Skynsemin mun sigra Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 15:01 Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. Forstjórinn sagðist treysta því að skynsemin myndi sigra en hann væri jafnframt meðvitaður um að samþykki samfélagsins væri forsenda fyrir því að stunda sjókvíaeldi á Íslandi. Á góðum degi mætti túlka þetta þannig að hann sé búinn að átta sig á því hvernig í pottinn er búið og ætli að pakka saman - en því miður – maðurinn er bara svona hrokafullur. Það felst nefnilega töluvert yfirlæti í að lýsa því yfir að meirihluti þjóðarinnar sé óskynsamur í stað þess að horfast í augu við að iðnaðurinn sé mengandi, ósjálfbær og andstæður öllu sem Ísland er þekktast fyrir. Þetta er nefnilega iðnaður sem stefnir villtum laxastofnum í hættu, eyðir botnlífi, ógnar siglingaleiðum og vinnur gegn markmiðum annarra atvinnugreina. Þessi iðnaður hrifsar tekjur af fjölskyldum bænda, svertir ímynd Íslands sem upprunalands hreinna afurða með því að framleiða matvöru sem byggir á úrkynjun, lyfjanotkun, arðráni og ásökunum um samkeppnis- og umhverfisbrot. Þá má einnig nefna að allt þetta bix treystir á úrelta tækni, sbr. allar ógöngurnar sem sjókvíaeldið hefur ratað í. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og það vita flestir, líka þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Allar líkur eru á að sagan muni endurtaka sig í tilteknum byggðalögum landsins þar sem verið er að veðja á iðnað sem er skilgreindur mengandi á tímum þar sem við þurfum meira en nokkru sinni að huga að verndun vistkerfis okkar. Við erum ekki Guð Ég mæli með því að fólk horfi á Laxaþjóð til að kynna sér málstað þeirra sem skilja að hugmyndafræði sjókvíaeldis byggir alltaf á arðráni. Við erum ekki Guð, segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari í myndinni. Við höfum nefnilega engan rétt á að taka svona stórar ákvarðanir fyrir framtíðina. Það má ekki einblína á útflutningstekjur dagsins í dag, við verðum að meta hagsæld út frá fleiri þáttum en peningum. Með verndun fjarðanna myndum við fjárfesta í óspilltri náttúru og þar með tryggja grunn fyrir framtíð hinna ýmsu greina, til dæmis ferðaþjónustu. Sú leið er vissulega meira krefjandi fyrir stjórnmálafólkið sem hefur enn ekki lagt á sig að finna leiðir til uppbyggingar fyrir samfélögin sem misstu kvótann og hafa setið hjá þegar kemur að mótun byggðastefnu og innviðauppbyggingar. Það þýðir ekki að þær leiðir séu ekki til. Það hafa aldrei verið fleiri tækifæri þegar kemur að störfum án staðsetningar, það hefur aldrei verið til eins mikið af menntuðu, skapandi og kláru fólki í samfélaginu okkar og samskipti okkar við umheiminn hafa aldrei verið eins mikil. Þessi mantra um að eina bjargráð brothættra byggða sé mengandi iðnaður sem skaðar aðra geira er ekki boðleg lengur og þessu mjálmi verður að linna. Erum við nógu hugrökk? Hugrökk stjórnmálakona frá Washingtonríki í Bandaríkjunum að nafni Hilary Franz spjallaði við áhorfendur á frumsýningu Laxaþjóðar. Hún kom að því að banna sjókvíaeldi í fylkinu eftir að alvarlegt umhverfisslys átti sér stað. Síðan þá hafa allar málsóknir gegn ákvörðuninni unnist og hún réðst strax í það verkefni að skapa ný störf í stað þeirra sem töpuðust. Hilary Franz benti á að það þurfi hugrekki til að standa með því sem er rétt þegar staðreyndirnar blasa við. Þetta var okkur áhorfendum mikilvægt veganesti. Umhverfisslysin eru farin að hrannast upp í sjókvíaeldi á Íslandi og iðnaðurinn ekki á betri leið hér en í Washington fylki. En spurningin er, erum við nógu hugrökk? Vestrið villta Það nýjasta í þessum farsa er að öll sjókvíaeldisleyfi við Ísland brjóta í bága við lög þar sem ekkert þeirra er með byggingarleyfi, staðreynd sem lengi hefur verið kunn en ekki hefur verið brugðist við fyrr en nú. Stofnanir ríkisins virðast semsagt ekki vita hvernig þær eigi að bregðast við og nokkuð ljóst að regluverkið er ennþá ekki klárt og vestrið villta ennþá í fullu fjöri, ekkert breyst eða gerst síðan hrunskýrslan yfir iðnaðinum kom út. Getur hugsast að það sé þess vegna sem iðnaðurinn hefur valið að gera strandhögg hér á landi? Við vitum alveg um hvað málið snýst. Forstjóri Mowi þarf ekki að klappa okkur á kollinn og við frábiðjum okkur þennan hroka. Myndin Laxaþjóð er 30 mín heimildarmynd og er aðgengileg hér. Höfundur er formaður VÁ félags um vernd fjarðar, Seyðisfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. Forstjórinn sagðist treysta því að skynsemin myndi sigra en hann væri jafnframt meðvitaður um að samþykki samfélagsins væri forsenda fyrir því að stunda sjókvíaeldi á Íslandi. Á góðum degi mætti túlka þetta þannig að hann sé búinn að átta sig á því hvernig í pottinn er búið og ætli að pakka saman - en því miður – maðurinn er bara svona hrokafullur. Það felst nefnilega töluvert yfirlæti í að lýsa því yfir að meirihluti þjóðarinnar sé óskynsamur í stað þess að horfast í augu við að iðnaðurinn sé mengandi, ósjálfbær og andstæður öllu sem Ísland er þekktast fyrir. Þetta er nefnilega iðnaður sem stefnir villtum laxastofnum í hættu, eyðir botnlífi, ógnar siglingaleiðum og vinnur gegn markmiðum annarra atvinnugreina. Þessi iðnaður hrifsar tekjur af fjölskyldum bænda, svertir ímynd Íslands sem upprunalands hreinna afurða með því að framleiða matvöru sem byggir á úrkynjun, lyfjanotkun, arðráni og ásökunum um samkeppnis- og umhverfisbrot. Þá má einnig nefna að allt þetta bix treystir á úrelta tækni, sbr. allar ógöngurnar sem sjókvíaeldið hefur ratað í. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og það vita flestir, líka þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Allar líkur eru á að sagan muni endurtaka sig í tilteknum byggðalögum landsins þar sem verið er að veðja á iðnað sem er skilgreindur mengandi á tímum þar sem við þurfum meira en nokkru sinni að huga að verndun vistkerfis okkar. Við erum ekki Guð Ég mæli með því að fólk horfi á Laxaþjóð til að kynna sér málstað þeirra sem skilja að hugmyndafræði sjókvíaeldis byggir alltaf á arðráni. Við erum ekki Guð, segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari í myndinni. Við höfum nefnilega engan rétt á að taka svona stórar ákvarðanir fyrir framtíðina. Það má ekki einblína á útflutningstekjur dagsins í dag, við verðum að meta hagsæld út frá fleiri þáttum en peningum. Með verndun fjarðanna myndum við fjárfesta í óspilltri náttúru og þar með tryggja grunn fyrir framtíð hinna ýmsu greina, til dæmis ferðaþjónustu. Sú leið er vissulega meira krefjandi fyrir stjórnmálafólkið sem hefur enn ekki lagt á sig að finna leiðir til uppbyggingar fyrir samfélögin sem misstu kvótann og hafa setið hjá þegar kemur að mótun byggðastefnu og innviðauppbyggingar. Það þýðir ekki að þær leiðir séu ekki til. Það hafa aldrei verið fleiri tækifæri þegar kemur að störfum án staðsetningar, það hefur aldrei verið til eins mikið af menntuðu, skapandi og kláru fólki í samfélaginu okkar og samskipti okkar við umheiminn hafa aldrei verið eins mikil. Þessi mantra um að eina bjargráð brothættra byggða sé mengandi iðnaður sem skaðar aðra geira er ekki boðleg lengur og þessu mjálmi verður að linna. Erum við nógu hugrökk? Hugrökk stjórnmálakona frá Washingtonríki í Bandaríkjunum að nafni Hilary Franz spjallaði við áhorfendur á frumsýningu Laxaþjóðar. Hún kom að því að banna sjókvíaeldi í fylkinu eftir að alvarlegt umhverfisslys átti sér stað. Síðan þá hafa allar málsóknir gegn ákvörðuninni unnist og hún réðst strax í það verkefni að skapa ný störf í stað þeirra sem töpuðust. Hilary Franz benti á að það þurfi hugrekki til að standa með því sem er rétt þegar staðreyndirnar blasa við. Þetta var okkur áhorfendum mikilvægt veganesti. Umhverfisslysin eru farin að hrannast upp í sjókvíaeldi á Íslandi og iðnaðurinn ekki á betri leið hér en í Washington fylki. En spurningin er, erum við nógu hugrökk? Vestrið villta Það nýjasta í þessum farsa er að öll sjókvíaeldisleyfi við Ísland brjóta í bága við lög þar sem ekkert þeirra er með byggingarleyfi, staðreynd sem lengi hefur verið kunn en ekki hefur verið brugðist við fyrr en nú. Stofnanir ríkisins virðast semsagt ekki vita hvernig þær eigi að bregðast við og nokkuð ljóst að regluverkið er ennþá ekki klárt og vestrið villta ennþá í fullu fjöri, ekkert breyst eða gerst síðan hrunskýrslan yfir iðnaðinum kom út. Getur hugsast að það sé þess vegna sem iðnaðurinn hefur valið að gera strandhögg hér á landi? Við vitum alveg um hvað málið snýst. Forstjóri Mowi þarf ekki að klappa okkur á kollinn og við frábiðjum okkur þennan hroka. Myndin Laxaþjóð er 30 mín heimildarmynd og er aðgengileg hér. Höfundur er formaður VÁ félags um vernd fjarðar, Seyðisfirði.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar