Körfubolti

Orri at­kvæða­mikill í sigri Swans Gmunden

Siggeir Ævarsson skrifar
Orri Gunnarsson í leik með Haukum á síðustu leiktíð
Orri Gunnarsson í leik með Haukum á síðustu leiktíð Vísir/Diego

Landsliðsmaðurinn Orri Gunnarsson átti góðan leik fyrir Swans Gmunden þegar liðið lagði Graz UBSC í austurrísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 77-94.

Orri var næst stigahæstur sinna manna, skoraði 15 stig í leiknum og bætti við fjórum stoðsendingum og tveimur fráköstum. Orri og félagar í Swans Gmunden eru næst efstir í deildinni, fjórum stigum á eftir hertogunum frá Klosterneuburg.

Orri var ekki einu Íslendingurinn í eldlínunni í Evrópukörfuboltanum í dag. Hilmar Smári Henningsson og félagar í Eisbären Bremerhaven í þýsku B-deildinni unnu góðan sigur á Nürnberg Falcons BC, 89-84. Hilmar lagði átta stig í púkkið, þrjár stoðsendingar og fjögur fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×