Starfsgetumat innleitt bakdyramegin á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 24. mars 2024 07:00 Það á að innleiða starfsgetumat á Íslandi, bakdyramegin, þar sem meirihlutinn af þeirri lagabreytingu sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra lagði fram á Alþingi 21. mars 2024. Fréttir af þessu máli eru frekar þunnar og fara ekki yfir helstu atriðin í þessari lagabreytingu. Það er hægt að lesa allt frumvarpið hérna á vef Alþingis. Í þriðju grein frumvarpsins stendur þetta hérna og þetta er ekkert annað en starfsgetumat sem hefur ekki verið neitt annað en hörmung í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Örorkulífeyrir. Réttur til örorkulífeyris er bundinn því skilyrði að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati sé metin 25% eða minni til langframa vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar. [...]“ Hérna er verið að binda örorkumat við getu fólks til þess að vinna, sem getur verið mismunandi milli einstaklinga. Þetta er engin framför, þetta er alvarleg aðför að réttindum fólks og afturför. Þessi aðferð var fundin upp í Bretlandi til þess að spara Breska ríkinu pening og hefur síðan verði að dreifa sér um lönd þar sem hægri stjórnir hafa verið við völd eins og plága. Í umfjöllun Heimildarinnar (þá Kjarninn) árið 2018 var farið yfir það hversu hræðilegt þetta kerfi er og er hægt að lesa þá umfjöllun hérna, Starfsgetumat – Upp á líf og dauða, 20. október 2018. Núna er komið að Íslandi að innleiða þessa martröð. Hvað munu margir einstaklingar með alvarlega sjúkdóma fá neitun á örorku eftir að þetta kerfi verður innleitt. Vegna þess að einhver nefnd dæmir þetta fólk fært til þess að vinna til þess að spara íslenska ríkinu nokkra smáaura. Síðan eru einstaklingar sem eru fæddir með allskonar sem gerir það kannski ekki fært um að vera á atvinnumarkaðinum frekar en langveikt fólk. Ætlar þetta kerfi bara að dæma það fólk gott og gilt á atvinnumarkaðinn, þrátt fyrir lífstíðar greiningu. Þetta skref, eins og áður nefnir er afturábak og þjónar eingöngu hagsmunum og ímyndunarveiki veikra kapítalista sem hugsa bara á græða á daginn og vera vondir fyrir hagnaðinn. Það á að hafna þessu frumvarpi án tafar eða fjarlægja alla þá hluta þess sem snúa að starfsgetumati. Það eina sem má vera þarna og koma í lög er breyting á greiðslum til öryrkja. Þar sem nauðsynlegt er að fella heimilisuppbót og framfærsluppbót inn í örorkugreiðsluna til þess að jafna stöðu öryrkja sem eru ekki með slíkar greiðslur (búseta erlendis, sambúð og fleira). Síðan er einnig í þessu frumvarpi verið að lækka aldursviðbótina, sem var sett á fyrir mörgum árum síðan vegna þess að tekjur öryrkja voru svo lágar að öryrkjar sátu fastir í fátækt. Í þessu frumvarpi er verið að lækka aldursviðbótina um 33.020 kr eða úr 63.020 kr niður í 33.020 kr á mánuði. Eða eins og lagagreinin eins og hún er núna. „Aldursviðbót. Aldursviðbót greiðist þeim sem fá greiddan örorkulífeyri skv. 24. gr. eða hlutaörorkulífeyri skv. 25. gr. Full fjárhæð aldursviðbótar skal vera 360.000 kr. á ári. Full fjárhæð greiðist þeim sem voru 18–24 ára þegar annaðhvort skilyrði fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslum voru fyrst uppfyllt eða þegar niðurstaða samþætts sérfræðimats lá fyrst fyrir um að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði væri metin 50% eða minni. Fjárhæð aldursviðbótar lækkar um 5% fyrir hvert ár eftir það og greiðist aldursviðbót ekki hafi umsækjandi fyrst uppfyllt framangreind skilyrði við 44 ára aldur eða síðar. „ Full aldursviðbót hjá örorkulífeyrisþegum í dag er 756.240 kr á ári, eða 63.020 kr á mánuði. Þannig að það á ekki bara að nota frumvarpið til að koma á lélegu kerfi fyrir fólk sem getur ekki unnið til að koma í veg fyrir að það komist á örorku, heldur á einnig að lækka tekjur öryrkja og spara ríkissjóði þannig stórar fjárhæðir á sama tíma. Það er ekki í lagi að fátækasta fólkið á Íslandi skuli vera látið bera þessar byrðar eins og er verið að gera hérna. Þetta er stórkostleg vanhæfni eða gera með viljandi hætti. Ég tel víst að þetta sé gert með viljandi hætti og það er bara ekkert í lagi að svo sé. Hópur öryrkja á Íslandi er ekki svo stór, í skýrslu Örykjabandalagsins frá árinu 2019 segir að fjöldi öryrkja á Íslandi sé í kringum 18 þúsund manns. Það er allur hópurinn en segir ekki alla söguna, þar sem þetta fólk er ekki allt saman að fá greiðslur frá íslenska ríkinu af einni eða annari ástæðu. Hver fjöldi öryrkja sem fær ekki greiðslur frá íslenska ríkinu er ekki tala sem ég þekki. Þessar breytingar verða ekki til góða eins og þær eru lagðar fram í frumvarpinu og það er gjörsamlega galið að fólk sem aðhyllist öfgafulla markaðshyggju og er gjörsamlega búið að missa sjónar á allri mannúð skuli vera með þetta mál til umfjöllunar núna. Það er einnig ljóst að lauma átti þessu máli framhjá öllum með því að takmarka opinbert samráð um þetta mál, eins og stendur í frumvarpsdrögunum. Ég óttast að þetta fari í gegn eins og önnur ólög sem voru samþykkt á Alþingi 21. mars 2024, enda er núverandi þriggja flokka ríkisstjórn tilbúinn að henda hverjum sem er ofan í gjótu til þess að halda völdum og tryggja hagsmuni hagsmunaaðila sem þóknast þeim. Það er ljóst að Vinstri Græn seldu sálu sína fyrir völdin og það mun kosta þau flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru alltaf jafn slæmir eins og þeir hafa alltaf verið. Það er ekkert nýtt þar. Höfundur er rithöfundur, öryrki og áhugamaður um að allir geti lifað lífinu á þeim tekjum sem þeir hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Jón Frímann Jónsson Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það á að innleiða starfsgetumat á Íslandi, bakdyramegin, þar sem meirihlutinn af þeirri lagabreytingu sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra lagði fram á Alþingi 21. mars 2024. Fréttir af þessu máli eru frekar þunnar og fara ekki yfir helstu atriðin í þessari lagabreytingu. Það er hægt að lesa allt frumvarpið hérna á vef Alþingis. Í þriðju grein frumvarpsins stendur þetta hérna og þetta er ekkert annað en starfsgetumat sem hefur ekki verið neitt annað en hörmung í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Örorkulífeyrir. Réttur til örorkulífeyris er bundinn því skilyrði að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati sé metin 25% eða minni til langframa vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar. [...]“ Hérna er verið að binda örorkumat við getu fólks til þess að vinna, sem getur verið mismunandi milli einstaklinga. Þetta er engin framför, þetta er alvarleg aðför að réttindum fólks og afturför. Þessi aðferð var fundin upp í Bretlandi til þess að spara Breska ríkinu pening og hefur síðan verði að dreifa sér um lönd þar sem hægri stjórnir hafa verið við völd eins og plága. Í umfjöllun Heimildarinnar (þá Kjarninn) árið 2018 var farið yfir það hversu hræðilegt þetta kerfi er og er hægt að lesa þá umfjöllun hérna, Starfsgetumat – Upp á líf og dauða, 20. október 2018. Núna er komið að Íslandi að innleiða þessa martröð. Hvað munu margir einstaklingar með alvarlega sjúkdóma fá neitun á örorku eftir að þetta kerfi verður innleitt. Vegna þess að einhver nefnd dæmir þetta fólk fært til þess að vinna til þess að spara íslenska ríkinu nokkra smáaura. Síðan eru einstaklingar sem eru fæddir með allskonar sem gerir það kannski ekki fært um að vera á atvinnumarkaðinum frekar en langveikt fólk. Ætlar þetta kerfi bara að dæma það fólk gott og gilt á atvinnumarkaðinn, þrátt fyrir lífstíðar greiningu. Þetta skref, eins og áður nefnir er afturábak og þjónar eingöngu hagsmunum og ímyndunarveiki veikra kapítalista sem hugsa bara á græða á daginn og vera vondir fyrir hagnaðinn. Það á að hafna þessu frumvarpi án tafar eða fjarlægja alla þá hluta þess sem snúa að starfsgetumati. Það eina sem má vera þarna og koma í lög er breyting á greiðslum til öryrkja. Þar sem nauðsynlegt er að fella heimilisuppbót og framfærsluppbót inn í örorkugreiðsluna til þess að jafna stöðu öryrkja sem eru ekki með slíkar greiðslur (búseta erlendis, sambúð og fleira). Síðan er einnig í þessu frumvarpi verið að lækka aldursviðbótina, sem var sett á fyrir mörgum árum síðan vegna þess að tekjur öryrkja voru svo lágar að öryrkjar sátu fastir í fátækt. Í þessu frumvarpi er verið að lækka aldursviðbótina um 33.020 kr eða úr 63.020 kr niður í 33.020 kr á mánuði. Eða eins og lagagreinin eins og hún er núna. „Aldursviðbót. Aldursviðbót greiðist þeim sem fá greiddan örorkulífeyri skv. 24. gr. eða hlutaörorkulífeyri skv. 25. gr. Full fjárhæð aldursviðbótar skal vera 360.000 kr. á ári. Full fjárhæð greiðist þeim sem voru 18–24 ára þegar annaðhvort skilyrði fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslum voru fyrst uppfyllt eða þegar niðurstaða samþætts sérfræðimats lá fyrst fyrir um að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði væri metin 50% eða minni. Fjárhæð aldursviðbótar lækkar um 5% fyrir hvert ár eftir það og greiðist aldursviðbót ekki hafi umsækjandi fyrst uppfyllt framangreind skilyrði við 44 ára aldur eða síðar. „ Full aldursviðbót hjá örorkulífeyrisþegum í dag er 756.240 kr á ári, eða 63.020 kr á mánuði. Þannig að það á ekki bara að nota frumvarpið til að koma á lélegu kerfi fyrir fólk sem getur ekki unnið til að koma í veg fyrir að það komist á örorku, heldur á einnig að lækka tekjur öryrkja og spara ríkissjóði þannig stórar fjárhæðir á sama tíma. Það er ekki í lagi að fátækasta fólkið á Íslandi skuli vera látið bera þessar byrðar eins og er verið að gera hérna. Þetta er stórkostleg vanhæfni eða gera með viljandi hætti. Ég tel víst að þetta sé gert með viljandi hætti og það er bara ekkert í lagi að svo sé. Hópur öryrkja á Íslandi er ekki svo stór, í skýrslu Örykjabandalagsins frá árinu 2019 segir að fjöldi öryrkja á Íslandi sé í kringum 18 þúsund manns. Það er allur hópurinn en segir ekki alla söguna, þar sem þetta fólk er ekki allt saman að fá greiðslur frá íslenska ríkinu af einni eða annari ástæðu. Hver fjöldi öryrkja sem fær ekki greiðslur frá íslenska ríkinu er ekki tala sem ég þekki. Þessar breytingar verða ekki til góða eins og þær eru lagðar fram í frumvarpinu og það er gjörsamlega galið að fólk sem aðhyllist öfgafulla markaðshyggju og er gjörsamlega búið að missa sjónar á allri mannúð skuli vera með þetta mál til umfjöllunar núna. Það er einnig ljóst að lauma átti þessu máli framhjá öllum með því að takmarka opinbert samráð um þetta mál, eins og stendur í frumvarpsdrögunum. Ég óttast að þetta fari í gegn eins og önnur ólög sem voru samþykkt á Alþingi 21. mars 2024, enda er núverandi þriggja flokka ríkisstjórn tilbúinn að henda hverjum sem er ofan í gjótu til þess að halda völdum og tryggja hagsmuni hagsmunaaðila sem þóknast þeim. Það er ljóst að Vinstri Græn seldu sálu sína fyrir völdin og það mun kosta þau flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru alltaf jafn slæmir eins og þeir hafa alltaf verið. Það er ekkert nýtt þar. Höfundur er rithöfundur, öryrki og áhugamaður um að allir geti lifað lífinu á þeim tekjum sem þeir hafa.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun