Franska undrið í sögubækurnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2024 17:31 Victor Wembanyama skýtur yfir Chet Holmgren. Þessir mögnuðu nýliðar áttust við þegar San Antonio Spurs tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. getty/Brien Aho Franski nýliðinn Victor Wembanyama heldur áfram að slá í gegn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta. Í nótt afrekaði hann nokkuð sem enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur afrekað. Mikil eftirvænting ríkti fyrir leik San Antonio og Oklahoma City Thunder, eða öllu heldur baráttu nýliðanna Wembanyamas og Chets Holmgren. Sá síðarnefndi átti fínan leik, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. En hann átti lítið í Wembanyama. Frakkinn skoraði nefnilega 28 stig, tók þrettán fráköst, gaf sjö stoðsendingar, varði fimm skot og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Wembanyama varð þar með sá fyrsti í sögu NBA sem er að minnsta kosti með 25 stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar, fimm varin skot og fimm þriggja stiga körfur í sama leiknum. Victor Wembanyama becomes the first player in NBA history to record 25+ points, 10+ rebounds, 5+ assists, 5+ blocks, and 5+ 3PM in a game 📈🔥 28 PTS 🔥 13 REB 🔥 7 AST🔥 5 BLK🔥 5 3PM🔥 W pic.twitter.com/xNKwwOpNmS— NBA (@NBA) March 1, 2024 San Antonio vann leikinn, 132-118, en þetta var í fyrsta sinn 26 daga sem liðið spilar á heimavelli sínum í Texas. Spurs lenti undir í 4. leikhluta en kom til baka og Wembanyama kláraði svo dæmið þegar mest á reyndi. Hann setti niður þriggja stiga skot þegar tvær mínútur og tíu sekúndur voru eftir og varði síðan skot frá Holmgren tuttugu sekúndum síðar. Wembanyama hefur verið í miklu stuði að undanförnu og er þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að vera með að minnsta kosti tuttugu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm varin skot á sjö leikja kafla frá tímabilinu 1973-74. Hinir sem hafa afrekað það eru Kareem Abdul-Jabbar og David Robinson. Í vetur er Wembanyama með 20,6 stig, 10,2 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 3,3 varin skot að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að vera með Wembanyama í sínum röðum er San Antonio á botni Vesturdeildarinnar með aðeins tólf sigra og 48 töp. NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkti fyrir leik San Antonio og Oklahoma City Thunder, eða öllu heldur baráttu nýliðanna Wembanyamas og Chets Holmgren. Sá síðarnefndi átti fínan leik, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. En hann átti lítið í Wembanyama. Frakkinn skoraði nefnilega 28 stig, tók þrettán fráköst, gaf sjö stoðsendingar, varði fimm skot og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Wembanyama varð þar með sá fyrsti í sögu NBA sem er að minnsta kosti með 25 stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar, fimm varin skot og fimm þriggja stiga körfur í sama leiknum. Victor Wembanyama becomes the first player in NBA history to record 25+ points, 10+ rebounds, 5+ assists, 5+ blocks, and 5+ 3PM in a game 📈🔥 28 PTS 🔥 13 REB 🔥 7 AST🔥 5 BLK🔥 5 3PM🔥 W pic.twitter.com/xNKwwOpNmS— NBA (@NBA) March 1, 2024 San Antonio vann leikinn, 132-118, en þetta var í fyrsta sinn 26 daga sem liðið spilar á heimavelli sínum í Texas. Spurs lenti undir í 4. leikhluta en kom til baka og Wembanyama kláraði svo dæmið þegar mest á reyndi. Hann setti niður þriggja stiga skot þegar tvær mínútur og tíu sekúndur voru eftir og varði síðan skot frá Holmgren tuttugu sekúndum síðar. Wembanyama hefur verið í miklu stuði að undanförnu og er þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að vera með að minnsta kosti tuttugu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm varin skot á sjö leikja kafla frá tímabilinu 1973-74. Hinir sem hafa afrekað það eru Kareem Abdul-Jabbar og David Robinson. Í vetur er Wembanyama með 20,6 stig, 10,2 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 3,3 varin skot að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að vera með Wembanyama í sínum röðum er San Antonio á botni Vesturdeildarinnar með aðeins tólf sigra og 48 töp.
NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira