Babelsturninn nýi Þorsteinn Siglaugsson skrifar 14. febrúar 2024 12:00 Ég fór á fund um daginn hjá alþjóðlegu hugbúnaðarfyrirtæki. Þar var fólk víðsvegar að úr heiminum að tala, allir á ensku. Enska er fyrirtækismálið. En enginn ræðumanna hafði ensku að móðurmáli, sem heyrðist auðvitað vel. Fór að hugsa um hvað þetta er í rauninni skrítið, að fólk eyði megninu af vinnutíma sínum í að eiga samskipti á máli sem það kann ekki almennilega og getur í rauninni aldrei náð viðunandi tökum á. Öll blæbrigði tapast, öll sköpun í málinu, öll margræðnin, ósögðu orðin, dulda kaldhæðnin og leyndi húmorinn. Skömmu seinna var ég svo að leiðbeina einum nemenda minna, þýskum hugbúnaðarsérfræðingi sem talar nú bara alveg bærilega ensku, en samt fór mikill tími í að komast að því hvað hann var nákvæmlega að meina með tiltekinni málsgrein. Ég spurði hann hvort hann gæti ekki bara sagt mér það á þýsku. "Kanntu þýsku?"spurði hann. "Ja, lærði hana allavega í menntó" svaraði ég, "kannski langsótt að segja að það þýði að ég kunni þýsku." Svo hlógum við bara. Tókst þó á endanum að greiða úr málinu, á ensku, sem við kunnum samt hvorugur til hlítar. Skildum við þá málsgreinina á sama hátt? Alveg örugglega ekki. Tölum hvaða mál sem er en skiljum ekki bofs En nú höfum við gervigreind. Og hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er gervigreindin umtalsvert betri í ensku en nánast allir sem hafa hana ekki að móðurmáli, og raunar stór hluti hinna líka. Stíllinn vissulega flatneskjulegur, en sama gildir svo sem þegar fólk tjáir sig á máli sem það kann ekki til hlítar. Innan skamms má svo reikna með að tæknin hafi almennt náð því stigi að í síma og á fjarfundum getum við einfaldlega talað okkar eigið móðurmál, en látið gervigreind um að snara efninu jafnóðum yfir á hvaða annað tungumál sem er. Svíinn sem starfar hjá alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækinu talar þá bara einfaldlega sænsku við Úkraínumanninn eða Frakkann, og þeir heyra bara úkraínsku eða frönsku útgáfuna og svara á sínu máli. Og þegar Elon Musk eða aðrir sem vinna nú að því hörðum höndum að þróa örflögur í heila fólks eru komnir lengra verður jafnvel nóg að þrýsta á hnapp á heilafjarstýringunni sem við göngum brátt öll með, til að skipta um tungumál og tala frönsku, úkraínsku, svahílí eða hindí eftir því hvað hentar. En auðvitað án þess að skilja bofs í því sem við látum út úr okkur. Gætum við einangrast í eigin málheimi? Við fyrstu sýn kynni þetta að virðast frábær lausn til að tryggja framtíð smárra málsvæða, sem lengi hafa átt undir högg að sækja. En ekki er allt sem sýnist. Samkvæmt gömlum bókum talaði mannkynið eitt sinn allt sama tungumálið. Mannkynið var líka fullt sjálfstrausts og tók sér það fyrir hendur að byggja turn sem ná átti til himins, Babelsturninn. En áður en verkinu var lokið ruddu æðri máttarvöld turninum um koll, tvístruðu fólkinu um allar koppagrundir og, það sem kannski var mest um vert, rugluðu tungumál þess svo ólíkar þjóðir hættu að skilja hver aðra. Þúsundir ólíkra tungumála eru töluð í heiminum í dag. Sum eru hvert öðru lík, önnur gerólík. Og tungumál þróast. Þróun þeirra er að stórum hluta háð þeirri snertingu við önnur tungumál sem á sér stað með ferðalögum og fólksflutningum. En þessi þróun birtist einnig í ólíku málfari eftir kynslóðum. Þess er skemmst að minnast þegar unglingar tóku sig saman, í kjölfar eigin afhroðs á Pisa prófum, og prófuðu þá fullorðnu í unglingamáli. Frammistaðan var síst betri á því prófi en á Pisa hjá unglingunum. En með tímanum rennur orðfæri unglinganna og orðfæri hinna fullorðnu saman. Þannig halda kynslóðirnar áfram að skilja hver aðra um leið og málið þróast. Og tungumálin þróast áfram, ekki aðeins í krafti kynslóðaskipta heldur einnig vegna stöðugrar snertingar við önnur mál. En hvað ef sú framtíðarsýn sem lýst er hér að ofan verður að veruleika? Eða öllu heldur, hvað þegar hún verður orðin að veruleika? Hvað þegar við verðum hætt að skilja og nota önnur tungumál, þegar unglingurinn og foreldrið þurfa ekki lengur að reyna að skilja hvort annað, heldur geta látið tæknina um þýðinguna, og jafnvel um tjáninguna sjálfa? Að ná valdi á, eða hafa vald yfir Tungumálið er stýrikerfi mannlegs samfélags eins og sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari benti á fyrir ekki löngu síðan. Án tungumálsins væri samfélag okkar einfaldlega ekki til. Við tölum gjarna um að það markverða við stóru mállíkönin sé hvernig þau hafa náð valdi á tungumálinu. Þá erum við yfirleitt að nota hugtakið vald í merkingunni að ráða við að nota sér eitthvað. En hugtakið vald hefur aðra og viðurhlutameiri merkingu, og þá notum við forsetninguna "yfir" en ekki "á". Það er sú merking sem við þurfum að velta fyrir okkur nú, þegar í það stefnir að mállíkönin, ein merkasta uppgötvun mannkyns, kunni fljótlega að hafa milligöngu við stóran hluta af samskiptum okkar, og ná þar með valdi yfir þeim. Sagan af Babelsturninum kynni að eiga eftir að blikna í samanburðinum. Því í þetta sinn gætu það orðið einstaklingar, en ekki þjóðir, sem tvístruðust um veröldina og hættu að skilja hverjir aðra. Ógnin er innbyggð í tækifærin Tækifærin sem mállíkönin færa okkur eru miklu stærri en flest okkar geta yfirleitt gert sér í hugarlund. En sama gildir um ógnanirnar. Og við þurfum að gera okkur grein fyrir að þær felast ekki í því að óprúttin tölvuforrit útrými mannkyninu, af eigin hvötum eða undir stjórn pólitískra afla sem okkur er í nöp við. Meginógnin frá mállíkönunum felst nefnilega einmitt í tækifærunum sem þau bjóða. Hún felst í okkar eigin notkun á þeim til að auðvelda okkur lífið, til að forðast að þurfa að læra, forðast að taka ábyrgð á okkur sjálfum sem frjálsir og hugsandi einstaklingar. Til að hindra að mállíkönin nái ekki aðeins valdi á tungumálinu, heldur yfir því, verðum við að skilja hættuna og bregðast við henni af alvöru: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er, bæði á eigin máli og öðrum tungumálum. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur í samskiptum við mállíkönin. Við verðum að vera meðvituð um, og forðast markvisst að nota mállíkönin til að hafa milligöngu í samskiptum, og forðast þá freistingu að láta þau sjá um samskipti okkar. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Íslensk tunga Tækni Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég fór á fund um daginn hjá alþjóðlegu hugbúnaðarfyrirtæki. Þar var fólk víðsvegar að úr heiminum að tala, allir á ensku. Enska er fyrirtækismálið. En enginn ræðumanna hafði ensku að móðurmáli, sem heyrðist auðvitað vel. Fór að hugsa um hvað þetta er í rauninni skrítið, að fólk eyði megninu af vinnutíma sínum í að eiga samskipti á máli sem það kann ekki almennilega og getur í rauninni aldrei náð viðunandi tökum á. Öll blæbrigði tapast, öll sköpun í málinu, öll margræðnin, ósögðu orðin, dulda kaldhæðnin og leyndi húmorinn. Skömmu seinna var ég svo að leiðbeina einum nemenda minna, þýskum hugbúnaðarsérfræðingi sem talar nú bara alveg bærilega ensku, en samt fór mikill tími í að komast að því hvað hann var nákvæmlega að meina með tiltekinni málsgrein. Ég spurði hann hvort hann gæti ekki bara sagt mér það á þýsku. "Kanntu þýsku?"spurði hann. "Ja, lærði hana allavega í menntó" svaraði ég, "kannski langsótt að segja að það þýði að ég kunni þýsku." Svo hlógum við bara. Tókst þó á endanum að greiða úr málinu, á ensku, sem við kunnum samt hvorugur til hlítar. Skildum við þá málsgreinina á sama hátt? Alveg örugglega ekki. Tölum hvaða mál sem er en skiljum ekki bofs En nú höfum við gervigreind. Og hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er gervigreindin umtalsvert betri í ensku en nánast allir sem hafa hana ekki að móðurmáli, og raunar stór hluti hinna líka. Stíllinn vissulega flatneskjulegur, en sama gildir svo sem þegar fólk tjáir sig á máli sem það kann ekki til hlítar. Innan skamms má svo reikna með að tæknin hafi almennt náð því stigi að í síma og á fjarfundum getum við einfaldlega talað okkar eigið móðurmál, en látið gervigreind um að snara efninu jafnóðum yfir á hvaða annað tungumál sem er. Svíinn sem starfar hjá alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækinu talar þá bara einfaldlega sænsku við Úkraínumanninn eða Frakkann, og þeir heyra bara úkraínsku eða frönsku útgáfuna og svara á sínu máli. Og þegar Elon Musk eða aðrir sem vinna nú að því hörðum höndum að þróa örflögur í heila fólks eru komnir lengra verður jafnvel nóg að þrýsta á hnapp á heilafjarstýringunni sem við göngum brátt öll með, til að skipta um tungumál og tala frönsku, úkraínsku, svahílí eða hindí eftir því hvað hentar. En auðvitað án þess að skilja bofs í því sem við látum út úr okkur. Gætum við einangrast í eigin málheimi? Við fyrstu sýn kynni þetta að virðast frábær lausn til að tryggja framtíð smárra málsvæða, sem lengi hafa átt undir högg að sækja. En ekki er allt sem sýnist. Samkvæmt gömlum bókum talaði mannkynið eitt sinn allt sama tungumálið. Mannkynið var líka fullt sjálfstrausts og tók sér það fyrir hendur að byggja turn sem ná átti til himins, Babelsturninn. En áður en verkinu var lokið ruddu æðri máttarvöld turninum um koll, tvístruðu fólkinu um allar koppagrundir og, það sem kannski var mest um vert, rugluðu tungumál þess svo ólíkar þjóðir hættu að skilja hver aðra. Þúsundir ólíkra tungumála eru töluð í heiminum í dag. Sum eru hvert öðru lík, önnur gerólík. Og tungumál þróast. Þróun þeirra er að stórum hluta háð þeirri snertingu við önnur tungumál sem á sér stað með ferðalögum og fólksflutningum. En þessi þróun birtist einnig í ólíku málfari eftir kynslóðum. Þess er skemmst að minnast þegar unglingar tóku sig saman, í kjölfar eigin afhroðs á Pisa prófum, og prófuðu þá fullorðnu í unglingamáli. Frammistaðan var síst betri á því prófi en á Pisa hjá unglingunum. En með tímanum rennur orðfæri unglinganna og orðfæri hinna fullorðnu saman. Þannig halda kynslóðirnar áfram að skilja hver aðra um leið og málið þróast. Og tungumálin þróast áfram, ekki aðeins í krafti kynslóðaskipta heldur einnig vegna stöðugrar snertingar við önnur mál. En hvað ef sú framtíðarsýn sem lýst er hér að ofan verður að veruleika? Eða öllu heldur, hvað þegar hún verður orðin að veruleika? Hvað þegar við verðum hætt að skilja og nota önnur tungumál, þegar unglingurinn og foreldrið þurfa ekki lengur að reyna að skilja hvort annað, heldur geta látið tæknina um þýðinguna, og jafnvel um tjáninguna sjálfa? Að ná valdi á, eða hafa vald yfir Tungumálið er stýrikerfi mannlegs samfélags eins og sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari benti á fyrir ekki löngu síðan. Án tungumálsins væri samfélag okkar einfaldlega ekki til. Við tölum gjarna um að það markverða við stóru mállíkönin sé hvernig þau hafa náð valdi á tungumálinu. Þá erum við yfirleitt að nota hugtakið vald í merkingunni að ráða við að nota sér eitthvað. En hugtakið vald hefur aðra og viðurhlutameiri merkingu, og þá notum við forsetninguna "yfir" en ekki "á". Það er sú merking sem við þurfum að velta fyrir okkur nú, þegar í það stefnir að mállíkönin, ein merkasta uppgötvun mannkyns, kunni fljótlega að hafa milligöngu við stóran hluta af samskiptum okkar, og ná þar með valdi yfir þeim. Sagan af Babelsturninum kynni að eiga eftir að blikna í samanburðinum. Því í þetta sinn gætu það orðið einstaklingar, en ekki þjóðir, sem tvístruðust um veröldina og hættu að skilja hverjir aðra. Ógnin er innbyggð í tækifærin Tækifærin sem mállíkönin færa okkur eru miklu stærri en flest okkar geta yfirleitt gert sér í hugarlund. En sama gildir um ógnanirnar. Og við þurfum að gera okkur grein fyrir að þær felast ekki í því að óprúttin tölvuforrit útrými mannkyninu, af eigin hvötum eða undir stjórn pólitískra afla sem okkur er í nöp við. Meginógnin frá mállíkönunum felst nefnilega einmitt í tækifærunum sem þau bjóða. Hún felst í okkar eigin notkun á þeim til að auðvelda okkur lífið, til að forðast að þurfa að læra, forðast að taka ábyrgð á okkur sjálfum sem frjálsir og hugsandi einstaklingar. Til að hindra að mállíkönin nái ekki aðeins valdi á tungumálinu, heldur yfir því, verðum við að skilja hættuna og bregðast við henni af alvöru: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er, bæði á eigin máli og öðrum tungumálum. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur í samskiptum við mállíkönin. Við verðum að vera meðvituð um, og forðast markvisst að nota mállíkönin til að hafa milligöngu í samskiptum, og forðast þá freistingu að láta þau sjá um samskipti okkar. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun