Heimilisuppbót – áskorun til ráðherra Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 19. mars 2024 12:02 ÖBÍ réttindasamtök hafa skorað á félags- og vinnumarkaðsráðherra að bregðast við fordæmisgefandi dómi Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum sem sneri að afgreiðslu umsókna um heimilisuppbót. Dómurinn var kveðinn upp þann 6. mars og sendi ÖBÍ áskorun til ráðherra í kjölfarið. Heimilisuppbót Áður en lengra er haldið er gott að útskýra hvað felst í heimilisuppbót og dóminn sjálfan sömuleiðis. Heimilisuppbót er, í sem fæstum orðum, viðbót við lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fyrir örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyristaka sem búa einir á Íslandi. Lífeyristakinn verður að vera einhleypur en má búa með börnum undir 18 ára eða þá ungmennum á milli 18 til 25 ára í námi eða starfsþjálfun. Fordæmisgefandi dómur Þá að málinu sjálfu. Dómurinn (í máli nr. 30/2023) sneri að því að einstaklingur hafði sótt um heimilisuppbót og fékk synjun á þeim forsendum að hann var enn skráður í sambúð í Þjóðskrá þrátt fyrir að hafa slitið samvistum við maka nokkrum árum áður. Þá hafði honum verið synjað um leiðréttingu skráningar sinnar þar sem ekki hafði verið greitt úr ágreiningi um forsjá og lögheimili barna þeirra. Sem sagt, viðkomandi bjó sannarlega einn og raunverulegar aðstæður uppfylltu skilyrði um heimilisuppbót. Skráningin í Þjóðskrá var hins vegar röng. Niðurstaða Hæstaréttar er í stuttu máli sú að í lögum má finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyristaka og hvort hann sé í reynd einn um heimilisrekstur. Tryggingastofnun ríkisins hefði átt að taka tillit til gagna um aðstæður og hagi viðkomandi og skoða stöðu hans heildstætt. Tryggingastofnun var óheimilt að hafna umsókninni einungis vegna skráningarinnar í Þjóðskrá. En hvað svo? Hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta tiltekna mál og öll sanngjörn skoðun á því leiðir í ljós að dómurinn er fordæmisgefandi. Nokkur hópur einstaklinga er í sambærilegri stöðu og sá sem er til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ekki láta duga að leiðrétta mál þessa eina lífeyristaka. Stjórnvöld mega ekki viðhalda stefnu þar sem ólögmætar synjanir eða skerðingar eru viðhafðar árum saman á þeim sem kerfinu ber að vernda. Því hefur ÖBÍ skorað á ráðherra að grípa til eftirfarandi aðgerða. Endurskoða þarf framkvæmd Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna um heimilisafbót. Stofnunin þarf að tryggja að raunverulegar aðstæður umsækjanda verði lagðar til grundvallar og skoða þarf hvort viðkomandi sé raunverulega einn um heimilisrekstur. Tryggja þarf fullnægjandi rannsókn og upplýsingagjöf til umsækjenda. Endurupptöku er þörf í málum einstaklinga sem hafa sótt um heimilisuppbót en verið synjað á grundvelli opinberrar skráningar. Þá þarf að fara fram uppgjör vangreiddra greiðslna til þeirra sem fengu ranglega synjun. Ef einstaklingi hefur verið synjað um heimilisuppbót vegna opinberrar skráningar en gögn liggja ekki fyrir um að félagslegar- og fjárhagslegar aðstæður séu með þeim hætti að viðkomandi fullnægi skilyrðum þarf að veita leiðbeiningar um að sá hinn sami gæti átt rétt á endurupptöku og afturvirku uppgjöri. Einnig þarf að veita leiðbeiningar um þau gögn sem leggja má fram til sönnunar stöðu sinnar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök hafa skorað á félags- og vinnumarkaðsráðherra að bregðast við fordæmisgefandi dómi Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum sem sneri að afgreiðslu umsókna um heimilisuppbót. Dómurinn var kveðinn upp þann 6. mars og sendi ÖBÍ áskorun til ráðherra í kjölfarið. Heimilisuppbót Áður en lengra er haldið er gott að útskýra hvað felst í heimilisuppbót og dóminn sjálfan sömuleiðis. Heimilisuppbót er, í sem fæstum orðum, viðbót við lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fyrir örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyristaka sem búa einir á Íslandi. Lífeyristakinn verður að vera einhleypur en má búa með börnum undir 18 ára eða þá ungmennum á milli 18 til 25 ára í námi eða starfsþjálfun. Fordæmisgefandi dómur Þá að málinu sjálfu. Dómurinn (í máli nr. 30/2023) sneri að því að einstaklingur hafði sótt um heimilisuppbót og fékk synjun á þeim forsendum að hann var enn skráður í sambúð í Þjóðskrá þrátt fyrir að hafa slitið samvistum við maka nokkrum árum áður. Þá hafði honum verið synjað um leiðréttingu skráningar sinnar þar sem ekki hafði verið greitt úr ágreiningi um forsjá og lögheimili barna þeirra. Sem sagt, viðkomandi bjó sannarlega einn og raunverulegar aðstæður uppfylltu skilyrði um heimilisuppbót. Skráningin í Þjóðskrá var hins vegar röng. Niðurstaða Hæstaréttar er í stuttu máli sú að í lögum má finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyristaka og hvort hann sé í reynd einn um heimilisrekstur. Tryggingastofnun ríkisins hefði átt að taka tillit til gagna um aðstæður og hagi viðkomandi og skoða stöðu hans heildstætt. Tryggingastofnun var óheimilt að hafna umsókninni einungis vegna skráningarinnar í Þjóðskrá. En hvað svo? Hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta tiltekna mál og öll sanngjörn skoðun á því leiðir í ljós að dómurinn er fordæmisgefandi. Nokkur hópur einstaklinga er í sambærilegri stöðu og sá sem er til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ekki láta duga að leiðrétta mál þessa eina lífeyristaka. Stjórnvöld mega ekki viðhalda stefnu þar sem ólögmætar synjanir eða skerðingar eru viðhafðar árum saman á þeim sem kerfinu ber að vernda. Því hefur ÖBÍ skorað á ráðherra að grípa til eftirfarandi aðgerða. Endurskoða þarf framkvæmd Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna um heimilisafbót. Stofnunin þarf að tryggja að raunverulegar aðstæður umsækjanda verði lagðar til grundvallar og skoða þarf hvort viðkomandi sé raunverulega einn um heimilisrekstur. Tryggja þarf fullnægjandi rannsókn og upplýsingagjöf til umsækjenda. Endurupptöku er þörf í málum einstaklinga sem hafa sótt um heimilisuppbót en verið synjað á grundvelli opinberrar skráningar. Þá þarf að fara fram uppgjör vangreiddra greiðslna til þeirra sem fengu ranglega synjun. Ef einstaklingi hefur verið synjað um heimilisuppbót vegna opinberrar skráningar en gögn liggja ekki fyrir um að félagslegar- og fjárhagslegar aðstæður séu með þeim hætti að viðkomandi fullnægi skilyrðum þarf að veita leiðbeiningar um að sá hinn sami gæti átt rétt á endurupptöku og afturvirku uppgjöri. Einnig þarf að veita leiðbeiningar um þau gögn sem leggja má fram til sönnunar stöðu sinnar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun