Samfélagssálartetur í ríkri aðhlynningarþörf? Árni Stefán Árnason skrifar 20. mars 2024 11:30 Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar