun áfram verða fólk í afgreiðslustörfum sem ekki talar fullkomna íslensku – en jafnframt af því að íslenska er opinbert mál landsins sem mikilvægt er að unnt sé að nota á öllum sviðum, og það er eðlileg ósk fólks að geta notað málið í einföldum samskiptum við útlendinga. Lausnin hlýtur annars vegar að byggjast á því að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku, og því auðveldað það á ýmsan hátt, og hins vegar á breyttu viðhorfi Íslendinga til útlendinga og „ófullkominnar“ íslensku. Lykilatriðin hljóta alltaf að vera umburðarlyndi, virðing og tillitssemi. Á báða bóga. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Íslenskan í vanda um þessar mundir – við erum í vanda. Það hefur komið fram í umræðum undanfarið, á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og víðar, að mikið og vaxandi óþol ríkir gagnvart enskunotkun á Íslandi, ekki síst á kaffihúsum, veitingahúsum og í verslunum þar sem oft er ekki hægt að fá afgreiðslu á íslensku. Ég skil þetta óþol vel og hef fundið fyrir þessari tilfinningu sjálfur á ferðum um landið undanfarin ár. Íslenska er opinbert mál landsins og það er ekkert óeðlilegt að fólk geri ráð fyrir og ætlist til að geta notað íslensku við kaup á vörum og þjónustu. Sumt eldra fólk býr ekki heldur yfir nægilegri enskukunnáttu til að eiga auðvelt með að skilja matseðla sem eru eingöngu á ensku eða ræða á ensku við afgreiðslufólk. Þess vegna er ástæðulaust og rangt að gera lítið úr þessu óþoli – það á sér skiljanlegar skýringar. Hins vegar mega eðlilegar kröfur fólks um að geta notað íslensku alls ekki bitna á því erlenda starfsfólki sem um ræðir og hefur verið ráðið til starfa án þess að krafa hafi verið gerð um íslenskukunnáttu. Það vinnur oft langan vinnudag og óraunhæft að gera ráð fyrir að það stundi íslenskunám með vinnunni. Til þess gefst ekki tími, auk þess sem framboð á heppilegri kennslu og kennsluefni er dapurlega lítið. Það versta er ef óþol fólks brýst út sem útlendingaandúð sem stundum örlar á. Það er ekki bara vont fyrir fólkið sem það bitnar á – það er líka vont fyrir íslenskuna vegna þess að hætta er á að það veki mótþróa gagnvart íslensku og íslenskunámi. Á þessu er engin einföld lausn til – allra síst sú að amast við útlendingum í afgreiðslustörfum. Við þurfum á þeim að halda til að halda hagkerfinu gangandi. Þeir vinna störf sem Íslendingar geta ekki mannað – eða vilja ekki vinna. Rekstraraðilar veitingahúsa segjast ekkert geta gert – þeir fái ekki Íslendinga til starfa, og það sé óraunhæft að gera ráð fyrir að erlent starfsfólk læri íslensku. Það er samt engin afsökun fyrir því að hafa matseðla eingöngu á ensku eins og ýmis dæmi eru um. Ég held líka að það væri hægt að gera mun meira – kenna erlendu starfsfólki grundvallarorðaforða starfsins sem um er að ræða. Það á alveg að vera hægt að kenna fólki að heilsa og þakka fyrir, kenna því íslensk heiti á helstu réttum sem staðurinn býður upp á, o.s.frv. En þá verða Íslendingar líka að koma til móts við fólk sem reynir að tala íslensku. Ég vonast til að viðleitni erlends starfsfólks til að tala íslensku myndi gera viðskiptavini jákvæðari í garð fólksins, en sumum útlendingum finnst það jafnvel gera illt verra að reyna að tala íslensku í stað þess að halda sig við enskuna því að þá fái þau oft á sig óvægna gagnrýni fyrir lélegan framburð, rangar beygingar, vitlaus orð o.s.frv. Það er gífurlega mikilvægt að Íslendingar breyti viðhorfi sínu til „ófullkominnar“ íslensku, séu jákvæðir þegar fólk reynir að tala málið, sýni því þolinmæði og leitist við að liðsinna því og hvetja það áfram. Það er ekki vænlegt til árangurs að bregðast við ensku með því að strunsa út af staðnum. Það kemur íslenskunni ekki að gagni. Við eigum nefnilega engan annan kost en finna raunhæfa lausn sem sættir ólík sjónarmið. Lausn sem tekur mið af því að enskan er komin til að vera í íslensku málsamfélagi og hér mun áfram verða fólk í afgreiðslustörfum sem ekki talar fullkomna íslensku – en jafnframt af því að íslenska er opinbert mál landsins sem mikilvægt er að unnt sé að nota á öllum sviðum, og það er eðlileg ósk fólks að geta notað málið í einföldum samskiptum við útlendinga. Lausnin hlýtur annars vegar að byggjast á því að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku, og því auðveldað það á ýmsan hátt, og hins vegar á breyttu viðhorfi Íslendinga til útlendinga og „ófullkominnar“ íslensku. Lykilatriðin hljóta alltaf að vera umburðarlyndi, virðing og tillitssemi. Á báða bóga. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar