Körfubolti

Sonur Martins sló í gegn

Aron Guðmundsson skrifar
Martin á fleygiferð í leik með íslenska landsliðinu gegn Ungverjalandi í undankeppni EM á dögunum. Í þeim leik var ekki að sjá að það væru tvö ár síðan að Martin hafði spilað landsleik.
Martin á fleygiferð í leik með íslenska landsliðinu gegn Ungverjalandi í undankeppni EM á dögunum. Í þeim leik var ekki að sjá að það væru tvö ár síðan að Martin hafði spilað landsleik. Vísir/Hulda Margrét

Óhætt er að segja að sonur íslenska landsliðsmannsins í körfubolta, Martins Hermannssonar leikmanns Alba Berlin í Þýskalandi hafi slegið í gegn á æfingu liðsins.

Alba Berlin birti fyrr í dag myndskeið af æfingu liðsins þar sem að sonur Martins var með honum í för. Skemmst er frá því að segja að sá stutti sló í gegn á æfingunni, lék listir sínar og á máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni vel í þessu tilviki.

Umrætt myndskeið af æfingunni má sjá hér fyrir neðan.

Ekki er ýkja langt síðan að Martin gekk aftur í raðir Alba Berlin eftir nokkurra ára veru í herbúðum spænska liðsins Valencia.

Martin hafði áður spilað með liði Alba Berlin á árunum 2018-2020 þar sem að hann varð Þýskalandsmeistari sem og þýskur bikarmeistari árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×