Íslenskur háskólastúdent gefur íslensku séns Einar Geir Jónasson skrifar 16. febrúar 2024 08:01 Frá því að ég var lítill hef ég alltaf haft áhuga á landafræði, þá fyrst og fremst fjölbreytileika þjóðanna. Einn mikilvægasti þáttur fjölbreytileikans er tungumál hverrar þjóðar. Íslensk tunga er eitthvað sem við getum verið stolt af vegna þess að hún er gömul, falleg og stundum erfið og þar með skemmtilegri. Ef allir í heiminum töluðu sama tungumálið og önnur svæðisbundin mál myndu deyja út væri minna gaman. Enginn fjölbreytileiki og margt minna til umræðu. Sjálfur hef ég ferðast mikið utanlands og kynnst á þeim ferðum mörgum sem tala mismunandi mál. Fátt finnst mér skemmtilegra en að bera saman mál mitt og annarra og kenna mitt eigið mál. Sjálfur hef ég lagt stund á nám í þýsku og rússnesku og eykur það áhuga og kunnáttu á eigin máli. Á Íslandi eru margir ferðamenn sem skilja íslensku að engu leyti en til þess að þeir geti fengið nauðsynlegar leiðbeiningar þarf að hafa leiðbeiningar, skilti, matseðla o.s.frv. á ensku eða öðrum málum. Þessi hefð hefur aukist og hafa of margir alfarið hætt að hafa leiðbeiningar á íslensku og sumir haft hana með en þá sem annað mál og í minna letri. Það hlýtur að teljast til almennra mannréttinda að hafa aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum á opinbera tungumálinu í sínu í eigin landi. Sjálfum finnst mér ekki gaman að koma á staði sem eru eingöngu ætlaðir ferðamönnum og allt á ensku, sama hvort það sé hér eða erlendis. Það gerir staðinn að einhverju sem er eins hannað fyrir ferðamenn og er þá ekkert menningarlegt gildi í staðnum lengur. Ferðamennirnir gætu allt eins verið staddir í heimalandi sínu. Þetta finnst mér ekki gaman og vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að auka veg íslenskunnar og gefa henni séns. Til allrar hamingju er verkefnið Gefum íslensku séns búið að taka málin í eigin hendur og hefur staðið fyrir fjölda viðburða sem gefa Íslendingum og útlendingum tækifæri á að læra betur á málið. Þar má nefna hraðíslensku þar sem móðurmálshafi talar við nemanda eða áhugamann á íslensku og kynnist honum þannig á íslensku. Fyrir utan það að kynnast fólki gefur Gefum íslensku séns manni mikið þar sem maður eykur eigin kunnáttu með því að kenna hana. Það hjálpar til við að auka íslenskunotkun þar sem hún lýtur í lægra haldi og af fenginni reynslu eru allir jákvæðir fyrir því. Ég veit um marga sem hafa áhuga á að læra íslensku en hafa ekki tök á að sækja námskeið en Gefum íslensku séns hefur einmitt staðið fyrir ókeypis íslenskunámskeiðum og með örfáum námskeiðum bætist kunnáttan mikið. Sjálfur hef ég reynslu af tungumálanámskeiðum sem gefa manni mikið á stuttum tíma. Gefum íslensku séns hefur því stórbætt samfélagið með því að auka notkun og kunnáttu á máli okkar auk þess að koma fólki með ólíkan bakgrunni saman. Höfundur er háskólanemi. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég var lítill hef ég alltaf haft áhuga á landafræði, þá fyrst og fremst fjölbreytileika þjóðanna. Einn mikilvægasti þáttur fjölbreytileikans er tungumál hverrar þjóðar. Íslensk tunga er eitthvað sem við getum verið stolt af vegna þess að hún er gömul, falleg og stundum erfið og þar með skemmtilegri. Ef allir í heiminum töluðu sama tungumálið og önnur svæðisbundin mál myndu deyja út væri minna gaman. Enginn fjölbreytileiki og margt minna til umræðu. Sjálfur hef ég ferðast mikið utanlands og kynnst á þeim ferðum mörgum sem tala mismunandi mál. Fátt finnst mér skemmtilegra en að bera saman mál mitt og annarra og kenna mitt eigið mál. Sjálfur hef ég lagt stund á nám í þýsku og rússnesku og eykur það áhuga og kunnáttu á eigin máli. Á Íslandi eru margir ferðamenn sem skilja íslensku að engu leyti en til þess að þeir geti fengið nauðsynlegar leiðbeiningar þarf að hafa leiðbeiningar, skilti, matseðla o.s.frv. á ensku eða öðrum málum. Þessi hefð hefur aukist og hafa of margir alfarið hætt að hafa leiðbeiningar á íslensku og sumir haft hana með en þá sem annað mál og í minna letri. Það hlýtur að teljast til almennra mannréttinda að hafa aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum á opinbera tungumálinu í sínu í eigin landi. Sjálfum finnst mér ekki gaman að koma á staði sem eru eingöngu ætlaðir ferðamönnum og allt á ensku, sama hvort það sé hér eða erlendis. Það gerir staðinn að einhverju sem er eins hannað fyrir ferðamenn og er þá ekkert menningarlegt gildi í staðnum lengur. Ferðamennirnir gætu allt eins verið staddir í heimalandi sínu. Þetta finnst mér ekki gaman og vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að auka veg íslenskunnar og gefa henni séns. Til allrar hamingju er verkefnið Gefum íslensku séns búið að taka málin í eigin hendur og hefur staðið fyrir fjölda viðburða sem gefa Íslendingum og útlendingum tækifæri á að læra betur á málið. Þar má nefna hraðíslensku þar sem móðurmálshafi talar við nemanda eða áhugamann á íslensku og kynnist honum þannig á íslensku. Fyrir utan það að kynnast fólki gefur Gefum íslensku séns manni mikið þar sem maður eykur eigin kunnáttu með því að kenna hana. Það hjálpar til við að auka íslenskunotkun þar sem hún lýtur í lægra haldi og af fenginni reynslu eru allir jákvæðir fyrir því. Ég veit um marga sem hafa áhuga á að læra íslensku en hafa ekki tök á að sækja námskeið en Gefum íslensku séns hefur einmitt staðið fyrir ókeypis íslenskunámskeiðum og með örfáum námskeiðum bætist kunnáttan mikið. Sjálfur hef ég reynslu af tungumálanámskeiðum sem gefa manni mikið á stuttum tíma. Gefum íslensku séns hefur því stórbætt samfélagið með því að auka notkun og kunnáttu á máli okkar auk þess að koma fólki með ólíkan bakgrunni saman. Höfundur er háskólanemi. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun