„Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni“ Atli Arason skrifar 22. febrúar 2024 23:06 Craig Pedersen, þjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn í kvöld, enda enginn þörf á því. Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15