Bara sautján stigum frá meti Pistol Pete Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 16:01 Caitlin Clark er búin að vera frábær með liði Iowa Hawkeyes undanfarin fjögur ár. Getty/David Berding Körfuboltakonan Caitlin Clark bætti í nótt stigamet Lynette Woodard yfir flest stig hjá konu í öllum deildum bandaríska háskólaboltans. Clark hafði áður orðið sú sem hefur skorað flest stig í 1. deild háskólaboltans. Hún á hvern stórleikinn á fætur öðrum og er fyrir löngu orðin eitt allra stærsta nafnið í bandarísku íþróttalífi. Clark gerði þetta í nótt með því að ná sinni sautjándu þrennu en hún var með 33 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst í sigurleik á Iowa á Minnesota. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) Clark varð enn fremur sú fyrsta til að skora yfir fimm hundruð þriggja stiga körfur á háskólaferli sínum. Hún skoraði átta þrista í leiknum og er þar með komin með 503. Nú er bara eitt stórt met eftir og það er að slá stigamet beggja kynja í bandaríska háskólaboltanum. Pistol Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3.667 stig fyrir LSU skólann frá 1967 til 1970. Hann setti metið þegar það var engin þriggja stiga lína og hann gerði það á þremur árum. Clark er vissulega á fjórða ári en það væri stórt takmark fyrir hana að slá karlametið ofan á öll hin metin sem eru nú í hennar eigu. Clark vantar nú aðeins sautján stig í lokaleiknum sínum til að bæta metið. Sá leikur er á móti Ohio State um næstu helgi en það lið er eitt það allra besta í boltanum í dag. Miðaverð á leikinn er það hæsta sem hefur verið í háskólaboltanum. „Ég er að komast nær og nær metinu hans Pete. Ég man eftir því þegar ég var í gagnfræðaskóla þá var fólk að koma til mín til að tala um Pete. Þau sögðu við: Þú verður að horfa á hann á YouTube,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
Clark hafði áður orðið sú sem hefur skorað flest stig í 1. deild háskólaboltans. Hún á hvern stórleikinn á fætur öðrum og er fyrir löngu orðin eitt allra stærsta nafnið í bandarísku íþróttalífi. Clark gerði þetta í nótt með því að ná sinni sautjándu þrennu en hún var með 33 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst í sigurleik á Iowa á Minnesota. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) Clark varð enn fremur sú fyrsta til að skora yfir fimm hundruð þriggja stiga körfur á háskólaferli sínum. Hún skoraði átta þrista í leiknum og er þar með komin með 503. Nú er bara eitt stórt met eftir og það er að slá stigamet beggja kynja í bandaríska háskólaboltanum. Pistol Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3.667 stig fyrir LSU skólann frá 1967 til 1970. Hann setti metið þegar það var engin þriggja stiga lína og hann gerði það á þremur árum. Clark er vissulega á fjórða ári en það væri stórt takmark fyrir hana að slá karlametið ofan á öll hin metin sem eru nú í hennar eigu. Clark vantar nú aðeins sautján stig í lokaleiknum sínum til að bæta metið. Sá leikur er á móti Ohio State um næstu helgi en það lið er eitt það allra besta í boltanum í dag. Miðaverð á leikinn er það hæsta sem hefur verið í háskólaboltanum. „Ég er að komast nær og nær metinu hans Pete. Ég man eftir því þegar ég var í gagnfræðaskóla þá var fólk að koma til mín til að tala um Pete. Þau sögðu við: Þú verður að horfa á hann á YouTube,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins