Körfubolti

Góður annar leik­hluti lagði grunninn að sigri Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa
Nicolo Melli var frábær í kvöld.
Nicolo Melli var frábær í kvöld. Kevin C. Cox/Getty Images

Ítalía lagði Tyrkland í undankeppni EM karla í körfubolta sem fram fer á næsta ári. Um var að ræða fyrsta leik þjóðanna í undankeppninni. Ítalía og Tyrkland eru í B-riðli ásamt Íslandi og Ungverjalandi.

Leikur kvöldsins fór fram í Pesaro á Ítalíu og var hnífjafn í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 24-24. Í öðrum leikhluta stigu heimamenn á bensíngjöfina á meðan sóknarleikur gestanna var hvergi sjáanlegur, staðan í hálfleik 50-39.

Tyrkjum gegn illa að ögra forystu heimamanna og var það ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem þeir náðu einhverju áhlaupi. Það var hins vegar of lítið, of seint og Ítalía vann sjö stiga sigur á endanum. Lokatölur í Pesaro 87-80. Það eru því Ísland og Ítalía sem byrja undankeppnina á sigri á meðan Tyrkland og Ungverjaland eru án stiga.

Nicolo Melli var stigahæstur hjá Ítalíu með 17 stig, jafnframt tók hann 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Tarik Biberovic var stigahæstur hjá gestunum með 27 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×