Skotklukkudrama á Króknum: Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 07:30 Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út. Pavel Ermolinskij og lærisveinum hans í Tindastólsliðinu þótti á sér brotið. Samsett/Hulda Margrét/S2 Sport Njarðvík vann eins stigs sigur á Tindastóli á Sauðárkrók í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi en heimamönnum þótti á sér brotið undir lok leiksins. Tilþrifin á Stöð 2 Sport skoðuðu þessi tvö umdeildu atvik betur eftir leikinn. „Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
„Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira