Verum ekki eftirbátar í stuðningi við Úkraínu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. mars 2024 06:00 Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun