Skotklukkudrama á Króknum: Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 07:30 Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út. Pavel Ermolinskij og lærisveinum hans í Tindastólsliðinu þótti á sér brotið. Samsett/Hulda Margrét/S2 Sport Njarðvík vann eins stigs sigur á Tindastóli á Sauðárkrók í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi en heimamönnum þótti á sér brotið undir lok leiksins. Tilþrifin á Stöð 2 Sport skoðuðu þessi tvö umdeildu atvik betur eftir leikinn. „Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
„Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira