Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð og fæstir þeirra sem ljúka afplánun taka virkan þátt á vinnumarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður úr könnun sem Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, gerði í íslenskum fangelsum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að stjórnvöld skoði félagshagfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þegar fangar hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu með fangelsisvist. Að mati Afstöðu endurspegla niðurstöður könnunarinnar þá staðreynd að íslenskir fangar eru upp til hópa einstaklingar sem misst hafa af tækifærum í lífinu sem öðrum þykja sjálfsögð. Einstaklingar sem hafa glímt hafa við mikinn félagslegan vanda sem litað hefur líf þeirra á alla vegu og orðið til þess að þeir beygi af réttri braut. Þar sem endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er mjög há og gera má ráð fyrir að annar hver einstaklingur hljóti fangelsisdóm aftur má draga þá ályktun að fæstir þeir sem fara í gegnum fangelsiskerfið hér á landi fari nokkurn tíma á vinnumarkað. Sú ályktun er meðal annars byggð á þeirri staðreynd að dómþolum er gert að greiða sektir, bætur, sakarkostnað og uppsöfnuð meðlög. Þetta eru skuldir sem fylgja miðanum út í frelsið og tekur því við sannkallað skuldafangelsi sem varað getur út ævina. Skuldafangelsið birtist helst í því að 70% af launum viðkomandi eru sjálfkrafa dregin frá upp í umræddar skuldir þrátt fyrir að augljóst megi heita að ekki nokkur einstaklingur í veikri stöðu geti lifað af 30% launa sinna. Þetta leiðir óumflýjanlega til þess að fyrrum dómþolar finna sér störf í svörtu hagkerfi og komast því í raun aldrei almennilega út í hið frjálsa samfélag. Líkurnar aukast því verulega á áframhaldandi glæpastarfsemi sem oftar en ekki endar með nýjum fangelsisdómi. Afstaða telur þetta verulegt áhyggjuefni og ljóst að félagslegt stuðningsnet eftir afplánun er þakið götum. Stjórnvöld verða að opna augun fyrir því að þetta fyrirkomulag hindrar farsæla aðlögun að samfélaginu og eykur ítrekunartíðni glæpa með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið allt. Afstaða skorar á ríkisstjórnina að setja á fót starfshóp þvert á ráðuneyti til að skoða í grunninn tengslin á milli efnahagslegra erfiðleika, takmarkaðra atvinnutækifæra og þátttöku í glæpum með tilliti til núverandi fyrirkomulags og finna leiðir til að styðja við fyrrverandi fanga í þessari stöðu. Tryggja verður að félagslegt stuðningsnet skili árangri og víkja frá þeirri stefnu sem stuðlar að skuldafangelsi. Könnunin var lögð fyrir sextíu fanga úrtak í íslenskum fangelsum og var svarhlutfall um 90%, sem er alls ekki sjálfsagt. Könnunin var einföld og eingöngu leitað svara við því í hvaða stéttarfélag og í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi hafði greitt í einhvern tíma á ævinni fyrir afplánun. Niðurstöðurnar voru jafnframt á þá leið að 45% þeirra sem höfðu greitt í þessa sjóði greiddu í Eflingu stéttarfélag og Gildi lífeyrissjóð. Sú niðurstaða leiðir jafnframt til þess að frekari rannsókna er þörf þegar kemur að efnahagslegum tengslum við glæpastarfsemi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð og fæstir þeirra sem ljúka afplánun taka virkan þátt á vinnumarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður úr könnun sem Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, gerði í íslenskum fangelsum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að stjórnvöld skoði félagshagfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þegar fangar hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu með fangelsisvist. Að mati Afstöðu endurspegla niðurstöður könnunarinnar þá staðreynd að íslenskir fangar eru upp til hópa einstaklingar sem misst hafa af tækifærum í lífinu sem öðrum þykja sjálfsögð. Einstaklingar sem hafa glímt hafa við mikinn félagslegan vanda sem litað hefur líf þeirra á alla vegu og orðið til þess að þeir beygi af réttri braut. Þar sem endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er mjög há og gera má ráð fyrir að annar hver einstaklingur hljóti fangelsisdóm aftur má draga þá ályktun að fæstir þeir sem fara í gegnum fangelsiskerfið hér á landi fari nokkurn tíma á vinnumarkað. Sú ályktun er meðal annars byggð á þeirri staðreynd að dómþolum er gert að greiða sektir, bætur, sakarkostnað og uppsöfnuð meðlög. Þetta eru skuldir sem fylgja miðanum út í frelsið og tekur því við sannkallað skuldafangelsi sem varað getur út ævina. Skuldafangelsið birtist helst í því að 70% af launum viðkomandi eru sjálfkrafa dregin frá upp í umræddar skuldir þrátt fyrir að augljóst megi heita að ekki nokkur einstaklingur í veikri stöðu geti lifað af 30% launa sinna. Þetta leiðir óumflýjanlega til þess að fyrrum dómþolar finna sér störf í svörtu hagkerfi og komast því í raun aldrei almennilega út í hið frjálsa samfélag. Líkurnar aukast því verulega á áframhaldandi glæpastarfsemi sem oftar en ekki endar með nýjum fangelsisdómi. Afstaða telur þetta verulegt áhyggjuefni og ljóst að félagslegt stuðningsnet eftir afplánun er þakið götum. Stjórnvöld verða að opna augun fyrir því að þetta fyrirkomulag hindrar farsæla aðlögun að samfélaginu og eykur ítrekunartíðni glæpa með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið allt. Afstaða skorar á ríkisstjórnina að setja á fót starfshóp þvert á ráðuneyti til að skoða í grunninn tengslin á milli efnahagslegra erfiðleika, takmarkaðra atvinnutækifæra og þátttöku í glæpum með tilliti til núverandi fyrirkomulags og finna leiðir til að styðja við fyrrverandi fanga í þessari stöðu. Tryggja verður að félagslegt stuðningsnet skili árangri og víkja frá þeirri stefnu sem stuðlar að skuldafangelsi. Könnunin var lögð fyrir sextíu fanga úrtak í íslenskum fangelsum og var svarhlutfall um 90%, sem er alls ekki sjálfsagt. Könnunin var einföld og eingöngu leitað svara við því í hvaða stéttarfélag og í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi hafði greitt í einhvern tíma á ævinni fyrir afplánun. Niðurstöðurnar voru jafnframt á þá leið að 45% þeirra sem höfðu greitt í þessa sjóði greiddu í Eflingu stéttarfélag og Gildi lífeyrissjóð. Sú niðurstaða leiðir jafnframt til þess að frekari rannsókna er þörf þegar kemur að efnahagslegum tengslum við glæpastarfsemi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar