Handbolti

Elvar með sex í sigri gegn Oddi og Daníel

Sindri Sverrisson skrifar
Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson er algjör lykilmaður hjá Melsungen.
Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson er algjör lykilmaður hjá Melsungen. Getty/Tom Weller

Melsungen vann botnlið Balingen á útivelli, 25-22, í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Elvar Örn Jónsson var næstmarkahæstur hjá Melsungen í leiknum með sex mörk úr ellefu skotum en Oddur Gretarsson, sem nú er orðið ljóst að fer til Þórs í sumar, skoraði eitt mark úr þremur skotum fyrir Balingen.

Arnar Freyr Arnarsson og Daníel Þór Ingason ekki meðal markaskorara en það voru Arnar og Elvar sem fögnuðu í leikslok, eftir leik sem var mjög jafn lengst af.

Melsungen er núna með 33 stig í 5. sæti deildarinnar, eftir 25 leiki, en Balingen er á botninum með 11 stig eftir 24 leiki, tveimur stigum á eftir næstu liðum.

Arnór fagnaði langþráðum sigri

Lærisveinar Arnórs Atlasonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara, í TTH Holstebro unnu langþráðan og mikilvægan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, 30-24 gegn Ribe-Esbjerg.

Holstebro hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni en eftir sigurinn í kvöld er liðið í 11. sæti af fjórtán liðum með átján stig, tveimur stigum á eftir næstu liðum nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildakeppninni. Ljóst er að Holstebro fer í umspilið um að halda sér uppi í deildinni, en þangað fara liðin í 9.-13. sæti. Ribe-Esbjerg er í 7. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×