Kláraði háskólanám meðfram atvinnumennsku: „Hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2024 09:00 Viggó Kristjánsson náði sér í BA-gráðu meðfram atvinnumennsku í handbolta. vísir/vilhelm Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, útskrifaðist á dögunum úr námi í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira