Er náttúruverndin í öðru sæti? Jódís Skúladóttir og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 8. mars 2024 15:00 Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Múlaþing Umhverfismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar