Að taka mark á konum Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 13:01 Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard, fyrirlestur sem ber heitið Raddir kvenna í hinu opinbera rými. Þar rekur hún með hvaða hætti konur sem taka þátt í opinberri umræðu hafa frá forngrikkjum til Facebook verið sagt að þegja og dregið hefur verið dár að röddu þeirra. Í fyrirlestri sínum rekur hún raddir kvenna í hinum forna heimi og tengir þær við kynsystur sínar sem hafa látið að sér kveða í nútímanum. Hún ber þess sjálf vitni að hafa þurft að takast á við fordóma í sinn garð á vettvangi fræðanna, þar sem karlar hafa kennivald framar konum. Sú þöggun sem á sér stað birtist í þeim myndum að konur sem tjá sig opinberlega eru gerðar karllægar og þannig gert lítið úr kyngervi þeirra, sagðar tilfinningasamar eða kvartsárar, raddblær kvenna hefur í fjölmiðlum ekki sömu áhrif og djúp karlarödd og sjónarmið þeirra fá minni athygli en karllæg. Alvarlegast er það ofbeldi sem konur í opinberri umræðu sæta, en Mary Beard varð fyrir miklum netárásum á samfélagsmiðlum í kjölfarið á því að hafa bent á jákvæð áhrif innflytjenda á breska menningu og breskt efnahagslíf. Árásirnar voru, eins og við þekkjum af íslenskum samfélagsmiðlum, flestar kynbundnar og kynferðislegar. Í fyrirlestri sínum nefnir hún tvær undantekningar í hinum forna heimi, þar sem konum var leyft að tala óáreittar, annarsvegar til varnar fjölskyldu sinni frammi fyrir rétti og hinsvegar við píslardauða, en mörg dæmi eru í rómverskum heimildum um að kristnar konur hafi borið trú sinni vitni áður en þeim var kastað fyrir ljónin. Að þeim undantekningum frátöldum ber heimildum saman um að konur eiga ekki heima í opinberri umræðu og að tilraunir þeirra til þátttöku hafa undantekningarlaust verið bældar niður. Í frásögnum guðspjallanna er María Magdalena miðlæg, þó guðspjallamennirnir leggi mismunandi áherslu á þátt hennar sem upprisuvitni. María Magdalena er ein stærsta persónan í frumkristni og mikilvægi hennar er kirkjunni í senn nauðsynleg og neyðarleg. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls er hún ein við opnu gröfina en í hinum guðspjöllunum er hún í fylgd kvenna, sem ekki eru nefndar annarsstaðar í frásögnunum. Í þeim öllum fær hún það hlutverk að bera upprisunni vitni til lærisveina Jesú. Sú staðreynd að kona verður fyrst upprisuvottur er jafnframt bundin vandkvæðum, þar sem frásagnir kvenna voru ekki álitnar marktækar, og hjá kristnum, gyðinglegum og rómverskum höfundum er gert lítið úr henni fyrir vikið. Þessi staðreynd, að konur voru fyrstu upprisuvitnin, gerði áreiðanleika frásagnarinnar minni í hugum þeirra sem hlýddu á og sú staðreynd gerir sagnfræðilegan áreiðanleika þess sterkari. Þegar litið er yfir ástand heimsins er auðvelt að fallast hendur gagnvart því ranglæti og þeirri illsku sem manneskjan er fær um en augu trúarinnar sjá möguleika mannsins til að breytast. Það fagnaðarerindi er kjarninn í boðskap kristninnar, að manneskjan á sér viðreisnar von og að við getum breytt þessum heimi. Mig langar að leggja til leið til að stíga stórtækt skref í átt að réttlátari heimi. Leiðin er að taka mark á konum á sama hátt og við tökum mark á körlum. Að við hættum að gera lítið úr eða draga dár að þeim systrum okkar sem taka þátt í opinberri umræðu, vitandi að þær munu mæta aðkasti og dómhörku á samfélagsmiðlum. Máli mínu til stuðnings get ég bent á þá blessun sem fylgdi því að taka mark á Maríu Magdalenu. Konur sem orða ofbeldi í sinn garð eru ekki kvartsárar, þær eru spámenn. Konur sem andmæla þeim stofnunum sem hamla þeim eru ekki frekar, þær eru siðbótakonur. Konur sem ljá opinberri umræðu röddu sína eru ekki mjóróma, þær eru rödd hrópandans í eyðimörkinni, og karlar sem leggja við hlustir heyra fagnaðarboðskap og öðlast fyrir vikið trú á betri heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Jafnréttismál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard, fyrirlestur sem ber heitið Raddir kvenna í hinu opinbera rými. Þar rekur hún með hvaða hætti konur sem taka þátt í opinberri umræðu hafa frá forngrikkjum til Facebook verið sagt að þegja og dregið hefur verið dár að röddu þeirra. Í fyrirlestri sínum rekur hún raddir kvenna í hinum forna heimi og tengir þær við kynsystur sínar sem hafa látið að sér kveða í nútímanum. Hún ber þess sjálf vitni að hafa þurft að takast á við fordóma í sinn garð á vettvangi fræðanna, þar sem karlar hafa kennivald framar konum. Sú þöggun sem á sér stað birtist í þeim myndum að konur sem tjá sig opinberlega eru gerðar karllægar og þannig gert lítið úr kyngervi þeirra, sagðar tilfinningasamar eða kvartsárar, raddblær kvenna hefur í fjölmiðlum ekki sömu áhrif og djúp karlarödd og sjónarmið þeirra fá minni athygli en karllæg. Alvarlegast er það ofbeldi sem konur í opinberri umræðu sæta, en Mary Beard varð fyrir miklum netárásum á samfélagsmiðlum í kjölfarið á því að hafa bent á jákvæð áhrif innflytjenda á breska menningu og breskt efnahagslíf. Árásirnar voru, eins og við þekkjum af íslenskum samfélagsmiðlum, flestar kynbundnar og kynferðislegar. Í fyrirlestri sínum nefnir hún tvær undantekningar í hinum forna heimi, þar sem konum var leyft að tala óáreittar, annarsvegar til varnar fjölskyldu sinni frammi fyrir rétti og hinsvegar við píslardauða, en mörg dæmi eru í rómverskum heimildum um að kristnar konur hafi borið trú sinni vitni áður en þeim var kastað fyrir ljónin. Að þeim undantekningum frátöldum ber heimildum saman um að konur eiga ekki heima í opinberri umræðu og að tilraunir þeirra til þátttöku hafa undantekningarlaust verið bældar niður. Í frásögnum guðspjallanna er María Magdalena miðlæg, þó guðspjallamennirnir leggi mismunandi áherslu á þátt hennar sem upprisuvitni. María Magdalena er ein stærsta persónan í frumkristni og mikilvægi hennar er kirkjunni í senn nauðsynleg og neyðarleg. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls er hún ein við opnu gröfina en í hinum guðspjöllunum er hún í fylgd kvenna, sem ekki eru nefndar annarsstaðar í frásögnunum. Í þeim öllum fær hún það hlutverk að bera upprisunni vitni til lærisveina Jesú. Sú staðreynd að kona verður fyrst upprisuvottur er jafnframt bundin vandkvæðum, þar sem frásagnir kvenna voru ekki álitnar marktækar, og hjá kristnum, gyðinglegum og rómverskum höfundum er gert lítið úr henni fyrir vikið. Þessi staðreynd, að konur voru fyrstu upprisuvitnin, gerði áreiðanleika frásagnarinnar minni í hugum þeirra sem hlýddu á og sú staðreynd gerir sagnfræðilegan áreiðanleika þess sterkari. Þegar litið er yfir ástand heimsins er auðvelt að fallast hendur gagnvart því ranglæti og þeirri illsku sem manneskjan er fær um en augu trúarinnar sjá möguleika mannsins til að breytast. Það fagnaðarerindi er kjarninn í boðskap kristninnar, að manneskjan á sér viðreisnar von og að við getum breytt þessum heimi. Mig langar að leggja til leið til að stíga stórtækt skref í átt að réttlátari heimi. Leiðin er að taka mark á konum á sama hátt og við tökum mark á körlum. Að við hættum að gera lítið úr eða draga dár að þeim systrum okkar sem taka þátt í opinberri umræðu, vitandi að þær munu mæta aðkasti og dómhörku á samfélagsmiðlum. Máli mínu til stuðnings get ég bent á þá blessun sem fylgdi því að taka mark á Maríu Magdalenu. Konur sem orða ofbeldi í sinn garð eru ekki kvartsárar, þær eru spámenn. Konur sem andmæla þeim stofnunum sem hamla þeim eru ekki frekar, þær eru siðbótakonur. Konur sem ljá opinberri umræðu röddu sína eru ekki mjóróma, þær eru rödd hrópandans í eyðimörkinni, og karlar sem leggja við hlustir heyra fagnaðarboðskap og öðlast fyrir vikið trú á betri heim.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar