„Lúðurklúður” í boði Kynnisferða hf. Jón Ármann Steinsson skrifar 1. mars 2024 12:01 Í vikubyrjun vaknaði ég við símtal frá félaga mínum sem starfar í auglýsingabransanum: „Til hamingju Jón með tilnefninguna! Lúðurinn maður! Frábært hjá þér ” „Ha, - hvaða lúður?” „Veistu ekki að ICELANDIA er tilnefnt til íMark verðlauna. Fylgistu ekki með maður!” Ég glaðvaknaði, vippaði mér inn á iMark.is og viti menn: ICELANDIA var útnefnt til Lúðursins 2023 sem er sjálfur Óskarinn í auglýsingabransanum. Og fyrirtækið mitt ICELANDIA var tilnefnt sem eigandi og auglýsingastofa líka. Vá maður! Það var bara eitt vandamál… Það var verið að tilnefna Kynnisferðir hf fyrir mörkun / ásýnd vörumerkis en undir mínu firmanafni. Verðlaunin voru fyrir „rebranding” Kynnisferða yfir í ICELANDIA. Baksagan Vorið 2022 tilkynntu Kynnisferðir um ríbranding fyrirtækisins og allra dótturfyrirtækja yfir í fyrirtækjasamstæðuna ICELANDIA. Nema það átti sér stað eitt oggu-pínulítið klúður. Þeim farnaðist ekki að eignast firmanafnið af því ég vildi ekki selja það fyrir slikk -og þeim tókst ekki að skrá vörumerkið ICELANDIA af því Hugverkastofa synjaði því. Þetta er sama merkið og bransinn er nú að greiða atkvæði um hvort sé vert verðlauna eða ekki. Notkun Kynnisferða á okkar firmanafni og á óskráða vörumerkinu orsakaði þvílíkan kennslarugling á heimamarkaði og í stjórnkerfinu að það hálfa væri yfirdrifið. Þá ætla ég ekki einu sinni að lýsa hvaða klúður færi í gírinn erlendis þegar uppgötvast að fyrirtæki er að koma fram bæði undir stolnu firmanafni og vafasömum vörumerkjum. En nú stendur sem sagt til að verðlauna óskráð vörumerki ICELANDIA og afrekið er eignað mér og mínu fyrirtæki ICELANDIA ehf. Hvar er fagmennskan hér? Hver hefur rétt til að kalla sig ICELANDIA og hver ekki? Já, og hver man ekki eftir dæmisögunni um nýju fötin keisarans? Ég hringdi í forstýru íMark og spurði hverju það sætti að firmanafn ICELANDIA væri í öllum þeirra auglýsingum ásamt firmanafni Kynnisferða þegar nú stæði yfir vörumerkjastríð milli þessara tveggja fyrirtækja sem væri alkunna í bransanum. Ég vakti athygli á að merkið ICELANDIA sem til stæði að verðlauna hafi verið synjað Hugverkastofu og væri því óskráð og óhæft til skráningar. Af hverju verðlauna slíkt merki? Sama gilti um firmanafnið ICELANDIA sem firmaskrá synjaði Kynnisferðum um að taka upp. Þá spurði ég hvort verðlaunin yrðu veitt mér sem fulltrúa míns fyrirtækis ICELANDIA sem ætti bæði firmanafnið og vörumerki. Útnefningin fullyrti slíkt eignarhald ásamt höfundarrétti að hönnun og leiðtogahlutverk í framúrskarandi markaðssetningu. Ég fekk loðin svör vægast sagt en samtalinu lauk með loforði hennar um að hafa samband síðar sama dag. Nú er kominn nýr dagur, 29. febrúar, og ég hef ekkert heyrt frá fröken íMark. Hugverkaréttur og lagaumhverfi Íslands Svokölluð vörumerkjastríð eru ekki algeng á Íslandi en þetta stríð er orðið langvinnt, næstum tvö ár og annað eins eftir þar til annar hvor aðilinn sigrar hinn. Í miðju vörumerkjastríði þar sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands er að markaðssetja sig undir fölsku firmanafni og með vörumerkjasögu sem er vægast sagt slæm - þá tekur íMark það í mál að setja viðkomandi upp á verðlaunapall. Er þetta gáleysi, sinnuleysi eða hrein fáviska? Reyndar skal það segjast íMark til málsbóta að bæði ráðuneyti menningar, viðskipta og ferðamála, sem og Íslandsstofa og bókstaflega allir viðskiptavinir, og jafnvel starfsmenn Kynnisferða hafa látið blekkjast af þessu kennslaklúðri ferðarisans sem við erum að upplifa hér. ICELANDIA er ekki firmaheiti Kynnisferða og hefur aldrei verið. Kynnisferðir eiga ekki vörumerkið ICELANDIA og hafa aldrei átt. Hvað er íMark og Samband íslenskra auglýsingastofa að gera með svona tilnefningu, tala nú ekki um ef ICELANDIA verkefnið vinnur keppnina? Hafa þá allir meðlimir SÍA sem greiddu atkvæði verið blekktir til að trúa því að hér liggi fagleg vinnubrögð að baki? Væri svona „fagmennska” í hönnun, tryggingu lögheita og markaðssetningu bara í fínu lagi og Kynnisferðir hf verðlaunanna verðir? Heiðarlegir viðskiptahættir Nú ætla ég að gera stutta grein fyrir kafla tvö í þessari sögu sem er eflaust að fara í gang á næstu dögum sem viðbrögð við þessu sem hér er að gerast. Á góðri íslensku er til nokkuð sem heitir „dörtí trikks“ og ég tel það eiga vel við hér. Fyrirtækið Kynnisferðir, sem á eftir að verja sig fyrir þessum pistli, mun pottþétt flagga því að þeir eigi vörumerkjaskráningu í pípum Hugverkastofu. Það er merkið „KYNNISFERÐIR ICELANDIA“ og skráningin er það sem ég kalla „dörti trikk“. Henni er einungis ætlað að brjóta aftur lögvarðan rétt ICELANDIA til heitisins og hér er skýringin að baki þeirri fullyrðingu. Kynnisferðir kynntu formlega vorið 2022 að þeir hétu þaðan í frá ICELANDIA. Fljótlega varð þeim ljóst að þeir voru búnir að tapa þeim slag og myndu ekki fá lögheitin skráð. Þá var sótt um skráningu á nafni sem þeir höfðu lagt niður og það sett fyrir framan ICELANDIA - þ.e firmaheiti þeirra og vörumerki mitt. Hálft vörumerki „KYNNISFERÐIR ICELANDIA” Já, ég kalla þetta dörtí trikks. Af hverju eru Kynnisferðir að sækjast eftir þessu KYNNISFERÐIR ICELANDIA merki? Ætla þeir að fara að nota það erlendis og hætta að nota bara ICELANDIA? Nei, þetta er til þess að nota hálft vörumerki, þ.e bara ICELANDIA hlutann en það væri hvorki heiðarlegt né faglegt - og kannski er það þess vegna sem engin alvöru auglýsingastofa vildi setja nafn sitt við þessa útnefningu í ár? Þetta allt held ég að verði góð lexía fyrir okkur sem störfum við mörkunarvinnu í gúanólýðveldinu Íslandi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í vikubyrjun vaknaði ég við símtal frá félaga mínum sem starfar í auglýsingabransanum: „Til hamingju Jón með tilnefninguna! Lúðurinn maður! Frábært hjá þér ” „Ha, - hvaða lúður?” „Veistu ekki að ICELANDIA er tilnefnt til íMark verðlauna. Fylgistu ekki með maður!” Ég glaðvaknaði, vippaði mér inn á iMark.is og viti menn: ICELANDIA var útnefnt til Lúðursins 2023 sem er sjálfur Óskarinn í auglýsingabransanum. Og fyrirtækið mitt ICELANDIA var tilnefnt sem eigandi og auglýsingastofa líka. Vá maður! Það var bara eitt vandamál… Það var verið að tilnefna Kynnisferðir hf fyrir mörkun / ásýnd vörumerkis en undir mínu firmanafni. Verðlaunin voru fyrir „rebranding” Kynnisferða yfir í ICELANDIA. Baksagan Vorið 2022 tilkynntu Kynnisferðir um ríbranding fyrirtækisins og allra dótturfyrirtækja yfir í fyrirtækjasamstæðuna ICELANDIA. Nema það átti sér stað eitt oggu-pínulítið klúður. Þeim farnaðist ekki að eignast firmanafnið af því ég vildi ekki selja það fyrir slikk -og þeim tókst ekki að skrá vörumerkið ICELANDIA af því Hugverkastofa synjaði því. Þetta er sama merkið og bransinn er nú að greiða atkvæði um hvort sé vert verðlauna eða ekki. Notkun Kynnisferða á okkar firmanafni og á óskráða vörumerkinu orsakaði þvílíkan kennslarugling á heimamarkaði og í stjórnkerfinu að það hálfa væri yfirdrifið. Þá ætla ég ekki einu sinni að lýsa hvaða klúður færi í gírinn erlendis þegar uppgötvast að fyrirtæki er að koma fram bæði undir stolnu firmanafni og vafasömum vörumerkjum. En nú stendur sem sagt til að verðlauna óskráð vörumerki ICELANDIA og afrekið er eignað mér og mínu fyrirtæki ICELANDIA ehf. Hvar er fagmennskan hér? Hver hefur rétt til að kalla sig ICELANDIA og hver ekki? Já, og hver man ekki eftir dæmisögunni um nýju fötin keisarans? Ég hringdi í forstýru íMark og spurði hverju það sætti að firmanafn ICELANDIA væri í öllum þeirra auglýsingum ásamt firmanafni Kynnisferða þegar nú stæði yfir vörumerkjastríð milli þessara tveggja fyrirtækja sem væri alkunna í bransanum. Ég vakti athygli á að merkið ICELANDIA sem til stæði að verðlauna hafi verið synjað Hugverkastofu og væri því óskráð og óhæft til skráningar. Af hverju verðlauna slíkt merki? Sama gilti um firmanafnið ICELANDIA sem firmaskrá synjaði Kynnisferðum um að taka upp. Þá spurði ég hvort verðlaunin yrðu veitt mér sem fulltrúa míns fyrirtækis ICELANDIA sem ætti bæði firmanafnið og vörumerki. Útnefningin fullyrti slíkt eignarhald ásamt höfundarrétti að hönnun og leiðtogahlutverk í framúrskarandi markaðssetningu. Ég fekk loðin svör vægast sagt en samtalinu lauk með loforði hennar um að hafa samband síðar sama dag. Nú er kominn nýr dagur, 29. febrúar, og ég hef ekkert heyrt frá fröken íMark. Hugverkaréttur og lagaumhverfi Íslands Svokölluð vörumerkjastríð eru ekki algeng á Íslandi en þetta stríð er orðið langvinnt, næstum tvö ár og annað eins eftir þar til annar hvor aðilinn sigrar hinn. Í miðju vörumerkjastríði þar sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands er að markaðssetja sig undir fölsku firmanafni og með vörumerkjasögu sem er vægast sagt slæm - þá tekur íMark það í mál að setja viðkomandi upp á verðlaunapall. Er þetta gáleysi, sinnuleysi eða hrein fáviska? Reyndar skal það segjast íMark til málsbóta að bæði ráðuneyti menningar, viðskipta og ferðamála, sem og Íslandsstofa og bókstaflega allir viðskiptavinir, og jafnvel starfsmenn Kynnisferða hafa látið blekkjast af þessu kennslaklúðri ferðarisans sem við erum að upplifa hér. ICELANDIA er ekki firmaheiti Kynnisferða og hefur aldrei verið. Kynnisferðir eiga ekki vörumerkið ICELANDIA og hafa aldrei átt. Hvað er íMark og Samband íslenskra auglýsingastofa að gera með svona tilnefningu, tala nú ekki um ef ICELANDIA verkefnið vinnur keppnina? Hafa þá allir meðlimir SÍA sem greiddu atkvæði verið blekktir til að trúa því að hér liggi fagleg vinnubrögð að baki? Væri svona „fagmennska” í hönnun, tryggingu lögheita og markaðssetningu bara í fínu lagi og Kynnisferðir hf verðlaunanna verðir? Heiðarlegir viðskiptahættir Nú ætla ég að gera stutta grein fyrir kafla tvö í þessari sögu sem er eflaust að fara í gang á næstu dögum sem viðbrögð við þessu sem hér er að gerast. Á góðri íslensku er til nokkuð sem heitir „dörtí trikks“ og ég tel það eiga vel við hér. Fyrirtækið Kynnisferðir, sem á eftir að verja sig fyrir þessum pistli, mun pottþétt flagga því að þeir eigi vörumerkjaskráningu í pípum Hugverkastofu. Það er merkið „KYNNISFERÐIR ICELANDIA“ og skráningin er það sem ég kalla „dörti trikk“. Henni er einungis ætlað að brjóta aftur lögvarðan rétt ICELANDIA til heitisins og hér er skýringin að baki þeirri fullyrðingu. Kynnisferðir kynntu formlega vorið 2022 að þeir hétu þaðan í frá ICELANDIA. Fljótlega varð þeim ljóst að þeir voru búnir að tapa þeim slag og myndu ekki fá lögheitin skráð. Þá var sótt um skráningu á nafni sem þeir höfðu lagt niður og það sett fyrir framan ICELANDIA - þ.e firmaheiti þeirra og vörumerki mitt. Hálft vörumerki „KYNNISFERÐIR ICELANDIA” Já, ég kalla þetta dörtí trikks. Af hverju eru Kynnisferðir að sækjast eftir þessu KYNNISFERÐIR ICELANDIA merki? Ætla þeir að fara að nota það erlendis og hætta að nota bara ICELANDIA? Nei, þetta er til þess að nota hálft vörumerki, þ.e bara ICELANDIA hlutann en það væri hvorki heiðarlegt né faglegt - og kannski er það þess vegna sem engin alvöru auglýsingastofa vildi setja nafn sitt við þessa útnefningu í ár? Þetta allt held ég að verði góð lexía fyrir okkur sem störfum við mörkunarvinnu í gúanólýðveldinu Íslandi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun