Bara sautján stigum frá meti Pistol Pete Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 16:01 Caitlin Clark er búin að vera frábær með liði Iowa Hawkeyes undanfarin fjögur ár. Getty/David Berding Körfuboltakonan Caitlin Clark bætti í nótt stigamet Lynette Woodard yfir flest stig hjá konu í öllum deildum bandaríska háskólaboltans. Clark hafði áður orðið sú sem hefur skorað flest stig í 1. deild háskólaboltans. Hún á hvern stórleikinn á fætur öðrum og er fyrir löngu orðin eitt allra stærsta nafnið í bandarísku íþróttalífi. Clark gerði þetta í nótt með því að ná sinni sautjándu þrennu en hún var með 33 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst í sigurleik á Iowa á Minnesota. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) Clark varð enn fremur sú fyrsta til að skora yfir fimm hundruð þriggja stiga körfur á háskólaferli sínum. Hún skoraði átta þrista í leiknum og er þar með komin með 503. Nú er bara eitt stórt met eftir og það er að slá stigamet beggja kynja í bandaríska háskólaboltanum. Pistol Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3.667 stig fyrir LSU skólann frá 1967 til 1970. Hann setti metið þegar það var engin þriggja stiga lína og hann gerði það á þremur árum. Clark er vissulega á fjórða ári en það væri stórt takmark fyrir hana að slá karlametið ofan á öll hin metin sem eru nú í hennar eigu. Clark vantar nú aðeins sautján stig í lokaleiknum sínum til að bæta metið. Sá leikur er á móti Ohio State um næstu helgi en það lið er eitt það allra besta í boltanum í dag. Miðaverð á leikinn er það hæsta sem hefur verið í háskólaboltanum. „Ég er að komast nær og nær metinu hans Pete. Ég man eftir því þegar ég var í gagnfræðaskóla þá var fólk að koma til mín til að tala um Pete. Þau sögðu við: Þú verður að horfa á hann á YouTube,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Clark hafði áður orðið sú sem hefur skorað flest stig í 1. deild háskólaboltans. Hún á hvern stórleikinn á fætur öðrum og er fyrir löngu orðin eitt allra stærsta nafnið í bandarísku íþróttalífi. Clark gerði þetta í nótt með því að ná sinni sautjándu þrennu en hún var með 33 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst í sigurleik á Iowa á Minnesota. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) Clark varð enn fremur sú fyrsta til að skora yfir fimm hundruð þriggja stiga körfur á háskólaferli sínum. Hún skoraði átta þrista í leiknum og er þar með komin með 503. Nú er bara eitt stórt met eftir og það er að slá stigamet beggja kynja í bandaríska háskólaboltanum. Pistol Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3.667 stig fyrir LSU skólann frá 1967 til 1970. Hann setti metið þegar það var engin þriggja stiga lína og hann gerði það á þremur árum. Clark er vissulega á fjórða ári en það væri stórt takmark fyrir hana að slá karlametið ofan á öll hin metin sem eru nú í hennar eigu. Clark vantar nú aðeins sautján stig í lokaleiknum sínum til að bæta metið. Sá leikur er á móti Ohio State um næstu helgi en það lið er eitt það allra besta í boltanum í dag. Miðaverð á leikinn er það hæsta sem hefur verið í háskólaboltanum. „Ég er að komast nær og nær metinu hans Pete. Ég man eftir því þegar ég var í gagnfræðaskóla þá var fólk að koma til mín til að tala um Pete. Þau sögðu við: Þú verður að horfa á hann á YouTube,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira