Verum ekki eftirbátar í stuðningi við Úkraínu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. mars 2024 06:00 Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun