Teitur: Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 13:31 Pétur Rúnar Birgisson í leik á móti Álftanes fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls eiga möguleika á því að verða handhafar beggja stóru titlana eftir næstu helgi en til að byrja með þurfa þeir að vinna undanúrslitaleik á móti Álftanesi í VÍS-bikarnum í Laugardalshöllinni í dag. Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira