Utan vallar: Ástæðan fyrir því að Elvar var maður leiksins í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2024 09:30 Elvar Már Friðiksson gaf ekkert eftir þótt á móti blæsi og fann leiðina að sigri með útsjónarsemi og keppnishörku. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM mjög vel í gærkvöldi með endurkomusigri á Ungverjum. Það voru margir að skila til liðsins í gær og því ekki auðvelt að velja mann leiksins. Það var þó andlegur styrkur eins manns sem mér fannst standa upp úr. Auðvitað má nefna Martin Hermannsson sem var stigahæstur í endurkomunni með 17 stig, Tryggvi Snær Hlinason var með tvennu (14 stig og 11 fráköst), Kristinn Pálsson kom með frábær 11 stig inn af bekknum og Ægir Þór Steinarsson breytti ákefð varnarleiksins í sinni innkomu. Fleiri lögðu líka til sigursins enda hefur breidd íslenska liðsins aukist að undanförnu. Sá sem stendur þó upp úr í mínum augum er Elvar Már Friðriksson. Stór ástæða fyrir þeirri skoðun minni er að eftir 25 mínútna leik var íslenska liðið níu stigum undir, 38-47, og Elvar búinn að vera hörmulegur. Leikurinn var að renna frá íslenska liðinu og um leið draumurinn um Eurobasket 2025 að fjarlægjast. Tvö stig á tuttugu mínútum Elvar var langt frá sínu besta. Tvö stig og þrettán prósent skotnýting (1 af 8) á tæplega tuttugu mínútum í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið hafði líka tapað með 10 stigum þann tíma sem hann var inn á gólfinu. Vísir/Hulda Margrét Allt til alls til að leggja árar á bát, draga sig í hlé og sætta sig við að það komi dagur eftir þennan dag. Þetta var samt eftir allt saman dagurinn hans Elvars. Elvar Már Friðriksson þekkir það ekki að gefast upp eða hætta. Hann er búinn að spila í klikkuninni í Grikklandi í allan vetur og hefur séð ýmislegt á ferlinum. Elvar sagði líka skemmtilega frá hugsunargangi sínum í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Ég fór þá bara að pönkast í honum“ „Ótrúlega erfið fæðing. Ég var að reyna að vera ekki of langt niðri í hálfleik. Ég var að reyna gíra mig upp og þurfti að finna aðrar leiðir. Svo sá ég á stærstu stjörnunni þeirra að hann var að pirra sig á því þegar við vorum að ýta eitthvað í hann og koma við hann,“ sagði Elvar í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu Rúv eftir leikinn. Hann var þar að tala um Ungverjann öfluga Adam Hanga. Hanga var með sjö stig á þessum tímapunkti en skoraði ekki eitt stig það sem eftir var leiksins. Klikkaði á fjórum síðustu skotum sínum. „Ég fór þá bara að pönkast í honum og koma mér inn í leikinn þannig. Ég fékk þá auðvelda körfu, komst á vítalínuna. Það var svo þægilegt að sjá boltann fara ofan í og þá kom sjálfstraustið á núll einni. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Ég var ánægður að geta snúið þessu við því þetta var mjög erfitt í byrjun fyrir mig,“ sagði Elvar. Elvar sá boltann fara ofan í á vítalínunni og kveikti á sér á ný.Vísir/Hulda Margrét Bjó til fleiri stig en Ungverjarnir skoruðu Íslenska liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins með fjórtán stigum eða 32-18. Elvar skoraði 11 stig á þessum lokamínútum og gaf 4 stoðsendingar að auki. Hann bjó samtals til 20 stig fyrir íslenska liðið eða meira en allt ungverska liðið skoraði til samans á lokakafla leiksins. Hann átti líka mikinn þátt í frábærum varnarleik íslenska liðsins á þessum snúningspunkti í leiknum. Á þessum lokamínútum sýndi Elvar svart á hvítu keppnishörku sína, leiklestur og andlegan styrk. Hann hefur þurft að taka á sig miklu meiri ábyrgð í fjarveru Martins og nú þegar við höfum þá saman hlið við hlið á ný er ástæða til að vera bjartsýn á það að íslenska körfuboltalandsliðið komist aftur á stórmót í næstu framtíð. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Utan vallar Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
Auðvitað má nefna Martin Hermannsson sem var stigahæstur í endurkomunni með 17 stig, Tryggvi Snær Hlinason var með tvennu (14 stig og 11 fráköst), Kristinn Pálsson kom með frábær 11 stig inn af bekknum og Ægir Þór Steinarsson breytti ákefð varnarleiksins í sinni innkomu. Fleiri lögðu líka til sigursins enda hefur breidd íslenska liðsins aukist að undanförnu. Sá sem stendur þó upp úr í mínum augum er Elvar Már Friðriksson. Stór ástæða fyrir þeirri skoðun minni er að eftir 25 mínútna leik var íslenska liðið níu stigum undir, 38-47, og Elvar búinn að vera hörmulegur. Leikurinn var að renna frá íslenska liðinu og um leið draumurinn um Eurobasket 2025 að fjarlægjast. Tvö stig á tuttugu mínútum Elvar var langt frá sínu besta. Tvö stig og þrettán prósent skotnýting (1 af 8) á tæplega tuttugu mínútum í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið hafði líka tapað með 10 stigum þann tíma sem hann var inn á gólfinu. Vísir/Hulda Margrét Allt til alls til að leggja árar á bát, draga sig í hlé og sætta sig við að það komi dagur eftir þennan dag. Þetta var samt eftir allt saman dagurinn hans Elvars. Elvar Már Friðriksson þekkir það ekki að gefast upp eða hætta. Hann er búinn að spila í klikkuninni í Grikklandi í allan vetur og hefur séð ýmislegt á ferlinum. Elvar sagði líka skemmtilega frá hugsunargangi sínum í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Ég fór þá bara að pönkast í honum“ „Ótrúlega erfið fæðing. Ég var að reyna að vera ekki of langt niðri í hálfleik. Ég var að reyna gíra mig upp og þurfti að finna aðrar leiðir. Svo sá ég á stærstu stjörnunni þeirra að hann var að pirra sig á því þegar við vorum að ýta eitthvað í hann og koma við hann,“ sagði Elvar í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu Rúv eftir leikinn. Hann var þar að tala um Ungverjann öfluga Adam Hanga. Hanga var með sjö stig á þessum tímapunkti en skoraði ekki eitt stig það sem eftir var leiksins. Klikkaði á fjórum síðustu skotum sínum. „Ég fór þá bara að pönkast í honum og koma mér inn í leikinn þannig. Ég fékk þá auðvelda körfu, komst á vítalínuna. Það var svo þægilegt að sjá boltann fara ofan í og þá kom sjálfstraustið á núll einni. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Ég var ánægður að geta snúið þessu við því þetta var mjög erfitt í byrjun fyrir mig,“ sagði Elvar. Elvar sá boltann fara ofan í á vítalínunni og kveikti á sér á ný.Vísir/Hulda Margrét Bjó til fleiri stig en Ungverjarnir skoruðu Íslenska liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins með fjórtán stigum eða 32-18. Elvar skoraði 11 stig á þessum lokamínútum og gaf 4 stoðsendingar að auki. Hann bjó samtals til 20 stig fyrir íslenska liðið eða meira en allt ungverska liðið skoraði til samans á lokakafla leiksins. Hann átti líka mikinn þátt í frábærum varnarleik íslenska liðsins á þessum snúningspunkti í leiknum. Á þessum lokamínútum sýndi Elvar svart á hvítu keppnishörku sína, leiklestur og andlegan styrk. Hann hefur þurft að taka á sig miklu meiri ábyrgð í fjarveru Martins og nú þegar við höfum þá saman hlið við hlið á ný er ástæða til að vera bjartsýn á það að íslenska körfuboltalandsliðið komist aftur á stórmót í næstu framtíð.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Utan vallar Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins