Skynsemin mun sigra Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 15:01 Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. Forstjórinn sagðist treysta því að skynsemin myndi sigra en hann væri jafnframt meðvitaður um að samþykki samfélagsins væri forsenda fyrir því að stunda sjókvíaeldi á Íslandi. Á góðum degi mætti túlka þetta þannig að hann sé búinn að átta sig á því hvernig í pottinn er búið og ætli að pakka saman - en því miður – maðurinn er bara svona hrokafullur. Það felst nefnilega töluvert yfirlæti í að lýsa því yfir að meirihluti þjóðarinnar sé óskynsamur í stað þess að horfast í augu við að iðnaðurinn sé mengandi, ósjálfbær og andstæður öllu sem Ísland er þekktast fyrir. Þetta er nefnilega iðnaður sem stefnir villtum laxastofnum í hættu, eyðir botnlífi, ógnar siglingaleiðum og vinnur gegn markmiðum annarra atvinnugreina. Þessi iðnaður hrifsar tekjur af fjölskyldum bænda, svertir ímynd Íslands sem upprunalands hreinna afurða með því að framleiða matvöru sem byggir á úrkynjun, lyfjanotkun, arðráni og ásökunum um samkeppnis- og umhverfisbrot. Þá má einnig nefna að allt þetta bix treystir á úrelta tækni, sbr. allar ógöngurnar sem sjókvíaeldið hefur ratað í. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og það vita flestir, líka þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Allar líkur eru á að sagan muni endurtaka sig í tilteknum byggðalögum landsins þar sem verið er að veðja á iðnað sem er skilgreindur mengandi á tímum þar sem við þurfum meira en nokkru sinni að huga að verndun vistkerfis okkar. Við erum ekki Guð Ég mæli með því að fólk horfi á Laxaþjóð til að kynna sér málstað þeirra sem skilja að hugmyndafræði sjókvíaeldis byggir alltaf á arðráni. Við erum ekki Guð, segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari í myndinni. Við höfum nefnilega engan rétt á að taka svona stórar ákvarðanir fyrir framtíðina. Það má ekki einblína á útflutningstekjur dagsins í dag, við verðum að meta hagsæld út frá fleiri þáttum en peningum. Með verndun fjarðanna myndum við fjárfesta í óspilltri náttúru og þar með tryggja grunn fyrir framtíð hinna ýmsu greina, til dæmis ferðaþjónustu. Sú leið er vissulega meira krefjandi fyrir stjórnmálafólkið sem hefur enn ekki lagt á sig að finna leiðir til uppbyggingar fyrir samfélögin sem misstu kvótann og hafa setið hjá þegar kemur að mótun byggðastefnu og innviðauppbyggingar. Það þýðir ekki að þær leiðir séu ekki til. Það hafa aldrei verið fleiri tækifæri þegar kemur að störfum án staðsetningar, það hefur aldrei verið til eins mikið af menntuðu, skapandi og kláru fólki í samfélaginu okkar og samskipti okkar við umheiminn hafa aldrei verið eins mikil. Þessi mantra um að eina bjargráð brothættra byggða sé mengandi iðnaður sem skaðar aðra geira er ekki boðleg lengur og þessu mjálmi verður að linna. Erum við nógu hugrökk? Hugrökk stjórnmálakona frá Washingtonríki í Bandaríkjunum að nafni Hilary Franz spjallaði við áhorfendur á frumsýningu Laxaþjóðar. Hún kom að því að banna sjókvíaeldi í fylkinu eftir að alvarlegt umhverfisslys átti sér stað. Síðan þá hafa allar málsóknir gegn ákvörðuninni unnist og hún réðst strax í það verkefni að skapa ný störf í stað þeirra sem töpuðust. Hilary Franz benti á að það þurfi hugrekki til að standa með því sem er rétt þegar staðreyndirnar blasa við. Þetta var okkur áhorfendum mikilvægt veganesti. Umhverfisslysin eru farin að hrannast upp í sjókvíaeldi á Íslandi og iðnaðurinn ekki á betri leið hér en í Washington fylki. En spurningin er, erum við nógu hugrökk? Vestrið villta Það nýjasta í þessum farsa er að öll sjókvíaeldisleyfi við Ísland brjóta í bága við lög þar sem ekkert þeirra er með byggingarleyfi, staðreynd sem lengi hefur verið kunn en ekki hefur verið brugðist við fyrr en nú. Stofnanir ríkisins virðast semsagt ekki vita hvernig þær eigi að bregðast við og nokkuð ljóst að regluverkið er ennþá ekki klárt og vestrið villta ennþá í fullu fjöri, ekkert breyst eða gerst síðan hrunskýrslan yfir iðnaðinum kom út. Getur hugsast að það sé þess vegna sem iðnaðurinn hefur valið að gera strandhögg hér á landi? Við vitum alveg um hvað málið snýst. Forstjóri Mowi þarf ekki að klappa okkur á kollinn og við frábiðjum okkur þennan hroka. Myndin Laxaþjóð er 30 mín heimildarmynd og er aðgengileg hér. Höfundur er formaður VÁ félags um vernd fjarðar, Seyðisfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. Forstjórinn sagðist treysta því að skynsemin myndi sigra en hann væri jafnframt meðvitaður um að samþykki samfélagsins væri forsenda fyrir því að stunda sjókvíaeldi á Íslandi. Á góðum degi mætti túlka þetta þannig að hann sé búinn að átta sig á því hvernig í pottinn er búið og ætli að pakka saman - en því miður – maðurinn er bara svona hrokafullur. Það felst nefnilega töluvert yfirlæti í að lýsa því yfir að meirihluti þjóðarinnar sé óskynsamur í stað þess að horfast í augu við að iðnaðurinn sé mengandi, ósjálfbær og andstæður öllu sem Ísland er þekktast fyrir. Þetta er nefnilega iðnaður sem stefnir villtum laxastofnum í hættu, eyðir botnlífi, ógnar siglingaleiðum og vinnur gegn markmiðum annarra atvinnugreina. Þessi iðnaður hrifsar tekjur af fjölskyldum bænda, svertir ímynd Íslands sem upprunalands hreinna afurða með því að framleiða matvöru sem byggir á úrkynjun, lyfjanotkun, arðráni og ásökunum um samkeppnis- og umhverfisbrot. Þá má einnig nefna að allt þetta bix treystir á úrelta tækni, sbr. allar ógöngurnar sem sjókvíaeldið hefur ratað í. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og það vita flestir, líka þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Allar líkur eru á að sagan muni endurtaka sig í tilteknum byggðalögum landsins þar sem verið er að veðja á iðnað sem er skilgreindur mengandi á tímum þar sem við þurfum meira en nokkru sinni að huga að verndun vistkerfis okkar. Við erum ekki Guð Ég mæli með því að fólk horfi á Laxaþjóð til að kynna sér málstað þeirra sem skilja að hugmyndafræði sjókvíaeldis byggir alltaf á arðráni. Við erum ekki Guð, segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari í myndinni. Við höfum nefnilega engan rétt á að taka svona stórar ákvarðanir fyrir framtíðina. Það má ekki einblína á útflutningstekjur dagsins í dag, við verðum að meta hagsæld út frá fleiri þáttum en peningum. Með verndun fjarðanna myndum við fjárfesta í óspilltri náttúru og þar með tryggja grunn fyrir framtíð hinna ýmsu greina, til dæmis ferðaþjónustu. Sú leið er vissulega meira krefjandi fyrir stjórnmálafólkið sem hefur enn ekki lagt á sig að finna leiðir til uppbyggingar fyrir samfélögin sem misstu kvótann og hafa setið hjá þegar kemur að mótun byggðastefnu og innviðauppbyggingar. Það þýðir ekki að þær leiðir séu ekki til. Það hafa aldrei verið fleiri tækifæri þegar kemur að störfum án staðsetningar, það hefur aldrei verið til eins mikið af menntuðu, skapandi og kláru fólki í samfélaginu okkar og samskipti okkar við umheiminn hafa aldrei verið eins mikil. Þessi mantra um að eina bjargráð brothættra byggða sé mengandi iðnaður sem skaðar aðra geira er ekki boðleg lengur og þessu mjálmi verður að linna. Erum við nógu hugrökk? Hugrökk stjórnmálakona frá Washingtonríki í Bandaríkjunum að nafni Hilary Franz spjallaði við áhorfendur á frumsýningu Laxaþjóðar. Hún kom að því að banna sjókvíaeldi í fylkinu eftir að alvarlegt umhverfisslys átti sér stað. Síðan þá hafa allar málsóknir gegn ákvörðuninni unnist og hún réðst strax í það verkefni að skapa ný störf í stað þeirra sem töpuðust. Hilary Franz benti á að það þurfi hugrekki til að standa með því sem er rétt þegar staðreyndirnar blasa við. Þetta var okkur áhorfendum mikilvægt veganesti. Umhverfisslysin eru farin að hrannast upp í sjókvíaeldi á Íslandi og iðnaðurinn ekki á betri leið hér en í Washington fylki. En spurningin er, erum við nógu hugrökk? Vestrið villta Það nýjasta í þessum farsa er að öll sjókvíaeldisleyfi við Ísland brjóta í bága við lög þar sem ekkert þeirra er með byggingarleyfi, staðreynd sem lengi hefur verið kunn en ekki hefur verið brugðist við fyrr en nú. Stofnanir ríkisins virðast semsagt ekki vita hvernig þær eigi að bregðast við og nokkuð ljóst að regluverkið er ennþá ekki klárt og vestrið villta ennþá í fullu fjöri, ekkert breyst eða gerst síðan hrunskýrslan yfir iðnaðinum kom út. Getur hugsast að það sé þess vegna sem iðnaðurinn hefur valið að gera strandhögg hér á landi? Við vitum alveg um hvað málið snýst. Forstjóri Mowi þarf ekki að klappa okkur á kollinn og við frábiðjum okkur þennan hroka. Myndin Laxaþjóð er 30 mín heimildarmynd og er aðgengileg hér. Höfundur er formaður VÁ félags um vernd fjarðar, Seyðisfirði.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar