Starfsgetumat innleitt bakdyramegin á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 24. mars 2024 07:00 Það á að innleiða starfsgetumat á Íslandi, bakdyramegin, þar sem meirihlutinn af þeirri lagabreytingu sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra lagði fram á Alþingi 21. mars 2024. Fréttir af þessu máli eru frekar þunnar og fara ekki yfir helstu atriðin í þessari lagabreytingu. Það er hægt að lesa allt frumvarpið hérna á vef Alþingis. Í þriðju grein frumvarpsins stendur þetta hérna og þetta er ekkert annað en starfsgetumat sem hefur ekki verið neitt annað en hörmung í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Örorkulífeyrir. Réttur til örorkulífeyris er bundinn því skilyrði að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati sé metin 25% eða minni til langframa vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar. [...]“ Hérna er verið að binda örorkumat við getu fólks til þess að vinna, sem getur verið mismunandi milli einstaklinga. Þetta er engin framför, þetta er alvarleg aðför að réttindum fólks og afturför. Þessi aðferð var fundin upp í Bretlandi til þess að spara Breska ríkinu pening og hefur síðan verði að dreifa sér um lönd þar sem hægri stjórnir hafa verið við völd eins og plága. Í umfjöllun Heimildarinnar (þá Kjarninn) árið 2018 var farið yfir það hversu hræðilegt þetta kerfi er og er hægt að lesa þá umfjöllun hérna, Starfsgetumat – Upp á líf og dauða, 20. október 2018. Núna er komið að Íslandi að innleiða þessa martröð. Hvað munu margir einstaklingar með alvarlega sjúkdóma fá neitun á örorku eftir að þetta kerfi verður innleitt. Vegna þess að einhver nefnd dæmir þetta fólk fært til þess að vinna til þess að spara íslenska ríkinu nokkra smáaura. Síðan eru einstaklingar sem eru fæddir með allskonar sem gerir það kannski ekki fært um að vera á atvinnumarkaðinum frekar en langveikt fólk. Ætlar þetta kerfi bara að dæma það fólk gott og gilt á atvinnumarkaðinn, þrátt fyrir lífstíðar greiningu. Þetta skref, eins og áður nefnir er afturábak og þjónar eingöngu hagsmunum og ímyndunarveiki veikra kapítalista sem hugsa bara á græða á daginn og vera vondir fyrir hagnaðinn. Það á að hafna þessu frumvarpi án tafar eða fjarlægja alla þá hluta þess sem snúa að starfsgetumati. Það eina sem má vera þarna og koma í lög er breyting á greiðslum til öryrkja. Þar sem nauðsynlegt er að fella heimilisuppbót og framfærsluppbót inn í örorkugreiðsluna til þess að jafna stöðu öryrkja sem eru ekki með slíkar greiðslur (búseta erlendis, sambúð og fleira). Síðan er einnig í þessu frumvarpi verið að lækka aldursviðbótina, sem var sett á fyrir mörgum árum síðan vegna þess að tekjur öryrkja voru svo lágar að öryrkjar sátu fastir í fátækt. Í þessu frumvarpi er verið að lækka aldursviðbótina um 33.020 kr eða úr 63.020 kr niður í 33.020 kr á mánuði. Eða eins og lagagreinin eins og hún er núna. „Aldursviðbót. Aldursviðbót greiðist þeim sem fá greiddan örorkulífeyri skv. 24. gr. eða hlutaörorkulífeyri skv. 25. gr. Full fjárhæð aldursviðbótar skal vera 360.000 kr. á ári. Full fjárhæð greiðist þeim sem voru 18–24 ára þegar annaðhvort skilyrði fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslum voru fyrst uppfyllt eða þegar niðurstaða samþætts sérfræðimats lá fyrst fyrir um að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði væri metin 50% eða minni. Fjárhæð aldursviðbótar lækkar um 5% fyrir hvert ár eftir það og greiðist aldursviðbót ekki hafi umsækjandi fyrst uppfyllt framangreind skilyrði við 44 ára aldur eða síðar. „ Full aldursviðbót hjá örorkulífeyrisþegum í dag er 756.240 kr á ári, eða 63.020 kr á mánuði. Þannig að það á ekki bara að nota frumvarpið til að koma á lélegu kerfi fyrir fólk sem getur ekki unnið til að koma í veg fyrir að það komist á örorku, heldur á einnig að lækka tekjur öryrkja og spara ríkissjóði þannig stórar fjárhæðir á sama tíma. Það er ekki í lagi að fátækasta fólkið á Íslandi skuli vera látið bera þessar byrðar eins og er verið að gera hérna. Þetta er stórkostleg vanhæfni eða gera með viljandi hætti. Ég tel víst að þetta sé gert með viljandi hætti og það er bara ekkert í lagi að svo sé. Hópur öryrkja á Íslandi er ekki svo stór, í skýrslu Örykjabandalagsins frá árinu 2019 segir að fjöldi öryrkja á Íslandi sé í kringum 18 þúsund manns. Það er allur hópurinn en segir ekki alla söguna, þar sem þetta fólk er ekki allt saman að fá greiðslur frá íslenska ríkinu af einni eða annari ástæðu. Hver fjöldi öryrkja sem fær ekki greiðslur frá íslenska ríkinu er ekki tala sem ég þekki. Þessar breytingar verða ekki til góða eins og þær eru lagðar fram í frumvarpinu og það er gjörsamlega galið að fólk sem aðhyllist öfgafulla markaðshyggju og er gjörsamlega búið að missa sjónar á allri mannúð skuli vera með þetta mál til umfjöllunar núna. Það er einnig ljóst að lauma átti þessu máli framhjá öllum með því að takmarka opinbert samráð um þetta mál, eins og stendur í frumvarpsdrögunum. Ég óttast að þetta fari í gegn eins og önnur ólög sem voru samþykkt á Alþingi 21. mars 2024, enda er núverandi þriggja flokka ríkisstjórn tilbúinn að henda hverjum sem er ofan í gjótu til þess að halda völdum og tryggja hagsmuni hagsmunaaðila sem þóknast þeim. Það er ljóst að Vinstri Græn seldu sálu sína fyrir völdin og það mun kosta þau flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru alltaf jafn slæmir eins og þeir hafa alltaf verið. Það er ekkert nýtt þar. Höfundur er rithöfundur, öryrki og áhugamaður um að allir geti lifað lífinu á þeim tekjum sem þeir hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Jón Frímann Jónsson Mest lesið Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það á að innleiða starfsgetumat á Íslandi, bakdyramegin, þar sem meirihlutinn af þeirri lagabreytingu sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra lagði fram á Alþingi 21. mars 2024. Fréttir af þessu máli eru frekar þunnar og fara ekki yfir helstu atriðin í þessari lagabreytingu. Það er hægt að lesa allt frumvarpið hérna á vef Alþingis. Í þriðju grein frumvarpsins stendur þetta hérna og þetta er ekkert annað en starfsgetumat sem hefur ekki verið neitt annað en hörmung í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Örorkulífeyrir. Réttur til örorkulífeyris er bundinn því skilyrði að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati sé metin 25% eða minni til langframa vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar. [...]“ Hérna er verið að binda örorkumat við getu fólks til þess að vinna, sem getur verið mismunandi milli einstaklinga. Þetta er engin framför, þetta er alvarleg aðför að réttindum fólks og afturför. Þessi aðferð var fundin upp í Bretlandi til þess að spara Breska ríkinu pening og hefur síðan verði að dreifa sér um lönd þar sem hægri stjórnir hafa verið við völd eins og plága. Í umfjöllun Heimildarinnar (þá Kjarninn) árið 2018 var farið yfir það hversu hræðilegt þetta kerfi er og er hægt að lesa þá umfjöllun hérna, Starfsgetumat – Upp á líf og dauða, 20. október 2018. Núna er komið að Íslandi að innleiða þessa martröð. Hvað munu margir einstaklingar með alvarlega sjúkdóma fá neitun á örorku eftir að þetta kerfi verður innleitt. Vegna þess að einhver nefnd dæmir þetta fólk fært til þess að vinna til þess að spara íslenska ríkinu nokkra smáaura. Síðan eru einstaklingar sem eru fæddir með allskonar sem gerir það kannski ekki fært um að vera á atvinnumarkaðinum frekar en langveikt fólk. Ætlar þetta kerfi bara að dæma það fólk gott og gilt á atvinnumarkaðinn, þrátt fyrir lífstíðar greiningu. Þetta skref, eins og áður nefnir er afturábak og þjónar eingöngu hagsmunum og ímyndunarveiki veikra kapítalista sem hugsa bara á græða á daginn og vera vondir fyrir hagnaðinn. Það á að hafna þessu frumvarpi án tafar eða fjarlægja alla þá hluta þess sem snúa að starfsgetumati. Það eina sem má vera þarna og koma í lög er breyting á greiðslum til öryrkja. Þar sem nauðsynlegt er að fella heimilisuppbót og framfærsluppbót inn í örorkugreiðsluna til þess að jafna stöðu öryrkja sem eru ekki með slíkar greiðslur (búseta erlendis, sambúð og fleira). Síðan er einnig í þessu frumvarpi verið að lækka aldursviðbótina, sem var sett á fyrir mörgum árum síðan vegna þess að tekjur öryrkja voru svo lágar að öryrkjar sátu fastir í fátækt. Í þessu frumvarpi er verið að lækka aldursviðbótina um 33.020 kr eða úr 63.020 kr niður í 33.020 kr á mánuði. Eða eins og lagagreinin eins og hún er núna. „Aldursviðbót. Aldursviðbót greiðist þeim sem fá greiddan örorkulífeyri skv. 24. gr. eða hlutaörorkulífeyri skv. 25. gr. Full fjárhæð aldursviðbótar skal vera 360.000 kr. á ári. Full fjárhæð greiðist þeim sem voru 18–24 ára þegar annaðhvort skilyrði fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslum voru fyrst uppfyllt eða þegar niðurstaða samþætts sérfræðimats lá fyrst fyrir um að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði væri metin 50% eða minni. Fjárhæð aldursviðbótar lækkar um 5% fyrir hvert ár eftir það og greiðist aldursviðbót ekki hafi umsækjandi fyrst uppfyllt framangreind skilyrði við 44 ára aldur eða síðar. „ Full aldursviðbót hjá örorkulífeyrisþegum í dag er 756.240 kr á ári, eða 63.020 kr á mánuði. Þannig að það á ekki bara að nota frumvarpið til að koma á lélegu kerfi fyrir fólk sem getur ekki unnið til að koma í veg fyrir að það komist á örorku, heldur á einnig að lækka tekjur öryrkja og spara ríkissjóði þannig stórar fjárhæðir á sama tíma. Það er ekki í lagi að fátækasta fólkið á Íslandi skuli vera látið bera þessar byrðar eins og er verið að gera hérna. Þetta er stórkostleg vanhæfni eða gera með viljandi hætti. Ég tel víst að þetta sé gert með viljandi hætti og það er bara ekkert í lagi að svo sé. Hópur öryrkja á Íslandi er ekki svo stór, í skýrslu Örykjabandalagsins frá árinu 2019 segir að fjöldi öryrkja á Íslandi sé í kringum 18 þúsund manns. Það er allur hópurinn en segir ekki alla söguna, þar sem þetta fólk er ekki allt saman að fá greiðslur frá íslenska ríkinu af einni eða annari ástæðu. Hver fjöldi öryrkja sem fær ekki greiðslur frá íslenska ríkinu er ekki tala sem ég þekki. Þessar breytingar verða ekki til góða eins og þær eru lagðar fram í frumvarpinu og það er gjörsamlega galið að fólk sem aðhyllist öfgafulla markaðshyggju og er gjörsamlega búið að missa sjónar á allri mannúð skuli vera með þetta mál til umfjöllunar núna. Það er einnig ljóst að lauma átti þessu máli framhjá öllum með því að takmarka opinbert samráð um þetta mál, eins og stendur í frumvarpsdrögunum. Ég óttast að þetta fari í gegn eins og önnur ólög sem voru samþykkt á Alþingi 21. mars 2024, enda er núverandi þriggja flokka ríkisstjórn tilbúinn að henda hverjum sem er ofan í gjótu til þess að halda völdum og tryggja hagsmuni hagsmunaaðila sem þóknast þeim. Það er ljóst að Vinstri Græn seldu sálu sína fyrir völdin og það mun kosta þau flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru alltaf jafn slæmir eins og þeir hafa alltaf verið. Það er ekkert nýtt þar. Höfundur er rithöfundur, öryrki og áhugamaður um að allir geti lifað lífinu á þeim tekjum sem þeir hafa.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun