Verum ekki eftirbátar í stuðningi við Úkraínu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. mars 2024 06:00 Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun